Rúður sprungu í flestum bifreiðum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Ótal bílrúður brotnuðu vegna grjóthríðar. Fréttablaðið/Jónína G. Aradóttir „Þetta er með því versta sem við höfum lent í. Þarna var mikill skafrenningur og mikil grjóthríð,“ segir Orri Örvarsson í björgunarsveitinni Víkverja á Vík. „Við björguðum um 19 manns og þurftum að skilja eftir átta bíla á milli Péturseyjar og Skóga. Fólk var mjög skelkað, sérstaklega það sem var í bílunum þar sem rúðurnar brotnuðu, þarna var mjög kalt og vindkæling mikil,“ segir hann. Orri og félagar hans í björgunarsveitinni urðu fyrir tjóni á eigin bifreiðum við björgunarstörf. „Við mættum á okkar eigin bílum á vettvang og lögðum þeim við skála. Í mínum bíl brotnuðu allar hliðarrúður og þarna brotnuðu alls níu rúður hjá okkur í veðrinu. Bílarnir eru allir í kaskó og tryggðir hjá Sjóvá en tryggingafélagið vill ekki gera neitt í þessu vegna þess að það er ekki tryggt ef þetta er laus jarðvegur sem fýkur á bílana,“ segir Orri. Ofsaveður var á svæðinu á sunnudag og björgunarsveitir þurftu að bjarga fullt af fólki úr bílum sem sátu fastir. Flestir voru erlendir ferðamenn og margir þeirra voru fluttir á Hótel Skaftafell þar sem starfsfólkið tók á móti þeim. Sextíu manns gistu á hótelinu um nóttina en enginn þeirra hafði átt bókaða gistingu.„Veðrin eru ekkert verri en þau hafa verið, hins vegar eru bara miklu fleiri að fara út í þessi veður,“ segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli. Jónína segir ferðalangana sem komu á hótelið um nóttina marga hverja hafa verið í miklu áfalli vegna veðursins, en rúður sprungu í flestum bílunum. Um klukkan 18 mældist vindurinn 62 metrar á sekúndu en þá fauk vindmælir í Sandfelli í Öræfum og því eru ekki til tölur um styrk vindsins eftir það. „Sumir hefðu þurft á áfallahjálp að halda en við erum ekki í aðstöðu til að veita hana en við reyndum að hjálpa. Sumir voru grátandi og maður reyndi að hugga þá, gefa þeim kaffi og hlúa að þeim.“ Jónína segir nauðsynlegt að með auknum fjölda ferðamanna þurfi að upplýsa þá betur um veður. „Við þurfum að gera betur. Auðvitað var þarna fólk sem var upplýst en ákvað samt að fara af stað, en það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því út í hvað þeir eru að fara. Það þyrfti að upplýsa fólk um þetta strax í flugvélinni. Eins þyrftu að vera veðursíður á ensku þannig að fólk gæti bara leitað sér upplýsinga þar,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Þetta er með því versta sem við höfum lent í. Þarna var mikill skafrenningur og mikil grjóthríð,“ segir Orri Örvarsson í björgunarsveitinni Víkverja á Vík. „Við björguðum um 19 manns og þurftum að skilja eftir átta bíla á milli Péturseyjar og Skóga. Fólk var mjög skelkað, sérstaklega það sem var í bílunum þar sem rúðurnar brotnuðu, þarna var mjög kalt og vindkæling mikil,“ segir hann. Orri og félagar hans í björgunarsveitinni urðu fyrir tjóni á eigin bifreiðum við björgunarstörf. „Við mættum á okkar eigin bílum á vettvang og lögðum þeim við skála. Í mínum bíl brotnuðu allar hliðarrúður og þarna brotnuðu alls níu rúður hjá okkur í veðrinu. Bílarnir eru allir í kaskó og tryggðir hjá Sjóvá en tryggingafélagið vill ekki gera neitt í þessu vegna þess að það er ekki tryggt ef þetta er laus jarðvegur sem fýkur á bílana,“ segir Orri. Ofsaveður var á svæðinu á sunnudag og björgunarsveitir þurftu að bjarga fullt af fólki úr bílum sem sátu fastir. Flestir voru erlendir ferðamenn og margir þeirra voru fluttir á Hótel Skaftafell þar sem starfsfólkið tók á móti þeim. Sextíu manns gistu á hótelinu um nóttina en enginn þeirra hafði átt bókaða gistingu.„Veðrin eru ekkert verri en þau hafa verið, hins vegar eru bara miklu fleiri að fara út í þessi veður,“ segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli. Jónína segir ferðalangana sem komu á hótelið um nóttina marga hverja hafa verið í miklu áfalli vegna veðursins, en rúður sprungu í flestum bílunum. Um klukkan 18 mældist vindurinn 62 metrar á sekúndu en þá fauk vindmælir í Sandfelli í Öræfum og því eru ekki til tölur um styrk vindsins eftir það. „Sumir hefðu þurft á áfallahjálp að halda en við erum ekki í aðstöðu til að veita hana en við reyndum að hjálpa. Sumir voru grátandi og maður reyndi að hugga þá, gefa þeim kaffi og hlúa að þeim.“ Jónína segir nauðsynlegt að með auknum fjölda ferðamanna þurfi að upplýsa þá betur um veður. „Við þurfum að gera betur. Auðvitað var þarna fólk sem var upplýst en ákvað samt að fara af stað, en það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því út í hvað þeir eru að fara. Það þyrfti að upplýsa fólk um þetta strax í flugvélinni. Eins þyrftu að vera veðursíður á ensku þannig að fólk gæti bara leitað sér upplýsinga þar,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira