Telja Samherja hafa samkeppnisforskot sveinn arnarsson skrifar 30. mars 2015 07:00 Matorka mun nýta heitt affallsvatn frá orkuverinu í Svartsengi. Fréttablaðið/Valli Matorka telur Samherja hafa fengið forskot á samkeppnisaðila með því að hafa keypt fiskeldisstöðvar á hrakvirði út úr þrotabúum. Þetta kemur fram í minnisblaði Matorku sem lagt var fyrir Atvinnuveganefnd vegna málsins. Samherji vísar ásökunum Matorku til föðurhúsanna. „Það er miður að nafn Samherja skuli vera dregið inn í umræðuna á þann hátt sem forsvarsmenn Matorku gera í bréfi sínu til Atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, sem er í eigu Samherja. „Það að halda því fram að markaður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við þekkjum,“ segir Jón. Fram kemur í minnisblaði Matorku að flestar ef ekki allar landeldisstöðvar laxfiska hafi farið í gegn um gjaldþrot og sumar oft. Vilja forsvarsmenn Matorku meina að afskriftir og kaup Samherja á fyrirtækjunum á hrakvirði veiti framleiðendum forskot á þá sem byggja fiskeldisstöð frá grunni. Ívilnunarsamningur Matorku og íslenska ríkisins hefur verið talinn samkeppnisraskandi af þeim aðilum sem fyrir eru á markaði. Forsvarsmenn Matorku spyrja sig hins vegar hvort kaup Samherja á þrotabúum „á hrakvirði“ sé ekki samkeppnisröskun einnig. „Við erum ekki að benda á eitthvert eitt fyrirtæki í þessu samhengi,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. „Eldisiðnaðurinn á Íslandi er byggður upp á gömlum stöðvum og keyptur út úr þrotabúum á lágu verði og við vekjum máls á muninum á því og að byggja upp stöð frá grunni.“ Jón Kjartan segir ekki rétt að stöðvar hafi verið keyptar á hrakvirði út úr þrotabúum. „Allar stöðvar sem eru í eigu félagsins hafa verið keyptar í fullum rekstri á markaðsverði af einstaklingum sem höfðu verið eigendur þeirra frá stofnun eða til nokkurra ára,“ segir Jón. Forsvarsmenn Matorku ætla sér að framleiða um 3.000 tonn á ári. „Til að auka sölu á bleikju þarf að auka framleiðslugetuna á markaðnum, það liggur í hlutarins eðli. Það mun skila sér í auknum gjaldeyristekjum og fleiri störfum á landinu og leiðir aðeins gott af sér,“ segir Árni Páll. Alþingi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Matorka telur Samherja hafa fengið forskot á samkeppnisaðila með því að hafa keypt fiskeldisstöðvar á hrakvirði út úr þrotabúum. Þetta kemur fram í minnisblaði Matorku sem lagt var fyrir Atvinnuveganefnd vegna málsins. Samherji vísar ásökunum Matorku til föðurhúsanna. „Það er miður að nafn Samherja skuli vera dregið inn í umræðuna á þann hátt sem forsvarsmenn Matorku gera í bréfi sínu til Atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, sem er í eigu Samherja. „Það að halda því fram að markaður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við þekkjum,“ segir Jón. Fram kemur í minnisblaði Matorku að flestar ef ekki allar landeldisstöðvar laxfiska hafi farið í gegn um gjaldþrot og sumar oft. Vilja forsvarsmenn Matorku meina að afskriftir og kaup Samherja á fyrirtækjunum á hrakvirði veiti framleiðendum forskot á þá sem byggja fiskeldisstöð frá grunni. Ívilnunarsamningur Matorku og íslenska ríkisins hefur verið talinn samkeppnisraskandi af þeim aðilum sem fyrir eru á markaði. Forsvarsmenn Matorku spyrja sig hins vegar hvort kaup Samherja á þrotabúum „á hrakvirði“ sé ekki samkeppnisröskun einnig. „Við erum ekki að benda á eitthvert eitt fyrirtæki í þessu samhengi,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. „Eldisiðnaðurinn á Íslandi er byggður upp á gömlum stöðvum og keyptur út úr þrotabúum á lágu verði og við vekjum máls á muninum á því og að byggja upp stöð frá grunni.“ Jón Kjartan segir ekki rétt að stöðvar hafi verið keyptar á hrakvirði út úr þrotabúum. „Allar stöðvar sem eru í eigu félagsins hafa verið keyptar í fullum rekstri á markaðsverði af einstaklingum sem höfðu verið eigendur þeirra frá stofnun eða til nokkurra ára,“ segir Jón. Forsvarsmenn Matorku ætla sér að framleiða um 3.000 tonn á ári. „Til að auka sölu á bleikju þarf að auka framleiðslugetuna á markaðnum, það liggur í hlutarins eðli. Það mun skila sér í auknum gjaldeyristekjum og fleiri störfum á landinu og leiðir aðeins gott af sér,“ segir Árni Páll.
Alþingi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira