Glimrandi leikhúsvél Sigríður Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 14:00 Þau Ragnheiður, Gunnar Hrafn og Edda ná algjörlega til ungu áhorfendanna í verki Sigrúnar Eldjárn, Kuggur og leikhúsvélin. Kuggur og leikhúsvélin Höfundur: Sigrún eldjárn Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikarar: Gunnar Hrafn Kristjánsson, Edda Arnljótsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir Leikmynd: Högni Sigurþórsson Tónlist og hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson Búningar: Leila Arge Leikgervi: Guðrún Erla SigurbjarnadóttirKuggur, Mosi, Málfríður og mamma Málfríðar eru öll á leiðinni í leikhús og mikil spenna er í hópnum en á leiðinni lenda þau í ýmsum ævintýrum, þar sem furðuverur laumast í hverju skúmaskoti og uppgötva kraft leikhússins á ferðalaginu. Kúlan í Þjóðleikhúsinu er eitt skemmtilegasta svið borgarinnar fyrir barnaleikrit og ávallt fagnaðarefni þegar vel tekst til eins og Kuggur og leikhúsvélin eftir Sigrúnu Eldjárn, sem frumsýnt var nú um helgina. Þrenningin með Mosa í pokahorninu er virkilega smellin. Þau dansa, syngja og með hjálp leikhúsvélarinnar hennar Málfríðar umbreytast þau í alls konar fígúrur, meira að segja Lilli klifurmús mætir óvænt á svæðið. Gunnar Hrafn, Edda og Ragnheiður vinna laglega saman og hjálpa hvert öðru við að ná algjörlega til ungu leikhúsáhorfendanna. Þau hoppa, skoppa, fetta sig og bretta af bestu list frá upphafi til enda. Gunnar Hrafn er einlægur, skýr og skemmtilegur en Edda og Ragnheiður eru aldeilis ekki síðri með glaðværri sviðsframkomu. Þórhallur Sigurðsson stýrir verkinu af mikilli alúð og fagmennsku sem rammar sýninguna vel inn. Tónlistin og hljóðmyndin í stjórn Kristins Gauta eru vel tímasett, grípandi og leikandi létt í framsetningu þremenninganna. Ef einn veikan punkt er að finna í sýningunni þá er það tölvuatriðið þar sem vinirnir teikna saman á tölvuskjá. Tölvuskrímslið var bráðskemmtilegt á sviði en var nauðsynlegt að pota inn tölvuteiknuðum myndum í lifandi leiksýningu sem virkar jafn vel og raun ber vitni? Leikmynd Högna Sigurþórssonar er stílhrein og litrík, þá sérstaklega margnota og margumtalaða leikhúsvélin sem getur umbreytt fólki á augnabliki og breyst í fljúgandi geimskip. Leila Arge sér um búningana og er hún einstaklega fær í sínu fagi en það eru leikgervi Guðrúnar Erlu Sigurbjarnadóttur sem stela senunni. Tölvuskrímslið og þá sérstaklega bláa geimveran spretta ljóslifandi fram á sjónarsviðið börnunum til mikillar kæti, sem reyndar er ekki minna Ragnheiði að þakka sem gefur sig alla í framsetninguna á þessari stórfurðulegu veru. Þrátt fyrir að leikritið sé miðað við yngstu leikhúsgestina þá geta fullorðnir líka haft mjög gaman af ævintýrum Kuggs, Mosa, Málfríðar og mömmu hennar. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna óharðnaða og unga leikhúsgesti fyrir þeim töfrum sem leikhúsið hefur upp á að bjóða.Niðurstaða: Lauflétt og stórskemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna. Gagnrýni Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Kuggur og leikhúsvélin Höfundur: Sigrún eldjárn Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikarar: Gunnar Hrafn Kristjánsson, Edda Arnljótsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir Leikmynd: Högni Sigurþórsson Tónlist og hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson Búningar: Leila Arge Leikgervi: Guðrún Erla SigurbjarnadóttirKuggur, Mosi, Málfríður og mamma Málfríðar eru öll á leiðinni í leikhús og mikil spenna er í hópnum en á leiðinni lenda þau í ýmsum ævintýrum, þar sem furðuverur laumast í hverju skúmaskoti og uppgötva kraft leikhússins á ferðalaginu. Kúlan í Þjóðleikhúsinu er eitt skemmtilegasta svið borgarinnar fyrir barnaleikrit og ávallt fagnaðarefni þegar vel tekst til eins og Kuggur og leikhúsvélin eftir Sigrúnu Eldjárn, sem frumsýnt var nú um helgina. Þrenningin með Mosa í pokahorninu er virkilega smellin. Þau dansa, syngja og með hjálp leikhúsvélarinnar hennar Málfríðar umbreytast þau í alls konar fígúrur, meira að segja Lilli klifurmús mætir óvænt á svæðið. Gunnar Hrafn, Edda og Ragnheiður vinna laglega saman og hjálpa hvert öðru við að ná algjörlega til ungu leikhúsáhorfendanna. Þau hoppa, skoppa, fetta sig og bretta af bestu list frá upphafi til enda. Gunnar Hrafn er einlægur, skýr og skemmtilegur en Edda og Ragnheiður eru aldeilis ekki síðri með glaðværri sviðsframkomu. Þórhallur Sigurðsson stýrir verkinu af mikilli alúð og fagmennsku sem rammar sýninguna vel inn. Tónlistin og hljóðmyndin í stjórn Kristins Gauta eru vel tímasett, grípandi og leikandi létt í framsetningu þremenninganna. Ef einn veikan punkt er að finna í sýningunni þá er það tölvuatriðið þar sem vinirnir teikna saman á tölvuskjá. Tölvuskrímslið var bráðskemmtilegt á sviði en var nauðsynlegt að pota inn tölvuteiknuðum myndum í lifandi leiksýningu sem virkar jafn vel og raun ber vitni? Leikmynd Högna Sigurþórssonar er stílhrein og litrík, þá sérstaklega margnota og margumtalaða leikhúsvélin sem getur umbreytt fólki á augnabliki og breyst í fljúgandi geimskip. Leila Arge sér um búningana og er hún einstaklega fær í sínu fagi en það eru leikgervi Guðrúnar Erlu Sigurbjarnadóttur sem stela senunni. Tölvuskrímslið og þá sérstaklega bláa geimveran spretta ljóslifandi fram á sjónarsviðið börnunum til mikillar kæti, sem reyndar er ekki minna Ragnheiði að þakka sem gefur sig alla í framsetninguna á þessari stórfurðulegu veru. Þrátt fyrir að leikritið sé miðað við yngstu leikhúsgestina þá geta fullorðnir líka haft mjög gaman af ævintýrum Kuggs, Mosa, Málfríðar og mömmu hennar. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna óharðnaða og unga leikhúsgesti fyrir þeim töfrum sem leikhúsið hefur upp á að bjóða.Niðurstaða: Lauflétt og stórskemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna.
Gagnrýni Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira