Wilbæk: Gummi fær sinn tíma með liðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 24. janúar 2015 10:00 Fyrir HM í Katar gengu margir svo langt að spá Dönum heimsmeistaratitlinum enda liðið ógnarsterkt með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Liðið hefur þar að auki farið í úrslit á fjórum stórmótum í röð. Liðið hikstaði í upphafi móts en virðist nú komið í gang, þrátt fyrir að Danir þurfi að sætta sig við að hafa ekki landað toppsæti D-riðils keppninnar í Katar. Lykilmaður í uppgangi danska landsliðsins síðasta áratuginn eða svo er Ulrik Wilbæk. Hann hætti sem landsliðsþjálfari eftir níu ára starf í fyrra og var Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, ráðinn í hans stað sem kunnugt er. Allir þeir Danir sem ofanritaður hefur rætt við hér í Katar eru sammála um eitt – að það yrði erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fótspor Wilbæk, enda goðsögn í dönskum handbolta. Guðmundur fær nú það hlutverk og Wilbæk hefur ekki áhyggjur.Er rólegur í stúkunni „Þetta var sérstakur leikur [gegn Argentínu í fyrstu umferð riðlakeppninnar]. Við vorum lengst af í forystu en stundum gerist svona lagað í handbolta. Það er mikil pressa sem fylgir þessari stöðu og ef til vill get ég hjálpað honum hvað mest að því leyti,“ sagði Wilbæk í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafund danska liðsins á dögunum. Á fundinum sat Guðmundur fyrir svörum hinnar fjölmennu fjölmiðlasveitar Dananna. Wilbæk sat í öfustu röð í salnum og hlýddi hljóður á. „Mér líður vel í þessu nýja hlutverki og það fer vel um mig á aftasta bekk,“ segir hann brosandi. „Mitt hlutverk er nú að styðja við Guðmund og hans fólk og ég reyni að sinna því af bestu getu,“ bætir hann við en Wilbæk gegnir nú stöðu íþróttastjóra hjá danska handknattleikssambandinu. Wilbæk var líflegur á hliðarlínunni – rétt eins og Guðmundur hefur alltaf verið – en hann á ekki í erfiðleikum með að hemja sig uppi í stúku. „Það er ekkert mál. Ég er róleg persóna nema þegar ég stend á hliðarlínunni.“Mikil áhrif á feril minn Markvörðurinn Niklas Landin er lykilmaður í liði Dana enda einn allra besti markvörður heims – ef ekki sá besti. Hann og Guðmundur hafa starfað lengi saman. „Ég á virkilega gott samband við Gumma. Ég var 19-20 ára gamall þegar hann gaf mér tækifæri í GOG Gudme og svo 22 ára þegar hann gaf mér tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni með Rhein-Neckar Löwen. Hann hefur haft mikil áhrif á feril minn,“ segir hann. „Mestu máli skiptir að hann hefur gefið mér mínútur inni á vellinum. Þar að auki ræðum við alltaf mjög mikið saman, bæði fyrir leiki og eftir þá. Ég myndi segja að við þekkjumst virkilega vel.“ Hann segir að það sé ekki mikill munur á því að hafa Guðmund sem félagsliðsþjálfara og landsliðsþjálfara. „Hann vinnur næstum eins í báðum stöðum. Æfingarnar eru eins og undirbúningurinn líka,“ segir Landin sem er enn á mála hjá Rhein-Neckar Löwen en Guðmundur hætti þar í vor til að einbeita sér að danska landsliðinu. „Já, ég sakna hans aðeins. En ég er nú með danskan þjálfara [Nikolaj Bredahl Jacobsen] sem er heldur ekki slæmt.“Vinna réttu leikina Wilbæk segist sannfærður um að Guðmundur fái tíma til að komast almennilega á skrið með danska landsliðið. „Ég hef engar áhyggjur og Guðmundur fær sinn tíma með liðinu. Það er enn nóg eftir af HM. Eftir að núverandi fyrirkomulag með 16- og 8-liða úrslitum var tekið upp vita öll liðin að þetta snýst um að vinna réttu leikina – ekki endilega alla.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30 Nyegaard: Guðmundur á eftir að höndla pressuna Íslandsvinurinn Bent Nyegaard er sérfræðingur TV2 sjónvarpsstöðvarinnar. Hann þjálfaði bæði Fram og ÍR á sínum tíma. Hann segir pressuna á Guðmund Guðmundsson gríðarlega mikla. Íslenska landsliðið er í hópi 8-10 bestu í heimi að hans mati. 23. janúar 2015 19:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Fyrir HM í Katar gengu margir svo langt að spá Dönum heimsmeistaratitlinum enda liðið ógnarsterkt með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Liðið hefur þar að auki farið í úrslit á fjórum stórmótum í röð. Liðið hikstaði í upphafi móts en virðist nú komið í gang, þrátt fyrir að Danir þurfi að sætta sig við að hafa ekki landað toppsæti D-riðils keppninnar í Katar. Lykilmaður í uppgangi danska landsliðsins síðasta áratuginn eða svo er Ulrik Wilbæk. Hann hætti sem landsliðsþjálfari eftir níu ára starf í fyrra og var Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, ráðinn í hans stað sem kunnugt er. Allir þeir Danir sem ofanritaður hefur rætt við hér í Katar eru sammála um eitt – að það yrði erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fótspor Wilbæk, enda goðsögn í dönskum handbolta. Guðmundur fær nú það hlutverk og Wilbæk hefur ekki áhyggjur.Er rólegur í stúkunni „Þetta var sérstakur leikur [gegn Argentínu í fyrstu umferð riðlakeppninnar]. Við vorum lengst af í forystu en stundum gerist svona lagað í handbolta. Það er mikil pressa sem fylgir þessari stöðu og ef til vill get ég hjálpað honum hvað mest að því leyti,“ sagði Wilbæk í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafund danska liðsins á dögunum. Á fundinum sat Guðmundur fyrir svörum hinnar fjölmennu fjölmiðlasveitar Dananna. Wilbæk sat í öfustu röð í salnum og hlýddi hljóður á. „Mér líður vel í þessu nýja hlutverki og það fer vel um mig á aftasta bekk,“ segir hann brosandi. „Mitt hlutverk er nú að styðja við Guðmund og hans fólk og ég reyni að sinna því af bestu getu,“ bætir hann við en Wilbæk gegnir nú stöðu íþróttastjóra hjá danska handknattleikssambandinu. Wilbæk var líflegur á hliðarlínunni – rétt eins og Guðmundur hefur alltaf verið – en hann á ekki í erfiðleikum með að hemja sig uppi í stúku. „Það er ekkert mál. Ég er róleg persóna nema þegar ég stend á hliðarlínunni.“Mikil áhrif á feril minn Markvörðurinn Niklas Landin er lykilmaður í liði Dana enda einn allra besti markvörður heims – ef ekki sá besti. Hann og Guðmundur hafa starfað lengi saman. „Ég á virkilega gott samband við Gumma. Ég var 19-20 ára gamall þegar hann gaf mér tækifæri í GOG Gudme og svo 22 ára þegar hann gaf mér tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni með Rhein-Neckar Löwen. Hann hefur haft mikil áhrif á feril minn,“ segir hann. „Mestu máli skiptir að hann hefur gefið mér mínútur inni á vellinum. Þar að auki ræðum við alltaf mjög mikið saman, bæði fyrir leiki og eftir þá. Ég myndi segja að við þekkjumst virkilega vel.“ Hann segir að það sé ekki mikill munur á því að hafa Guðmund sem félagsliðsþjálfara og landsliðsþjálfara. „Hann vinnur næstum eins í báðum stöðum. Æfingarnar eru eins og undirbúningurinn líka,“ segir Landin sem er enn á mála hjá Rhein-Neckar Löwen en Guðmundur hætti þar í vor til að einbeita sér að danska landsliðinu. „Já, ég sakna hans aðeins. En ég er nú með danskan þjálfara [Nikolaj Bredahl Jacobsen] sem er heldur ekki slæmt.“Vinna réttu leikina Wilbæk segist sannfærður um að Guðmundur fái tíma til að komast almennilega á skrið með danska landsliðið. „Ég hef engar áhyggjur og Guðmundur fær sinn tíma með liðinu. Það er enn nóg eftir af HM. Eftir að núverandi fyrirkomulag með 16- og 8-liða úrslitum var tekið upp vita öll liðin að þetta snýst um að vinna réttu leikina – ekki endilega alla.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30 Nyegaard: Guðmundur á eftir að höndla pressuna Íslandsvinurinn Bent Nyegaard er sérfræðingur TV2 sjónvarpsstöðvarinnar. Hann þjálfaði bæði Fram og ÍR á sínum tíma. Hann segir pressuna á Guðmund Guðmundsson gríðarlega mikla. Íslenska landsliðið er í hópi 8-10 bestu í heimi að hans mati. 23. janúar 2015 19:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30
Nyegaard: Guðmundur á eftir að höndla pressuna Íslandsvinurinn Bent Nyegaard er sérfræðingur TV2 sjónvarpsstöðvarinnar. Hann þjálfaði bæði Fram og ÍR á sínum tíma. Hann segir pressuna á Guðmund Guðmundsson gríðarlega mikla. Íslenska landsliðið er í hópi 8-10 bestu í heimi að hans mati. 23. janúar 2015 19:00
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða