Öld olíunnar liðin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2015 18:30 Markmið bandalagsins er að halda hlýnun innan við 1,5 gráður. Vísir Öld olíunnar er liðin með nýju loftlagssamkomulagi. Þetta segir sérfræðingur í loftlagsmálum og að margar þjóðir muni reyna að skipta yfir í endurnýtanlega orku. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fagnað sögulegu samkomulagi sem náðist á loftlagsráðstefnunni í París í gær. Samningurinn sem samþykktur var af 195 þjóðum felur í sér að koma á veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 2 gráður. Jafnframt á að reyna að tryggja að hitastig hækki ekki um meira en um 1,5 gráðu. Þá á útblástur gróðurhúsalofttegunda að ná hámarki sem fyrst og í framhaldinu á að draga hratt úr útblæstri. Samningurinn hefur það í för með sér að dregið verður verulega úr notkun jarðefnaeldsneyta líkt og olíu og kolum. „Ef þetta samkomulag gengur eftir þá er öld olíu liðin. Hún mun hætta. Menn munu auðvitað alltaf nýta olíu þó ekki væri nema bara í allskonar svona sér smurningu og slíkt,“ segir Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsmálum hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að endurnýtanlegir orkugjafar verði nýttir í stað olíu og kola. „Margar þjóðir munu reyna að skipta yfir í endurvinnanlega orku. Við í sjálfu sér erum búin að því fyrir þó nokkuð löngu síðan og erum með megnið af okkar húshitun í jarðhita og mengið af okkar raforku í vatnsorku og við í sjálfu sér getum þá horft til annarra þátta. Það er nýta raforkuna betur. Rafvæðing bílaflotans og svo slíkt og síðan bindingaraðgerðir. Það er hægt að draga verulega úr losun með því að hérna endurheimta votlendið. Það er hægt að auka bindingu bæði með því að endurheimta örfoka land með því sem við köllum landrækt og síðan líka með skógrækt,“ segir Halldór. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. „Það eru viss tækifæri fyrir Íslendinga ef við yrðum á undan öðrum þjóðum í því að kolefnisjafna okkur,“ segir Halldór. Loftslagsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Öld olíunnar er liðin með nýju loftlagssamkomulagi. Þetta segir sérfræðingur í loftlagsmálum og að margar þjóðir muni reyna að skipta yfir í endurnýtanlega orku. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fagnað sögulegu samkomulagi sem náðist á loftlagsráðstefnunni í París í gær. Samningurinn sem samþykktur var af 195 þjóðum felur í sér að koma á veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 2 gráður. Jafnframt á að reyna að tryggja að hitastig hækki ekki um meira en um 1,5 gráðu. Þá á útblástur gróðurhúsalofttegunda að ná hámarki sem fyrst og í framhaldinu á að draga hratt úr útblæstri. Samningurinn hefur það í för með sér að dregið verður verulega úr notkun jarðefnaeldsneyta líkt og olíu og kolum. „Ef þetta samkomulag gengur eftir þá er öld olíu liðin. Hún mun hætta. Menn munu auðvitað alltaf nýta olíu þó ekki væri nema bara í allskonar svona sér smurningu og slíkt,“ segir Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsmálum hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að endurnýtanlegir orkugjafar verði nýttir í stað olíu og kola. „Margar þjóðir munu reyna að skipta yfir í endurvinnanlega orku. Við í sjálfu sér erum búin að því fyrir þó nokkuð löngu síðan og erum með megnið af okkar húshitun í jarðhita og mengið af okkar raforku í vatnsorku og við í sjálfu sér getum þá horft til annarra þátta. Það er nýta raforkuna betur. Rafvæðing bílaflotans og svo slíkt og síðan bindingaraðgerðir. Það er hægt að draga verulega úr losun með því að hérna endurheimta votlendið. Það er hægt að auka bindingu bæði með því að endurheimta örfoka land með því sem við köllum landrækt og síðan líka með skógrækt,“ segir Halldór. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. „Það eru viss tækifæri fyrir Íslendinga ef við yrðum á undan öðrum þjóðum í því að kolefnisjafna okkur,“ segir Halldór.
Loftslagsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira