Brynjar: Man ekki eftir að hafa mætt jafn öflugum íþróttamanni og Bonneau Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. apríl 2015 06:30 Það er pressa á Brynjari og félögum á heimavelli í kvöld. fréttablaðið/stefán „Nei, ég get ekki sagt að við séum að fara á taugum. Ég finn ekki fyrir neinu aukaálagi,“ segir Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, yfirvegaður er Fréttablaðið heyrði í honum í gær. KR tekur á móti Njarðvík í kvöld í oddaleik í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR vann fyrstu tvo leikina en Njarðvík hefur svarað fyrir sig og tók KR í bakaríið í síðasta leik. „Það hefur gerst áður að lið detti niður á milli leikja og Njarðvík hitti á frábæran leik síðast á meðan við fundum okkur ekki. Njarðvík er líka með frábæran heimavöll. Við höfum verið of hægir og einfaldir í varnarleiknum í síðustu leikjum. Við vitum vel hvað þarf að laga og ef það tekst þá er ég bjartsýnn á að við klárum dæmið.“ Brynjar segir að KR hafi alltaf vitað að það væri ekkert hægt að labba í gegnum Njarðvíkurliðið. „Þetta er hörkulið og stemning í kringum liðið. Svo er liðið með listamann í Stefan Bonneau. Ég man ekki eftir að hafa spilað gegn svona öflugum íþróttamanni. Hann er með sprengikraft og getur eiginlega allt. Það er magnað að fylgjast með honum.“ Fyrirliðinn segir að það hafi eðlilega haft áhrif á KR að Pavel Ermolinskij hafi ekki getað beitt sér eðlilega í þessum leikjum. „Taktu Stefan úr Njarðvík og Darrel Lewis úr Stólunum. Þá veikjast liðin mikið og það er sama hjá okkur. Það riðlast allt hjá okkur og brenglast hlutverkaskipan sem er búin að þróast í allan vetur. Ég er stoltur af liðinu og hvernig það hefur brugðist við. Við kláruðum Grindavík sannfærandi og erum komnir í fimmta leik gegn flottu liði Njarðvíkur þó svo að Pavel sé ekki í sínu eðlilega hlutverki,“ segir Brynjar Þór sem elskar að spila leiki þar sem allt er undir. „Það er pressa og bara titill eða „böst“ hjá okkur. Ég vil komast í úrslit og pressan lætur mann spila betur. Mér finnst langskemmtilegast að spila þessa leiki. Þetta er rjóminn sem maður er að leita að.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
„Nei, ég get ekki sagt að við séum að fara á taugum. Ég finn ekki fyrir neinu aukaálagi,“ segir Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, yfirvegaður er Fréttablaðið heyrði í honum í gær. KR tekur á móti Njarðvík í kvöld í oddaleik í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR vann fyrstu tvo leikina en Njarðvík hefur svarað fyrir sig og tók KR í bakaríið í síðasta leik. „Það hefur gerst áður að lið detti niður á milli leikja og Njarðvík hitti á frábæran leik síðast á meðan við fundum okkur ekki. Njarðvík er líka með frábæran heimavöll. Við höfum verið of hægir og einfaldir í varnarleiknum í síðustu leikjum. Við vitum vel hvað þarf að laga og ef það tekst þá er ég bjartsýnn á að við klárum dæmið.“ Brynjar segir að KR hafi alltaf vitað að það væri ekkert hægt að labba í gegnum Njarðvíkurliðið. „Þetta er hörkulið og stemning í kringum liðið. Svo er liðið með listamann í Stefan Bonneau. Ég man ekki eftir að hafa spilað gegn svona öflugum íþróttamanni. Hann er með sprengikraft og getur eiginlega allt. Það er magnað að fylgjast með honum.“ Fyrirliðinn segir að það hafi eðlilega haft áhrif á KR að Pavel Ermolinskij hafi ekki getað beitt sér eðlilega í þessum leikjum. „Taktu Stefan úr Njarðvík og Darrel Lewis úr Stólunum. Þá veikjast liðin mikið og það er sama hjá okkur. Það riðlast allt hjá okkur og brenglast hlutverkaskipan sem er búin að þróast í allan vetur. Ég er stoltur af liðinu og hvernig það hefur brugðist við. Við kláruðum Grindavík sannfærandi og erum komnir í fimmta leik gegn flottu liði Njarðvíkur þó svo að Pavel sé ekki í sínu eðlilega hlutverki,“ segir Brynjar Þór sem elskar að spila leiki þar sem allt er undir. „Það er pressa og bara titill eða „böst“ hjá okkur. Ég vil komast í úrslit og pressan lætur mann spila betur. Mér finnst langskemmtilegast að spila þessa leiki. Þetta er rjóminn sem maður er að leita að.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira