Garðyrkja til að efla fátækar fjölskyldur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Verkefninu er ætlað að styrkja fátækar fjölskyldur. Fréttablaðið/Valgarður Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar samþykkti í gær beiðni vegna samstarfs um matjurtagarða fyrir skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar. Samkvæmt verklýsingu verkefnisins er því ætlað að úthluta um 40 fjölskyldum matjurtagarða þeim að kostnaðarlausu til að rækta grænmeti sumarið 2015. „Foreldrar fá með því tækifæri til að vera góð fyrirmynd fyrir börn sín og það skapar sameiginlegar gæðastundir sem eru svo mikilvægar fyrir barnið að setja í minningabankann,“ stendur í verklýsingu verkefnisins. Þá er verkefninu ætlað að fá fátækar barnafjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og spara þannig útgjöld heimilisins. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hafa samtökin einnig leitað til Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar vegna verkefnisins en Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa samþykkt úthlutun matjurtagarða vegna verkefnisins. „Við höfum verið með svona sjálfstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga okkar, á borð við fatasaum og eldamennsku,“ segir Vilborg. „Nú ætlum við að stíga næsta skref og bjóða skjólstæðingum okkar upp á að rækta matjurtagarða. Þetta er eins konar virkniúrræði og lýðheilsumál, hér getur fjölskyldan komið saman og ræktað sér hollan mat án útgjalda,“ segir Vilborg. Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar hefur samþykkt málið en skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar munu fá aðgang að þeim matjurtagörðum sem til eru fyrir á svæði Hafnarfjarðar. „Það hefur ekki verið mikil sókn í garðana upp á síðkastið þannig að þarna er svigrúm til að hleypa Hjálparstarfi kirkjunnar að,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umverfis- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. „Hafnarfjarðarbær er ekki að ráðstafa neinu fjármagni í þetta verkefni heldur bara opna garðana okkar fyrir þeim og við erum bara glöð með að vera í þessu samstarfi með Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Helga. Garðyrkja Hjálparstarf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar samþykkti í gær beiðni vegna samstarfs um matjurtagarða fyrir skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar. Samkvæmt verklýsingu verkefnisins er því ætlað að úthluta um 40 fjölskyldum matjurtagarða þeim að kostnaðarlausu til að rækta grænmeti sumarið 2015. „Foreldrar fá með því tækifæri til að vera góð fyrirmynd fyrir börn sín og það skapar sameiginlegar gæðastundir sem eru svo mikilvægar fyrir barnið að setja í minningabankann,“ stendur í verklýsingu verkefnisins. Þá er verkefninu ætlað að fá fátækar barnafjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og spara þannig útgjöld heimilisins. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hafa samtökin einnig leitað til Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar vegna verkefnisins en Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa samþykkt úthlutun matjurtagarða vegna verkefnisins. „Við höfum verið með svona sjálfstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga okkar, á borð við fatasaum og eldamennsku,“ segir Vilborg. „Nú ætlum við að stíga næsta skref og bjóða skjólstæðingum okkar upp á að rækta matjurtagarða. Þetta er eins konar virkniúrræði og lýðheilsumál, hér getur fjölskyldan komið saman og ræktað sér hollan mat án útgjalda,“ segir Vilborg. Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar hefur samþykkt málið en skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar munu fá aðgang að þeim matjurtagörðum sem til eru fyrir á svæði Hafnarfjarðar. „Það hefur ekki verið mikil sókn í garðana upp á síðkastið þannig að þarna er svigrúm til að hleypa Hjálparstarfi kirkjunnar að,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umverfis- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. „Hafnarfjarðarbær er ekki að ráðstafa neinu fjármagni í þetta verkefni heldur bara opna garðana okkar fyrir þeim og við erum bara glöð með að vera í þessu samstarfi með Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Helga.
Garðyrkja Hjálparstarf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira