Karelía Þorvaldur Gylfason skrifar 16. apríl 2015 07:00 Ég gleymi henni aldrei, ferðinni aftur heim. Lestin sniglaðist í vesturátt. Þegar hún nálgaðist landamærin, fleygði bandarískur ferðamaður húfunni sinni hátt upp í loftið eins og í geðshræringu og hrópaði: Sjáið þið muninn? Sjáið þið kýrnar? Hann tók eftir því eins og við hin, að beljurnar voru grindhoraðar og vansælar að sjá austan megin við gaddavírinn, en í góðum holdum og eftir því sællegar vestan megin. Annað var eftir þessu. Þetta voru landamæri Finnlands og Rússlands. Árið var 1982. Á leiðinni heim frá Leníngrad til Helsinki höfðum við stanzað í Viborg, sem var fram að síðari heimsstyrjöldinni menningarhöfuðborg Finnlands og næststærsta borg landsins með 80.000 íbúa. Borgin hét þá Viipuri og var nú ekki nema svipur hjá sjón röskum 40 árum síðar. Niðurníðslan virtist alger. Puri eða pori þýðir borg eða kastali á finnsku, sbr. t.d. indversku borgaheitin Jaipur og Udaipur.Forsagan Vetrarstríðinu milli Finna og Rússa 1939-1940 lauk svo, að Rússar lögðu undir sig obbann af Karelíu við landamæri Rússlands. Hertekna svæðið nam 11% af flatarmáli Finnlands, þar á meðal Viborg, og 30% af atvinnutækjum landsins. Finnar héldu aðeins litlum hluta Karelíu eftir sín megin nýrra landamæra. Sú skipan hefur haldizt óbreytt æ síðan. Finnar neyddust til að greiða Rússum himinháar stríðsskaðabætur – fyrir að berjast gegn innrás Rússa. Ætla mætti, að Rússar hefðu eftir 1991 séð ástæðu til að snúa við niðurníðslunni í Karelíu af völdum stjórnar kommúnista. En það varð ekki, öðru nær. Vinir mínir tveir, Emil Ems og Per Magnus Wijkman, fv. hagfræðingar hjá EFTA í Genf, fóru fyrir nokkru um Karelíu og birtu á vefnum myndskreytta frásögn af ferð sinni. Myndir þeirra og sögur vitna um seigdrepandi vanhirðu og eymd. Fólkið í Karelíu veit allt um umskiptin, sem átt hafa sér stað í Eystrasaltslöndunum, síðan þau losnuðu undan oki Sovétstjórnarinnar fyrir aldarfjórðungi. Í þeim hildarleik unnu Íslendingar sjaldgæft afrek á vettvangi heimsmálanna, þegar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gekk fram fyrir skjöldu á ögurstundu, fyrstur manna úr hópi utanríkisráðherra Nató-ríkja. Hann þorði. Umskiptin við Eystrasalt voru pólitísk ekki síður en efnahagsleg. Þau fólu í sér aðild að ESB með upptöku evrunnar og öllu saman svo fljótt sem verða mátti ásamt aðild að Nató 2004. Höfuðborgirnar Tallinn, Ríga og Vilníus hafa nú yfirbragð stöndugra borga líkt og Moskva og Pétursborg, en þar strandar hliðstæðan. Munurinn á borg og sveit í Eystrasaltslöndunum er minni en í Rússlandi. Miklu hærra hlutfall mannfjöldans í Eistlandi, Lettlandi og Litháen býr í höfuðborgum landanna en nemur hlutdeild Moskvu og Pétursborgar í heildarmannfjölda Rússlands, enda er Rússland risavaxið. Lækkun olíuverðs um næstum helming frá í fyrra er búhnykkur við Eystrasalt, þar eð innflutt eldsneyti og önnur innflutt vara og þjónusta kostar nú miklu minna þar en áður, en hún er áfall fyrir Rússa. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Eystrasaltslöndunum þrem er nú kominn langt upp fyrir Rússland. Fólkið í Karelíu hlýtur að spyrja sig: Hvers vegna megum við ekki losna líka? Pútín forseti Rússlands og hans menn skilja þetta. Þeir skekja vopn sín, hafa í hótunum við Eystrasaltslöndin og Danmörku og saka Finna að tilhæfulausu um að ráðgera kröfur um endurheimt Karelíu.Brúni herinn Um miðjan marz var haldinn fundur evrópskra þjóðernissinna í Pétursborg, áður Leníngrad, og sátu hann fulltrúar frá mörgum Evrópulöndum. Nick Griffin, fv. formaður Brezka þjóðarflokksins, rifjaði það upp í ræðu sinni, að Evrópuþjóðirnar – Bretar, Frakkar, Hollendingar, Portúgalar, Spánverjar, Þjóðverjar – hefðu skipzt á um að veita álfunni forustu. Og nú er röðin komin að Rússum, sagði hann og uppskar fagnaðarlæti viðstaddra. Ekki er vitað, hvort íslenzkir fulltrúar sátu fundinn. Mikið hlýtur þá suma að hafa langað til að fá að vera þar. „Ég styð tvo forseta: Pútín og Ólaf Ragnar Grímsson,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Orðunefndar, í útvarpi 14. nóvember sl. Vladimir Pútín forseti ætlar að halda mikla hersýningu á Rauða torginu í Moskvu 9. maí nk. líkt og áður á þessum degi til að fagna 70 ára afmæli sigurs Rússa og bandamanna á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Leiðtogar Norðurlanda og annarra Vestur-Evrópulanda auk Eystrasaltslandanna, Bandaríkjanna og Kanada hafa afþakkað boðið til að votta andúð sína á framferði Rússa í Úkraínu og víðar. Rússneska fréttastofan Tass hermir, að forseti Íslands hafi þegið boðið til Moskvu 9. maí ásamt leiðtogum Indlands, Kína, Norður-Kóreu, Serbíu, Svartfjallalands, Ungverjalands, Víetnams og nokkurra annarra landa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Ég gleymi henni aldrei, ferðinni aftur heim. Lestin sniglaðist í vesturátt. Þegar hún nálgaðist landamærin, fleygði bandarískur ferðamaður húfunni sinni hátt upp í loftið eins og í geðshræringu og hrópaði: Sjáið þið muninn? Sjáið þið kýrnar? Hann tók eftir því eins og við hin, að beljurnar voru grindhoraðar og vansælar að sjá austan megin við gaddavírinn, en í góðum holdum og eftir því sællegar vestan megin. Annað var eftir þessu. Þetta voru landamæri Finnlands og Rússlands. Árið var 1982. Á leiðinni heim frá Leníngrad til Helsinki höfðum við stanzað í Viborg, sem var fram að síðari heimsstyrjöldinni menningarhöfuðborg Finnlands og næststærsta borg landsins með 80.000 íbúa. Borgin hét þá Viipuri og var nú ekki nema svipur hjá sjón röskum 40 árum síðar. Niðurníðslan virtist alger. Puri eða pori þýðir borg eða kastali á finnsku, sbr. t.d. indversku borgaheitin Jaipur og Udaipur.Forsagan Vetrarstríðinu milli Finna og Rússa 1939-1940 lauk svo, að Rússar lögðu undir sig obbann af Karelíu við landamæri Rússlands. Hertekna svæðið nam 11% af flatarmáli Finnlands, þar á meðal Viborg, og 30% af atvinnutækjum landsins. Finnar héldu aðeins litlum hluta Karelíu eftir sín megin nýrra landamæra. Sú skipan hefur haldizt óbreytt æ síðan. Finnar neyddust til að greiða Rússum himinháar stríðsskaðabætur – fyrir að berjast gegn innrás Rússa. Ætla mætti, að Rússar hefðu eftir 1991 séð ástæðu til að snúa við niðurníðslunni í Karelíu af völdum stjórnar kommúnista. En það varð ekki, öðru nær. Vinir mínir tveir, Emil Ems og Per Magnus Wijkman, fv. hagfræðingar hjá EFTA í Genf, fóru fyrir nokkru um Karelíu og birtu á vefnum myndskreytta frásögn af ferð sinni. Myndir þeirra og sögur vitna um seigdrepandi vanhirðu og eymd. Fólkið í Karelíu veit allt um umskiptin, sem átt hafa sér stað í Eystrasaltslöndunum, síðan þau losnuðu undan oki Sovétstjórnarinnar fyrir aldarfjórðungi. Í þeim hildarleik unnu Íslendingar sjaldgæft afrek á vettvangi heimsmálanna, þegar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gekk fram fyrir skjöldu á ögurstundu, fyrstur manna úr hópi utanríkisráðherra Nató-ríkja. Hann þorði. Umskiptin við Eystrasalt voru pólitísk ekki síður en efnahagsleg. Þau fólu í sér aðild að ESB með upptöku evrunnar og öllu saman svo fljótt sem verða mátti ásamt aðild að Nató 2004. Höfuðborgirnar Tallinn, Ríga og Vilníus hafa nú yfirbragð stöndugra borga líkt og Moskva og Pétursborg, en þar strandar hliðstæðan. Munurinn á borg og sveit í Eystrasaltslöndunum er minni en í Rússlandi. Miklu hærra hlutfall mannfjöldans í Eistlandi, Lettlandi og Litháen býr í höfuðborgum landanna en nemur hlutdeild Moskvu og Pétursborgar í heildarmannfjölda Rússlands, enda er Rússland risavaxið. Lækkun olíuverðs um næstum helming frá í fyrra er búhnykkur við Eystrasalt, þar eð innflutt eldsneyti og önnur innflutt vara og þjónusta kostar nú miklu minna þar en áður, en hún er áfall fyrir Rússa. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Eystrasaltslöndunum þrem er nú kominn langt upp fyrir Rússland. Fólkið í Karelíu hlýtur að spyrja sig: Hvers vegna megum við ekki losna líka? Pútín forseti Rússlands og hans menn skilja þetta. Þeir skekja vopn sín, hafa í hótunum við Eystrasaltslöndin og Danmörku og saka Finna að tilhæfulausu um að ráðgera kröfur um endurheimt Karelíu.Brúni herinn Um miðjan marz var haldinn fundur evrópskra þjóðernissinna í Pétursborg, áður Leníngrad, og sátu hann fulltrúar frá mörgum Evrópulöndum. Nick Griffin, fv. formaður Brezka þjóðarflokksins, rifjaði það upp í ræðu sinni, að Evrópuþjóðirnar – Bretar, Frakkar, Hollendingar, Portúgalar, Spánverjar, Þjóðverjar – hefðu skipzt á um að veita álfunni forustu. Og nú er röðin komin að Rússum, sagði hann og uppskar fagnaðarlæti viðstaddra. Ekki er vitað, hvort íslenzkir fulltrúar sátu fundinn. Mikið hlýtur þá suma að hafa langað til að fá að vera þar. „Ég styð tvo forseta: Pútín og Ólaf Ragnar Grímsson,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Orðunefndar, í útvarpi 14. nóvember sl. Vladimir Pútín forseti ætlar að halda mikla hersýningu á Rauða torginu í Moskvu 9. maí nk. líkt og áður á þessum degi til að fagna 70 ára afmæli sigurs Rússa og bandamanna á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Leiðtogar Norðurlanda og annarra Vestur-Evrópulanda auk Eystrasaltslandanna, Bandaríkjanna og Kanada hafa afþakkað boðið til að votta andúð sína á framferði Rússa í Úkraínu og víðar. Rússneska fréttastofan Tass hermir, að forseti Íslands hafi þegið boðið til Moskvu 9. maí ásamt leiðtogum Indlands, Kína, Norður-Kóreu, Serbíu, Svartfjallalands, Ungverjalands, Víetnams og nokkurra annarra landa.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun