Rauðrófu- og geitaostssalat með sætum valhnetum 1. desember 2015 17:00 Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Rauðrófu- og geitaostssalat með sætum valhnetum, perum og fennelPikklaðar rauðrófur6 stk. meðalstórar rauðrófur2 l af vatni300 ml hvítvínsedik400 g sykur2 stk. lárviðarlauf1 tsk. fennelfræ2 stk. anísstjörnur2 stk. negulnaglar Setjið allt nema rauðrófurnar saman í pott og sjóðið upp á því. Skrælið rauðrófurnar og skerið þær í ca. 4 cm bita. Setjið rauðrófurnar í vökvann og sjóðið við vægan hita þar til þær eru mjúkar í gegn. Takið rauðrófurnar upp úr vökvanum og kælið bæði rófurnar og vökvann í sitt hvoru lagi. Setjið rauðrófurnar svo út í vökvann í lokað ílát. (Þetta geymist í margar vikur í kæli svo lengi sem vökvinn flýtur yfir.) Áður en rauðrófurnar eru bornar fram eru þær þerraðar og skornar í fallega bita.Sætar valhnetur150 g valhnetur1 l vatn2 tsk. salt2 msk. flórsykurSjávarsaltSjóðið upp á vatninu með saltinu í. Setjið valhneturnar í vatnið og sjóðið í ca. 1 mín. Hellið vatninu af hnetunum og þerrið þær á pappír. Setjið hneturnar í skál með flórsykrinum og veltið þeim vel upp úr honum. Hitið pott með olíu í 160 gráður og steikið hneturnar í ca. 6 mín eða þar til þær eru orðnar gylltar og fallegar að utan. Takið hneturnar upp úr olíunni og setjið á bökunargrind, saltið eftir smekk og látið kólna. Geymið í lofttæmdum umbúðum.Meðlæti2 stk. perur1 stk. fennel8 stk. radísur140 g geitaosturSalatblandaÓlífuolía – HimnesktBalsamikedik – Himneskt Skerið fennelið og radísurnar örþunnt í mandólíni eða með hníf. Skrælið og skerið perurnar í kubba. Setjið salatblönduna í fat og raðið öllu meðlætinu ofan á það, endið á að setja ostinn og hneturnar ofan á salatið. Berið fram með ólífuolíu og góðu balsamikediki. Eyþór Rúnarsson Grænmetisréttir Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Rauðrófu- og geitaostssalat með sætum valhnetum, perum og fennelPikklaðar rauðrófur6 stk. meðalstórar rauðrófur2 l af vatni300 ml hvítvínsedik400 g sykur2 stk. lárviðarlauf1 tsk. fennelfræ2 stk. anísstjörnur2 stk. negulnaglar Setjið allt nema rauðrófurnar saman í pott og sjóðið upp á því. Skrælið rauðrófurnar og skerið þær í ca. 4 cm bita. Setjið rauðrófurnar í vökvann og sjóðið við vægan hita þar til þær eru mjúkar í gegn. Takið rauðrófurnar upp úr vökvanum og kælið bæði rófurnar og vökvann í sitt hvoru lagi. Setjið rauðrófurnar svo út í vökvann í lokað ílát. (Þetta geymist í margar vikur í kæli svo lengi sem vökvinn flýtur yfir.) Áður en rauðrófurnar eru bornar fram eru þær þerraðar og skornar í fallega bita.Sætar valhnetur150 g valhnetur1 l vatn2 tsk. salt2 msk. flórsykurSjávarsaltSjóðið upp á vatninu með saltinu í. Setjið valhneturnar í vatnið og sjóðið í ca. 1 mín. Hellið vatninu af hnetunum og þerrið þær á pappír. Setjið hneturnar í skál með flórsykrinum og veltið þeim vel upp úr honum. Hitið pott með olíu í 160 gráður og steikið hneturnar í ca. 6 mín eða þar til þær eru orðnar gylltar og fallegar að utan. Takið hneturnar upp úr olíunni og setjið á bökunargrind, saltið eftir smekk og látið kólna. Geymið í lofttæmdum umbúðum.Meðlæti2 stk. perur1 stk. fennel8 stk. radísur140 g geitaosturSalatblandaÓlífuolía – HimnesktBalsamikedik – Himneskt Skerið fennelið og radísurnar örþunnt í mandólíni eða með hníf. Skrælið og skerið perurnar í kubba. Setjið salatblönduna í fat og raðið öllu meðlætinu ofan á það, endið á að setja ostinn og hneturnar ofan á salatið. Berið fram með ólífuolíu og góðu balsamikediki.
Eyþór Rúnarsson Grænmetisréttir Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira