Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot sveinn arnarsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot framin á virkum dögum á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar séu hjúkrunarfræðingar skikkaðir til að ganga í störf þeirra. fréttablaðið/auðunn Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot vera framin á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hefur félagið sent bréf til Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga við sjúkrahúsið, þar sem krafist er að meint verkfallsbrot verði stöðvuð. Lífeindafræðingar, sem eru félagar í Bandalagi háskólamanna, hafa verið í verkfalli á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá því 7. apríl síðastliðinn. Lífeindafræðingar eru í verkfalli alla virka daga til hádegis.Lífeindafræðingar hafa hingað til sinnt þeirri iðju að taka almennar blóðprufur á spítalanum á meðan hjúkrunarfræðingar hafa tekið blóðprufur í bráðatilvikum. Í bréfi Félags lífeindafræðinga til spítalans er því haldið fram að í verkfalli lífeindafræðinga hafa hjúkrunarfræðingar verið skikkaðir til að ganga í þeirra störf og taka almennar blóðprufur. „Viðkomandi stafsmaður á sjúkradeild er með þessu settur í mjög óþægilega stöðu. Í fyrsta lagi ber honum að hlýða skipunum yfirmanna en að sama skapi veit viðkomandi að með þessu er hann að fremja verkfallsbrot,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Gyðu Hrönn Einarsdóttur, formanni Félags lífeindafræðinga.Gyða Hrönn STefánsdóttir Formaður félags lífeindafræðinga.„Við förum fram á að þessu verði hætt og að hjúkrunarfræðingar séu ekki skikkaðir til að ganga í okkar verk á meðan verkfall stendur yfir. Einnig sjáum við ekki fyrir endann á verkfalli þar sem lítið þokast í kjaraviðræðunum,“ segir Gyða Hrönn. „Við sendum einnig Landspítalanum sams konar bréf í upphafi verkfallsaðgerða þar sem við förum fram á hið sama.“ Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir bréfið hafa verið tekið til skoðunar og það sent á alla yfirmenn deilda spítalans. „Við tökum bréfið auðvitað til greina og brýnum fyrir fólki að standa rétt að blóðsýnatöku. Þetta er hins vegar ekki svo einfalt heldur þurfum við að meta hvert tilvik fyrir sig með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ segir Sigurður. Frá því að verkfallsaðgerðir hófust hefur sjúkrahúsið þurft að fresta á þriðja tug aðgerða og biðlistar lengst. „Þetta verkfall hefur mikil áhrif á störf spítalans og biðlistar í valkvæðar aðgerðir eins og liðskiptaaðgerðir lengjast með hverjum deginum og eru biðlistar í þær aðgerðir langir nú þegar.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot vera framin á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hefur félagið sent bréf til Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga við sjúkrahúsið, þar sem krafist er að meint verkfallsbrot verði stöðvuð. Lífeindafræðingar, sem eru félagar í Bandalagi háskólamanna, hafa verið í verkfalli á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá því 7. apríl síðastliðinn. Lífeindafræðingar eru í verkfalli alla virka daga til hádegis.Lífeindafræðingar hafa hingað til sinnt þeirri iðju að taka almennar blóðprufur á spítalanum á meðan hjúkrunarfræðingar hafa tekið blóðprufur í bráðatilvikum. Í bréfi Félags lífeindafræðinga til spítalans er því haldið fram að í verkfalli lífeindafræðinga hafa hjúkrunarfræðingar verið skikkaðir til að ganga í þeirra störf og taka almennar blóðprufur. „Viðkomandi stafsmaður á sjúkradeild er með þessu settur í mjög óþægilega stöðu. Í fyrsta lagi ber honum að hlýða skipunum yfirmanna en að sama skapi veit viðkomandi að með þessu er hann að fremja verkfallsbrot,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Gyðu Hrönn Einarsdóttur, formanni Félags lífeindafræðinga.Gyða Hrönn STefánsdóttir Formaður félags lífeindafræðinga.„Við förum fram á að þessu verði hætt og að hjúkrunarfræðingar séu ekki skikkaðir til að ganga í okkar verk á meðan verkfall stendur yfir. Einnig sjáum við ekki fyrir endann á verkfalli þar sem lítið þokast í kjaraviðræðunum,“ segir Gyða Hrönn. „Við sendum einnig Landspítalanum sams konar bréf í upphafi verkfallsaðgerða þar sem við förum fram á hið sama.“ Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir bréfið hafa verið tekið til skoðunar og það sent á alla yfirmenn deilda spítalans. „Við tökum bréfið auðvitað til greina og brýnum fyrir fólki að standa rétt að blóðsýnatöku. Þetta er hins vegar ekki svo einfalt heldur þurfum við að meta hvert tilvik fyrir sig með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ segir Sigurður. Frá því að verkfallsaðgerðir hófust hefur sjúkrahúsið þurft að fresta á þriðja tug aðgerða og biðlistar lengst. „Þetta verkfall hefur mikil áhrif á störf spítalans og biðlistar í valkvæðar aðgerðir eins og liðskiptaaðgerðir lengjast með hverjum deginum og eru biðlistar í þær aðgerðir langir nú þegar.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira