Hessel og Heimdallur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. febrúar 2015 07:00 Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því en það er búið að snúa tilverunni á haus. Það sem sneri upp snýr nú niður. Útrásarvíkingarnir eru orðnir innipúkar, aldnir orðnir ungir og öfugt. Þetta síðastnefnda sést best á framferði Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Stundum þegar þjóðin stendur frammi fyrir siðfræðilegri klípu stíga þeir félagsmenn fram eins og íranskir klerkar og minna á grunnprinsippin. Þeir veifa reyndar engum trúarritum en Frelsið eftir John Stuart Mill blæs þeim anda í brjóst. Nú síðast mæltu þeir gegn því að ríkið keypti bankagögn til að komast á snoðir um stórtæk skattsvik, það væri slæmt fordæmi að kaupa illa fengin gögn segja þeir. Með því væru menn að brjóta prinsipp. Það væri synd að segja að þetta væri ungt og léki sér. Þessi prinsipppredikun er þunnur þrettándi á tímum þegar ríður á að hugsa út fyrir boxið miklu frekar en að tylla huganum á eldgamla brautarteina. Síðustu áratugi hef ég fylgst með ráðamönnum heimsins fara með himinskautum á sporbrautum prinsippanna. Oft virka þeir sannfærandi en árangurinn af framferði þeirra er eftirfarandi: 85 einstaklingar eiga jafn mikinn auð og fátæki helmingur jarðarbúa, mörg stórfyrirtæki hagnast á vinnuþrælkun, ríkisstjórnir margra af þróuðustu þjóðum heims hafa ljóst og leynt fært fjármagnið frá millistéttinni til hinna ofurríku, Bradley Manning er bak við lás og slá með 35 ára dóm á bakinu meðan kaldrifjaðir morðingjar sem hann ljóstraði upp um eru…ja, hvar eru þeir? Hver er ekki búinn að fá fjandans nóg af þessum prinsippum? Hver er ekki til í að fórna þeim öllum fyrir þann ungæðishátt að fylgja hjartanu frekar en forskrift sem hefur fært okkur svo óréttlátan heim? Árið 2010 var gefið út rit eftir 92 ára gamlan hugsuð, Stephane Hessel að nafni. Þar heyrum við rödd unga fólksins. Í ritinu segir að framferði ráðandi afla hafi verið slíkt að okkur ætti hreinlega að blöskra og kallaði Hessel á friðsamlega byltingu til að stýra heimsfleyinu úr þessum ólgusjó ójafnaðar og óréttlætis. Hessel er nú horfinn yfir móðuna miklu, búinn að yfirgefa þennan öfugsnúna heim. Annars væru Heimdellingar efalítið að veita honum föðurlegt tiltal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því en það er búið að snúa tilverunni á haus. Það sem sneri upp snýr nú niður. Útrásarvíkingarnir eru orðnir innipúkar, aldnir orðnir ungir og öfugt. Þetta síðastnefnda sést best á framferði Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Stundum þegar þjóðin stendur frammi fyrir siðfræðilegri klípu stíga þeir félagsmenn fram eins og íranskir klerkar og minna á grunnprinsippin. Þeir veifa reyndar engum trúarritum en Frelsið eftir John Stuart Mill blæs þeim anda í brjóst. Nú síðast mæltu þeir gegn því að ríkið keypti bankagögn til að komast á snoðir um stórtæk skattsvik, það væri slæmt fordæmi að kaupa illa fengin gögn segja þeir. Með því væru menn að brjóta prinsipp. Það væri synd að segja að þetta væri ungt og léki sér. Þessi prinsipppredikun er þunnur þrettándi á tímum þegar ríður á að hugsa út fyrir boxið miklu frekar en að tylla huganum á eldgamla brautarteina. Síðustu áratugi hef ég fylgst með ráðamönnum heimsins fara með himinskautum á sporbrautum prinsippanna. Oft virka þeir sannfærandi en árangurinn af framferði þeirra er eftirfarandi: 85 einstaklingar eiga jafn mikinn auð og fátæki helmingur jarðarbúa, mörg stórfyrirtæki hagnast á vinnuþrælkun, ríkisstjórnir margra af þróuðustu þjóðum heims hafa ljóst og leynt fært fjármagnið frá millistéttinni til hinna ofurríku, Bradley Manning er bak við lás og slá með 35 ára dóm á bakinu meðan kaldrifjaðir morðingjar sem hann ljóstraði upp um eru…ja, hvar eru þeir? Hver er ekki búinn að fá fjandans nóg af þessum prinsippum? Hver er ekki til í að fórna þeim öllum fyrir þann ungæðishátt að fylgja hjartanu frekar en forskrift sem hefur fært okkur svo óréttlátan heim? Árið 2010 var gefið út rit eftir 92 ára gamlan hugsuð, Stephane Hessel að nafni. Þar heyrum við rödd unga fólksins. Í ritinu segir að framferði ráðandi afla hafi verið slíkt að okkur ætti hreinlega að blöskra og kallaði Hessel á friðsamlega byltingu til að stýra heimsfleyinu úr þessum ólgusjó ójafnaðar og óréttlætis. Hessel er nú horfinn yfir móðuna miklu, búinn að yfirgefa þennan öfugsnúna heim. Annars væru Heimdellingar efalítið að veita honum föðurlegt tiltal.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun