Nýr Audi Q5 í 100 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 11:05 Audi Q5 af næstu kynslóð. Styttast fer í kynningu á nýrri kynslóð jepplingsins Audi Q5. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið, en hann verður þó aðeins stærri en forverinn. Þrátt fyrir það verður hann miklu léttari og munar þar 100 kílóum. Audi Q5 verður að hluta til með sama fjöðrunarkerfi og er í Porsche Macan og þeir sitja báðir á sama MQB-undirvagni. Með nýrri kynslóð Q5 ætlar Audi að bjóða RS-kraftaútgáfu bílsins sem verður öflugri en núveramndi SQ5. RS-útgáfan á að verða 400 hestöfl, með 5 strokka og 2,5 lítra vél með forþjöppu. Sú breyting verður einnig með nýrri kynslóð að ekki verður lebgur hægt að fá framhjóladrifna útgáfu Q5, allar gerðir hans verða fjórhjóladrifnar. Annað vélarúrval sem verður í boði í Q5 er 2,0 lítra TSI bensínvél, 252 hestöfl og 2,0 lítra TDI dísilvél, 190 hestöfl. Nýr Audi Q5 kemur á markað seint á næsta ári og hann verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í París í október. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent
Styttast fer í kynningu á nýrri kynslóð jepplingsins Audi Q5. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið, en hann verður þó aðeins stærri en forverinn. Þrátt fyrir það verður hann miklu léttari og munar þar 100 kílóum. Audi Q5 verður að hluta til með sama fjöðrunarkerfi og er í Porsche Macan og þeir sitja báðir á sama MQB-undirvagni. Með nýrri kynslóð Q5 ætlar Audi að bjóða RS-kraftaútgáfu bílsins sem verður öflugri en núveramndi SQ5. RS-útgáfan á að verða 400 hestöfl, með 5 strokka og 2,5 lítra vél með forþjöppu. Sú breyting verður einnig með nýrri kynslóð að ekki verður lebgur hægt að fá framhjóladrifna útgáfu Q5, allar gerðir hans verða fjórhjóladrifnar. Annað vélarúrval sem verður í boði í Q5 er 2,0 lítra TSI bensínvél, 252 hestöfl og 2,0 lítra TDI dísilvél, 190 hestöfl. Nýr Audi Q5 kemur á markað seint á næsta ári og hann verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í París í október.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent