Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2015 05:00 Arjan Lalaj ásamt systur sinni en hann er með meðfæddan hjartagalla. Mynd/Stöð2 Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur fengu á laugardaginn ríkisborgararétt hér á landi. Mál fjölskyldnanna tveggja vöktu gríðarlega athygli eftir að þeim var vísað úr landi fyrr í mánuðinum, ekki síst fyrir þær sakir að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn. Hinn þriggja ára gamli Kevi sem þjáist af slímseigjusjúkdómi og hinn átta mánaða gamli Arjan sem fæddist með hjartagalla. Fjölskyldurnar tvær sóttu um ríkisborgararétt síðastliðinn þriðjudag og á laugardaginn var ljóst að úr yrði þegar allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að þeim yrði veittur ríkisborgararéttur. Alls var 49 einstaklingum veittur ríkisborgararéttur en nefndinni bárust 64 umsóknir og tók Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, fram við málflutninginn á laugardag að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar væru ekki fordæmisgefandi. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttargæslumaður Pepaj-fjölskyldunnar sem er fjölskylda Kevis, segir málið vissulega óvanalegt en fagnar niðurstöðunni. Venja sé að slík mál fari í gegnum Útlendingastofnun og ráðuneyti en Alþingi hafi þó heimild til þess að horfa fram hjá þeim skilyrðum. Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða í nokkur ár áður en það á kost á að sækja um ríkisborgararétt. Hún segir fjölskyldurnar að vissu leyti heppnar þar sem Albanía bjóði upp á tvöfalt ríkisfang, ef svo væri ekki þyrftu fjölskyldurnar að afsala sér ríkisborgararétti sínum í Albaníu. „Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla,“ segir hún og nefnir sem dæmi að Sýrland bjóði ekki upp á tvöfalt ríkisfang. Arndís segir ríkisborgararéttinn farsælan endi á máli fjölskyldnanna þó að hann sé að mörgu leyti sérstakur og ekki sjálfgefið að fara í slíkt ferli. „Fólk kemur hingað og sækir um dvalarleyfi en ekki um ríkisborgararétt. Munurinn er gríðarlega mikill,“ segir hún. Hermann Ragnarsson, vinur fjölskyldnanna og vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, opnaði styrktarreikning þar sem stefnt er að því að safna fyrir ferðakostnaði og ýmsu sem fjölskyldurnar kemur til með að vanhaga um á meðan þær koma sér fyrir hér á landi á nýjan leik en stefnt er að því að þær komi hingað til lands í janúar. „Planið er þann 10. janúar en ef allt verður tilbúið fyrr þá flýtum við því,“ segir Hermann en hann vinnur auk þess að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar að búa í. Fjölskyldunum var á laugardaginn tilkynnt í gegnum Skype að umsókn þeirra hefði verið samþykkt og segir Hermann það hafa verið frábæra stund. Túlkur las upp bréf fyrir Pepaj-fjölskylduna og grétu foreldrar Kevis af gleði við fréttirnar og sögðu þær bestu jólagjöfina sem sonurinn hefði getað fengið. Flóttamenn Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur fengu á laugardaginn ríkisborgararétt hér á landi. Mál fjölskyldnanna tveggja vöktu gríðarlega athygli eftir að þeim var vísað úr landi fyrr í mánuðinum, ekki síst fyrir þær sakir að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn. Hinn þriggja ára gamli Kevi sem þjáist af slímseigjusjúkdómi og hinn átta mánaða gamli Arjan sem fæddist með hjartagalla. Fjölskyldurnar tvær sóttu um ríkisborgararétt síðastliðinn þriðjudag og á laugardaginn var ljóst að úr yrði þegar allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að þeim yrði veittur ríkisborgararéttur. Alls var 49 einstaklingum veittur ríkisborgararéttur en nefndinni bárust 64 umsóknir og tók Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, fram við málflutninginn á laugardag að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar væru ekki fordæmisgefandi. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttargæslumaður Pepaj-fjölskyldunnar sem er fjölskylda Kevis, segir málið vissulega óvanalegt en fagnar niðurstöðunni. Venja sé að slík mál fari í gegnum Útlendingastofnun og ráðuneyti en Alþingi hafi þó heimild til þess að horfa fram hjá þeim skilyrðum. Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða í nokkur ár áður en það á kost á að sækja um ríkisborgararétt. Hún segir fjölskyldurnar að vissu leyti heppnar þar sem Albanía bjóði upp á tvöfalt ríkisfang, ef svo væri ekki þyrftu fjölskyldurnar að afsala sér ríkisborgararétti sínum í Albaníu. „Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla,“ segir hún og nefnir sem dæmi að Sýrland bjóði ekki upp á tvöfalt ríkisfang. Arndís segir ríkisborgararéttinn farsælan endi á máli fjölskyldnanna þó að hann sé að mörgu leyti sérstakur og ekki sjálfgefið að fara í slíkt ferli. „Fólk kemur hingað og sækir um dvalarleyfi en ekki um ríkisborgararétt. Munurinn er gríðarlega mikill,“ segir hún. Hermann Ragnarsson, vinur fjölskyldnanna og vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, opnaði styrktarreikning þar sem stefnt er að því að safna fyrir ferðakostnaði og ýmsu sem fjölskyldurnar kemur til með að vanhaga um á meðan þær koma sér fyrir hér á landi á nýjan leik en stefnt er að því að þær komi hingað til lands í janúar. „Planið er þann 10. janúar en ef allt verður tilbúið fyrr þá flýtum við því,“ segir Hermann en hann vinnur auk þess að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar að búa í. Fjölskyldunum var á laugardaginn tilkynnt í gegnum Skype að umsókn þeirra hefði verið samþykkt og segir Hermann það hafa verið frábæra stund. Túlkur las upp bréf fyrir Pepaj-fjölskylduna og grétu foreldrar Kevis af gleði við fréttirnar og sögðu þær bestu jólagjöfina sem sonurinn hefði getað fengið.
Flóttamenn Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira