Megas að stæla Þorvald að stæla sig Magnús Guðmundsson skrifar 17. apríl 2015 12:00 Skúli Sverrisson tónlistarmaður segir að þeir Megas hafi á prjónunum að gefa efnið út með haustinu. Visir/Pjetur Einn af mörgum athyglisverðum viðburðum á Listahátíðinni í Reykjavík í ár eru fyrirhugaðir tónleikar í Gamla Bíói þann 26. maí næstkomandi. Þar ætla Megas og Skúli Sverrisson að leiða saman hesta sína ásamt hljómsveit og frumflytja Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar. Flestir þekkja Þorvald sem myndlistarmann, leikskáld, rithöfund og fyrirlesara en færri vita að í honum bjó einnig tónskáld. Þorvaldur lést árið 2013 langt fyrir aldur fram og skildi eftir sig einstakt og fjölbreytt höfundarverk eftir glæsilegan feril. Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur lengi unnið með fjölmörgum þekktum tónlistarmönnum en hann segir að leiðir þeirra Þorvaldar hafi fyrst legið saman þegar þeir voru báðir búsettir í LA fyrir mörgum árum. „Okkur varð strax vel til vina og Þorvaldur var alveg einstakur maður – ótrúlega fjölhæfur listamaður. Ég vissi þó ekki fyrr en eftir andlát hans að það hefði búið í honum tónskáld til viðbótar við alla hina hæfileikana. Það kom þannig til að þegar Þorvaldur lést sá ég um tónlistina fyrir útförina. Ég vissi af því að Þorvaldur hefði verið mikill unnandi Megasar og að hann hefði verið mikilvægur í hans lífi, bæði sem listamaður og vinur. Þannig að ég setti mig í samband við Megas og bað hann um að velja lag til þess að flytja við útförina. Megas sagðist ætla að hugsa málið og þegar ég fór svo að hitta hann nokkru síðar þá rétti hann mér disk og sagðist vera búinn að velja. Megas hafði valið Manni endist varla ævin, eftir Þorvald, og það var að finna á þessum disk ásamt fleiri fínum tónsmíðum og hreint út sagt mögnuðum textum.“Sjá einnig: Þarf að vera í sambandi við djúpið Það sem var á disknum sem Megas afhenti Skúla var efni sem Þorvaldur tók upp ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum þegar hann var í framhaldsnámi í myndlist í Hollandi seint á níunda áratugnum. Þessar upptökur lágu ónýttar þar til fyrir nokkrum árum að Þorvaldur leyfði Megasi að heyra þær. Þeir höfðu verið skólafélagar í Myndlista- og handíðaskólanum og unnið saman þegar Megas samdi tónlist við texta Þorvaldar í leikriti hans Lífið – notkunarreglur. Fimm af þeim lögum komu út á plötunni (Hugboð um) vandræði árið 2011. Undirtektir Megasar voru svo góðar að Þorvaldur fór að vinna með lögin aftur og notaði hljómborð sem Helena kona hans gaf honum í jólagjöf en aðeins fáum vikum síðar varð hann bráðkvaddur á heimili þeirra í Antwerpen í Belgíu. „Við Megas höfum verið að ræða þetta okkar á milli og úr varð að við ætlum að taka upp í vor auk þess að blása til þessara tónleika á Listahátíð. Það gladdi Þorvald alltaf mikið að Megas skyldi vera ánægður með það sem hann var að gera. Þorvaldur varð fyrir miklum áhrifum frá Megasi og stældi hann tvímælalaust, það leynir sér ekkert á upptökunum frá Hollandi. En nú er þetta komið í ákveðinn hring þar sem Megas reynir að stæla Þorvald að stæla sig. Þannig kemur Þorvaldur fram með Ósómaljóðin á Listahátíðinni í Reykjavík í ár.“ Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Einn af mörgum athyglisverðum viðburðum á Listahátíðinni í Reykjavík í ár eru fyrirhugaðir tónleikar í Gamla Bíói þann 26. maí næstkomandi. Þar ætla Megas og Skúli Sverrisson að leiða saman hesta sína ásamt hljómsveit og frumflytja Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar. Flestir þekkja Þorvald sem myndlistarmann, leikskáld, rithöfund og fyrirlesara en færri vita að í honum bjó einnig tónskáld. Þorvaldur lést árið 2013 langt fyrir aldur fram og skildi eftir sig einstakt og fjölbreytt höfundarverk eftir glæsilegan feril. Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur lengi unnið með fjölmörgum þekktum tónlistarmönnum en hann segir að leiðir þeirra Þorvaldar hafi fyrst legið saman þegar þeir voru báðir búsettir í LA fyrir mörgum árum. „Okkur varð strax vel til vina og Þorvaldur var alveg einstakur maður – ótrúlega fjölhæfur listamaður. Ég vissi þó ekki fyrr en eftir andlát hans að það hefði búið í honum tónskáld til viðbótar við alla hina hæfileikana. Það kom þannig til að þegar Þorvaldur lést sá ég um tónlistina fyrir útförina. Ég vissi af því að Þorvaldur hefði verið mikill unnandi Megasar og að hann hefði verið mikilvægur í hans lífi, bæði sem listamaður og vinur. Þannig að ég setti mig í samband við Megas og bað hann um að velja lag til þess að flytja við útförina. Megas sagðist ætla að hugsa málið og þegar ég fór svo að hitta hann nokkru síðar þá rétti hann mér disk og sagðist vera búinn að velja. Megas hafði valið Manni endist varla ævin, eftir Þorvald, og það var að finna á þessum disk ásamt fleiri fínum tónsmíðum og hreint út sagt mögnuðum textum.“Sjá einnig: Þarf að vera í sambandi við djúpið Það sem var á disknum sem Megas afhenti Skúla var efni sem Þorvaldur tók upp ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum þegar hann var í framhaldsnámi í myndlist í Hollandi seint á níunda áratugnum. Þessar upptökur lágu ónýttar þar til fyrir nokkrum árum að Þorvaldur leyfði Megasi að heyra þær. Þeir höfðu verið skólafélagar í Myndlista- og handíðaskólanum og unnið saman þegar Megas samdi tónlist við texta Þorvaldar í leikriti hans Lífið – notkunarreglur. Fimm af þeim lögum komu út á plötunni (Hugboð um) vandræði árið 2011. Undirtektir Megasar voru svo góðar að Þorvaldur fór að vinna með lögin aftur og notaði hljómborð sem Helena kona hans gaf honum í jólagjöf en aðeins fáum vikum síðar varð hann bráðkvaddur á heimili þeirra í Antwerpen í Belgíu. „Við Megas höfum verið að ræða þetta okkar á milli og úr varð að við ætlum að taka upp í vor auk þess að blása til þessara tónleika á Listahátíð. Það gladdi Þorvald alltaf mikið að Megas skyldi vera ánægður með það sem hann var að gera. Þorvaldur varð fyrir miklum áhrifum frá Megasi og stældi hann tvímælalaust, það leynir sér ekkert á upptökunum frá Hollandi. En nú er þetta komið í ákveðinn hring þar sem Megas reynir að stæla Þorvald að stæla sig. Þannig kemur Þorvaldur fram með Ósómaljóðin á Listahátíðinni í Reykjavík í ár.“
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira