Birta Líf svarar þeim sem gagnrýna að spár hefðu ekki ræst í dag Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 21:19 Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur. Vísir/GVA „Þrátt fyrir gríðarlega mikla umfjöllun og viðvörun frá Veðurstofunni, Almannavörnum, Lögreglu, tryggingafélögum og fleirum þurfti að hjálpa a.m.k. 50 bílum í morgun. Hvað hefðu þeir verið margir ef ekki hefði verið varað svo mikið við og hvað hefði fólk þá sagt um Veðurstofuna?,“ spyrt veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir á Facebook-síðu sinni Veðurlíf þar sem hún svarar þeim sem gagnrýnt hafa að veðrið í dag hefði ekki orðið eins slæmt og spár sögðu til um. Birta Líf segir að spáð hefði verið austanstormi, en eins og oft vill verða þá náði austanáttin sér ekki á strik víða á höfuðborgarsvæðinu þar sem gott skjól er af trjám og byggingum. „Ég skil vel að ef fólk var að búast við að fjúka um koll við að hlaupa út í bíl þá hafi þetta verið vonbrigði og get ég að hluta til verið sammála þar,“ skrifar Birta Líf. Hún segir að allt í kring hafi hins vegar mælst stormur, til dæmis á Reykjanesbrautinni, Sandskeiði, Kjalarnes og við Hafnarfjall náðu hviðurnar yfir fimmtíu metrum á sekúndu. Hún segir vindinn ekki hafa verið aðalatriðið í Reykjavík og hefði aldrei verið varað svo mikið við ef hann hefði verið einn ferð eða með rigningu. „Aðaláhyggjurnar snérust að skafrenningi og snjó og áhrifum á færðina. Á höfuðborgarsvæðinu er mikil bílaumferð á morgnana og síðdegis og það þarf ekki marga fasta til að stífla stórar umferðaræðar og setja allt á hliðina.“ Hún segir að ef álíka veðri hefði verið spáð á hvaða stað sem er úti á landi hefði ekki verið gert svona mikið úr því enda færri á ferli þar, fólk vanara slæmu veðri og á betur búnum bílum. „Þess vegna skil ég mjög vel utanbæjarfólk sem var í borginni og fannst ekki mikið til koma.“ Segir hún spána og þær viðvaranir sem voru settar fram til að koma í veg fyrir öngþveiti og stíflur í umferðinni, líkt og gerði 6. mars árið 2013. „Og það virðist hafa tekist þar sem margir fóru eftir tilmælum um að vera ekki á ferli að óþörfu. Það er mjög ánægjulegt og lýsir góðu samstarfi viðbragðsaðila og almennings. Margir eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í að dagurinn gekk eins vel og raun bar vitni. Vissulega hefði þetta getað verið ennþá verra, en ef ekki hefði verið varað við þessu hefði heyrst mikil gagnrýni frá fjölmörgum og áhrifin orðið mun verri.“ Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir á að spár hafi ekki ræst í dag og vil ég aðeins tjá mig um það hér :) Það var spáð...Posted by Veðurlíf on Tuesday, December 1, 2015 Veður Tengdar fréttir Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08 Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55 Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Þrátt fyrir gríðarlega mikla umfjöllun og viðvörun frá Veðurstofunni, Almannavörnum, Lögreglu, tryggingafélögum og fleirum þurfti að hjálpa a.m.k. 50 bílum í morgun. Hvað hefðu þeir verið margir ef ekki hefði verið varað svo mikið við og hvað hefði fólk þá sagt um Veðurstofuna?,“ spyrt veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir á Facebook-síðu sinni Veðurlíf þar sem hún svarar þeim sem gagnrýnt hafa að veðrið í dag hefði ekki orðið eins slæmt og spár sögðu til um. Birta Líf segir að spáð hefði verið austanstormi, en eins og oft vill verða þá náði austanáttin sér ekki á strik víða á höfuðborgarsvæðinu þar sem gott skjól er af trjám og byggingum. „Ég skil vel að ef fólk var að búast við að fjúka um koll við að hlaupa út í bíl þá hafi þetta verið vonbrigði og get ég að hluta til verið sammála þar,“ skrifar Birta Líf. Hún segir að allt í kring hafi hins vegar mælst stormur, til dæmis á Reykjanesbrautinni, Sandskeiði, Kjalarnes og við Hafnarfjall náðu hviðurnar yfir fimmtíu metrum á sekúndu. Hún segir vindinn ekki hafa verið aðalatriðið í Reykjavík og hefði aldrei verið varað svo mikið við ef hann hefði verið einn ferð eða með rigningu. „Aðaláhyggjurnar snérust að skafrenningi og snjó og áhrifum á færðina. Á höfuðborgarsvæðinu er mikil bílaumferð á morgnana og síðdegis og það þarf ekki marga fasta til að stífla stórar umferðaræðar og setja allt á hliðina.“ Hún segir að ef álíka veðri hefði verið spáð á hvaða stað sem er úti á landi hefði ekki verið gert svona mikið úr því enda færri á ferli þar, fólk vanara slæmu veðri og á betur búnum bílum. „Þess vegna skil ég mjög vel utanbæjarfólk sem var í borginni og fannst ekki mikið til koma.“ Segir hún spána og þær viðvaranir sem voru settar fram til að koma í veg fyrir öngþveiti og stíflur í umferðinni, líkt og gerði 6. mars árið 2013. „Og það virðist hafa tekist þar sem margir fóru eftir tilmælum um að vera ekki á ferli að óþörfu. Það er mjög ánægjulegt og lýsir góðu samstarfi viðbragðsaðila og almennings. Margir eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í að dagurinn gekk eins vel og raun bar vitni. Vissulega hefði þetta getað verið ennþá verra, en ef ekki hefði verið varað við þessu hefði heyrst mikil gagnrýni frá fjölmörgum og áhrifin orðið mun verri.“ Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir á að spár hafi ekki ræst í dag og vil ég aðeins tjá mig um það hér :) Það var spáð...Posted by Veðurlíf on Tuesday, December 1, 2015
Veður Tengdar fréttir Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08 Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55 Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08
Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55
Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28