BMW mótorhjól ekki ábyrgt fyrir 20 mánaða standpínu Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 13:58 Henry Wolf og hið ætlaða standpínumótorhjól hans. BMW mótorhjólaframleiðandinn hefur aftur unnið í máli sem áfrýjað var vegna mótorhjóls sem átti að hafa valdið því að eigandi þess fékk standpínu sem entist í næstum tvö ár. Henry Wolf hélt því fram að BMW K 100 RS hjól hans sem útbúið var með Corbin sæti, hafi valdið þessari sannkölluðu standpínu eftir fjögurra klukkustunda mótorhjólaferð í september árið 2010. Málið var fyrst höfðað fyrir hæstarétti Kaliforníufylkis í apríl árið 2012 og í málshöfðuninni var því haldið fram að hrukkótt sætið hefði valdið langtíma holdrisi. Wolf vildi bætur vegna vinnumissis, lækniskostnaðar og andlegs álags sem ástandið skapaði. Málinu var vísað frá í fyrra af dómaranum James J. McBride vegna ónógra sönnunargagna en Wolf áfrýjaði eins og áður sagði. Núna voru það hins vegar þrír dómarar sem að höfnuðu málinu eftir nánari skoðun á sönnunargögnum, meðal annars Doppler gegnumlýsingarskoðun. Rétturinn samþykkti vitnisburð þvagfæralæknisins Jack McAninch um að Wolf þjáðist af krónískri standpínu en hafnaði vitnisburði taugalæknisins Jonathan Rutchik að titringur í mótorhjólinu hefði getað orðið þess valdandi. Wolf þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað sem hleypur á tugum þúsunda dollara. Þessi skemmtilega frétt var fengin af vefnum bifhjol.is Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent
BMW mótorhjólaframleiðandinn hefur aftur unnið í máli sem áfrýjað var vegna mótorhjóls sem átti að hafa valdið því að eigandi þess fékk standpínu sem entist í næstum tvö ár. Henry Wolf hélt því fram að BMW K 100 RS hjól hans sem útbúið var með Corbin sæti, hafi valdið þessari sannkölluðu standpínu eftir fjögurra klukkustunda mótorhjólaferð í september árið 2010. Málið var fyrst höfðað fyrir hæstarétti Kaliforníufylkis í apríl árið 2012 og í málshöfðuninni var því haldið fram að hrukkótt sætið hefði valdið langtíma holdrisi. Wolf vildi bætur vegna vinnumissis, lækniskostnaðar og andlegs álags sem ástandið skapaði. Málinu var vísað frá í fyrra af dómaranum James J. McBride vegna ónógra sönnunargagna en Wolf áfrýjaði eins og áður sagði. Núna voru það hins vegar þrír dómarar sem að höfnuðu málinu eftir nánari skoðun á sönnunargögnum, meðal annars Doppler gegnumlýsingarskoðun. Rétturinn samþykkti vitnisburð þvagfæralæknisins Jack McAninch um að Wolf þjáðist af krónískri standpínu en hafnaði vitnisburði taugalæknisins Jonathan Rutchik að titringur í mótorhjólinu hefði getað orðið þess valdandi. Wolf þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað sem hleypur á tugum þúsunda dollara. Þessi skemmtilega frétt var fengin af vefnum bifhjol.is
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent