Matur

Ómótstæðilegur graflax

Þessi sígildi réttur svíkur engann
Þessi sígildi réttur svíkur engann

Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Hermannsdóttir gefur uppskrift að heimagerðum graflaxi og sósu.

Graflax

1 laxaflak u.þ.b. 700 g beinlaust

200 g salt

200 púðursykur

6 piparkorn

2 msk. vatn

1 msk. graflaxblanda frá Pottagöldrum

4–5 msk. dill

½ sítróna

Leggið laxaflakið í mót.

Blandið saman salti, púðursykri, piparkornum og vatni í matvinnsluvél. Hellið síðan blöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn.

Stráið kryddinu jafnt yfir flakið og saxið dillið mjög smátt og stráið yfir.

Rífið börk af hálfri sítrónu yfir laxaflakið í lokin.

Setjið plastfilmu yfir mótið og látið eitthvað þungt ofan á, t.d. minna mót og mjólkurfernur.

Geymið laxinn í kæli í 24–48 klst. Skolið flakið með köldu vatni og þerrið áður en þið berið fram með fersku dilli og góðri sósu.

Graflaxsósa

1 dós sýrður rjómi 38%

2 msk.

Dijon-sinnep1 msk. hlynsíróp

Handfylli dill

Salt og pipar

1 msk. sítrónusafi

Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Smakkið ykkur gjarnan til og bragðbætið að vild. Best er að geyma sósuna í kæli í 30 mínútur áður en hún er borin fram.

 








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.