Ólympíuleikarnir er gulrótin fyrir strákana okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2015 06:00 Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundinum í gær. vísir/Ernir Það styttist í Evrópumeistaramótið í Póllandi og í gær tilkynnti Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hvaða 21 leikmaður væri í æfingahópi Íslands fyrir mótið. Hverju liði á EM er heimilt að vera með sextán manna leikmannahóp en ekki er útilokað að Aron taki sautjánda manninn með út sem yrði þá til taks. EM í Póllandi hefst 15. janúar og er Ísland í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi. Liðið þarf að komast áfram í milliriðla til að eiga möguleika á að komast í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana í Ríó en það er aðalmarkmið Íslands á mótinu. Ef strákarnir verða Evrópumeistarar fara þeir vitanlega á Ólympíuleikana án þess að taka þátt í forkeppninni. Að öðrum kosti þarf Ísland að vera efsta eða næstefsta liðið af þeim sem ekki eru búin að tryggja sér sæti í forkeppninni. Sex Evrópuþjóðir gerðu það á HM í fyrra – Pólland, Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskaland og Slóvenía – og má því Ísland enda neðar en þau lið í forkeppninni. Helstu keppinautar Íslands um sæti í henni verða að öllum líkindum Svíþjóð, Noregur, Makedónía, Serbía, Rússland og Ungverjaland og má Ísland aðeins hleypa einu þeirra upp fyrir sig á EM.Staðan á hópnum góð „Þetta er okkar gulrót – að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær. Hann segist sáttur við stöðuna á sínu liði en allir lykilmenn gátu gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni. Aðeins Ólafur Bjarki Ragnarsson og Theodór Sigurbjörnsson komu ekki til greina en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og nota janúarmánuð til að ná sér af þeim. Að auki var B-landsliðið endurvakið en það mun æfa samhliða A-liðinu frá 29. desember til 7. janúar. Þá heldur EM-hópurinn til Þýskalands en þar spilar Ísland tvo æfingaleiki við lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska liðinu, sem verða þeir síðustu fyrir EM í Póllandi. Ísland mætir fyrst Portúgal tvívegis í Kaplakrika. Í fyrri leiknum verða leikmenn A-liðsins í aðalhlutverki en B-liðið mun að mestum hluta spila í þeim síðari. Þar að auki mun B-liðið leika æfingaleik gegn U-20 liði Íslands í sömu viku. Kærkomið tækifæri Aron segir að B-liðið, sem mun æfa undir stjórn Ólafs Stefánssonar, muni styrkja A-landsliðið. „Þetta gerir það að verkum að við getum komið með fleiri leikmenn inn í okkar umhverfi og aukið breiddina í landsliðinu. Það getur vel verið að leikmenn úr B-liðinu verði kallaðir inn í EM-hópinn gerist þess þörf,“ segir Aron. „Þar að auki gefur þetta okkur tækifæri til að skoða leikmenn sem spila erlendis og hafa staðið fyrir utan landsliðið. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn sem vilja sýna okkur að þeir eigi heima í landsliðinu,“ bætir þjálfarinn við. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Það styttist í Evrópumeistaramótið í Póllandi og í gær tilkynnti Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hvaða 21 leikmaður væri í æfingahópi Íslands fyrir mótið. Hverju liði á EM er heimilt að vera með sextán manna leikmannahóp en ekki er útilokað að Aron taki sautjánda manninn með út sem yrði þá til taks. EM í Póllandi hefst 15. janúar og er Ísland í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi. Liðið þarf að komast áfram í milliriðla til að eiga möguleika á að komast í forkeppnina fyrir Ólympíuleikana í Ríó en það er aðalmarkmið Íslands á mótinu. Ef strákarnir verða Evrópumeistarar fara þeir vitanlega á Ólympíuleikana án þess að taka þátt í forkeppninni. Að öðrum kosti þarf Ísland að vera efsta eða næstefsta liðið af þeim sem ekki eru búin að tryggja sér sæti í forkeppninni. Sex Evrópuþjóðir gerðu það á HM í fyrra – Pólland, Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskaland og Slóvenía – og má því Ísland enda neðar en þau lið í forkeppninni. Helstu keppinautar Íslands um sæti í henni verða að öllum líkindum Svíþjóð, Noregur, Makedónía, Serbía, Rússland og Ungverjaland og má Ísland aðeins hleypa einu þeirra upp fyrir sig á EM.Staðan á hópnum góð „Þetta er okkar gulrót – að komast í forkeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær. Hann segist sáttur við stöðuna á sínu liði en allir lykilmenn gátu gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni. Aðeins Ólafur Bjarki Ragnarsson og Theodór Sigurbjörnsson komu ekki til greina en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og nota janúarmánuð til að ná sér af þeim. Að auki var B-landsliðið endurvakið en það mun æfa samhliða A-liðinu frá 29. desember til 7. janúar. Þá heldur EM-hópurinn til Þýskalands en þar spilar Ísland tvo æfingaleiki við lærisveina Dags Sigurðssonar í þýska liðinu, sem verða þeir síðustu fyrir EM í Póllandi. Ísland mætir fyrst Portúgal tvívegis í Kaplakrika. Í fyrri leiknum verða leikmenn A-liðsins í aðalhlutverki en B-liðið mun að mestum hluta spila í þeim síðari. Þar að auki mun B-liðið leika æfingaleik gegn U-20 liði Íslands í sömu viku. Kærkomið tækifæri Aron segir að B-liðið, sem mun æfa undir stjórn Ólafs Stefánssonar, muni styrkja A-landsliðið. „Þetta gerir það að verkum að við getum komið með fleiri leikmenn inn í okkar umhverfi og aukið breiddina í landsliðinu. Það getur vel verið að leikmenn úr B-liðinu verði kallaðir inn í EM-hópinn gerist þess þörf,“ segir Aron. „Þar að auki gefur þetta okkur tækifæri til að skoða leikmenn sem spila erlendis og hafa staðið fyrir utan landsliðið. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn sem vilja sýna okkur að þeir eigi heima í landsliðinu,“ bætir þjálfarinn við.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar. 21. desember 2015 12:53