Merkel ver flóttamannastefnu sína Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. desember 2015 07:00 Angela Merkel í ræðustól á flokksþingi kristilegra demókrata í gær. Nordicphotos/AFP „Þetta er sögulegur prófsteinn fyrir Evrópu. Ég vona að við stöndumst þessa raun,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær á flokksþingi CDU, flokks kristilegra demókrata, sem nú stendur yfir í Karlsruhe. Hún var að tala um flóttamannastrauminn til Evrópu, en stefna Merkel í málefnum flóttamanna er eitt helsta umræðuefnið á flokksþinginu. Hún hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar muni taka við öllum þeim flóttamönnum, sem til Þýskalands vilja koma. Jafnvel þótt reiknað sé með að þeir verði yfir milljón á þessu ári, sem brátt er á enda komið. „Okkur mun takast þetta,“ fullyrti hún eina ferðina enn og vísaði þar til sögu Þýskalands, bæði uppbyggingar landsins úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og sameiningar þýsku ríkjanna fyrir tæpum aldarfjórðungi: „Ég get sagt þetta vegna þess að það tilheyrir sjálfsmynd landsins okkar að gera stóra hluti,“ sagði Merkel. Hins vegar hefur hún jafnframt krafist þess að önnur Evrópuríki víki sér ekki undan ábyrgðinni. „Að vísu er allt sem við gerum í Evrópu óendanlega tafsamt,“ sagði hún, og átti þar við hin þunglamalegu ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins. „Stundum gerir það mann gráhærðan, en þetta hefur aldrei verið einfalt í Evrópu.“ Hins vegar hefur Evrópusambandsríkjunum til þessa alltaf tekist að leysa vandamálin, þótt stundum sé það á síðustu stundu eftir mikið japl, jaml og fuður. Auk þess sagði hún nauðsynlegt að draga úr fjölda flóttamanna, meðal annars með því að senda fljótt til baka alla þá sem engan rétt eiga á hæli. Þetta sagði hún ekki bara vera í þágu Þýskalands og Evrópu heldur ekki síður í þágu flóttafólksins sjálfs gert: „Því ekki nokkur maður, sama af hvaða ástæðum hann heldur af stað, yfirgefur heimkynni sín að gamni sínu.“ Loks sagði hún óhjákvæmilegt að gera kröfur til flóttafólksins: „Sá sem óskar eftir hæli hjá okkur verður að virða lög okkar og hefðir, og hann verður að læra þýsku,“ sagði hún. Hún sagðist enga trú hafa á fjölmenningarsamfélaginu svonefnda, þar sem innflytjendur haldi í eigin hefðir til hliðar við samfélag heimafólks: „Fjölmenningarsamfélagið er þar með lífslygi.“ Flóttamenn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
„Þetta er sögulegur prófsteinn fyrir Evrópu. Ég vona að við stöndumst þessa raun,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær á flokksþingi CDU, flokks kristilegra demókrata, sem nú stendur yfir í Karlsruhe. Hún var að tala um flóttamannastrauminn til Evrópu, en stefna Merkel í málefnum flóttamanna er eitt helsta umræðuefnið á flokksþinginu. Hún hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar muni taka við öllum þeim flóttamönnum, sem til Þýskalands vilja koma. Jafnvel þótt reiknað sé með að þeir verði yfir milljón á þessu ári, sem brátt er á enda komið. „Okkur mun takast þetta,“ fullyrti hún eina ferðina enn og vísaði þar til sögu Þýskalands, bæði uppbyggingar landsins úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og sameiningar þýsku ríkjanna fyrir tæpum aldarfjórðungi: „Ég get sagt þetta vegna þess að það tilheyrir sjálfsmynd landsins okkar að gera stóra hluti,“ sagði Merkel. Hins vegar hefur hún jafnframt krafist þess að önnur Evrópuríki víki sér ekki undan ábyrgðinni. „Að vísu er allt sem við gerum í Evrópu óendanlega tafsamt,“ sagði hún, og átti þar við hin þunglamalegu ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins. „Stundum gerir það mann gráhærðan, en þetta hefur aldrei verið einfalt í Evrópu.“ Hins vegar hefur Evrópusambandsríkjunum til þessa alltaf tekist að leysa vandamálin, þótt stundum sé það á síðustu stundu eftir mikið japl, jaml og fuður. Auk þess sagði hún nauðsynlegt að draga úr fjölda flóttamanna, meðal annars með því að senda fljótt til baka alla þá sem engan rétt eiga á hæli. Þetta sagði hún ekki bara vera í þágu Þýskalands og Evrópu heldur ekki síður í þágu flóttafólksins sjálfs gert: „Því ekki nokkur maður, sama af hvaða ástæðum hann heldur af stað, yfirgefur heimkynni sín að gamni sínu.“ Loks sagði hún óhjákvæmilegt að gera kröfur til flóttafólksins: „Sá sem óskar eftir hæli hjá okkur verður að virða lög okkar og hefðir, og hann verður að læra þýsku,“ sagði hún. Hún sagðist enga trú hafa á fjölmenningarsamfélaginu svonefnda, þar sem innflytjendur haldi í eigin hefðir til hliðar við samfélag heimafólks: „Fjölmenningarsamfélagið er þar með lífslygi.“
Flóttamenn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira