Einstaklingsfrelsi til hægri Frosti Logason skrifar 7. maí 2015 07:00 Glöggur bankastarfsmaður vakti í vikunni athygli á meintri vinstrislagsíðu í félagsfræðikennslu Fjölbrautaskólans í Ármúla. Birti hann skjáskot af námsefninu á Facebook-síðu sinni þar fjöldi þekktra hægri- og vinstrimanna tjáði sig svo í athugasemdum. Við myndina skrifar viðkomandi: „Glósur kennara í stjórnmálafræðikúrs í ónefndum framhaldsskóla! Gott að vita að börnunum eru kennd fræðin af hlutleysi og yfirvegun.“ Mér finnst svo sem ekkert skrýtið að einhverjum hægrimönnum hafi misboðið framsetningin, en á skjáskotinu mátti sjá glæru með grunngildum vinstrimanna stilltum upp á móti gildum hægrimanna. Fólki sem flokkað er til vinstri voru þarna eignuð hugtök eins og mannréttindi, félagshyggja og jafnrétti, á meðan hægrafólkið var látið sitja uppi með eignarréttinn, einstaklingshyggjuna og ójöfnuðinn. Vinstrið fyrir réttlætið, hægrið um óréttlætið, gæti hafa verið slagorð glærunnar. Alþjóðahyggja og trú á rökhyggju voru einnig mál vinstrimanna í þessu námsefni á meðan þjóðernishyggja og vantrú á rökhyggju voru eignaðar hægrinu. Sjálfur hef ég talið mig lengst af hallast frekar á hægrivæng stjórnmála en vinstri þar sem ég er til að mynda hlynntur öllu einkaframtaki og frábið mér alla forræðishyggju stjórnvalda í hvaða mynd sem hún kann að birtast. Sennilega yrði ég best flokkaður sem frjálshyggjumaður. Þó næ ég ekki að skilgreina mig í þann flokk hægrimanna sem birtist á umræddri glæru félagsfræðikennarans í Ármúla. En í því felst kannski einmitt vandamálið. Hægristefnan á Íslandi í dag á fátt skylt við einstaklingsfrelsið og í raun gera þeir flokkar sem teljast vera á hægrivæng stjórnmála á Íslandi í dag lítið til að gera mér auðveldara að haga lífi mínu eins og ég myndi kjósa. Fáir útvaldir vinir og vandamenn helstu stjórnmálaleiðtoga fá að kaupa félög í eigu ríkisins á spottprís eingöngu til þess að greiða sér hundruð milljóna í arð augnablikum síðar. Matvörur, klæðnaður og aðrar nauðsynjar að utan fást ekki nema á okurverði sökum tolla og skatta því eins og allir vita er nauðsynlegt að vernda þá miklu gæðavöru sem framleidd er hér á landi. Að lokum megum við svo vera þakklát fyrir trúfrelsið og rökhyggjuna sem fylgt hefur miðaldastofnunum á borð við þjóðkirkjuna. Þar er hornsteinninn auðvitað einstaklingsfrelsi. Guði sé lof fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun
Glöggur bankastarfsmaður vakti í vikunni athygli á meintri vinstrislagsíðu í félagsfræðikennslu Fjölbrautaskólans í Ármúla. Birti hann skjáskot af námsefninu á Facebook-síðu sinni þar fjöldi þekktra hægri- og vinstrimanna tjáði sig svo í athugasemdum. Við myndina skrifar viðkomandi: „Glósur kennara í stjórnmálafræðikúrs í ónefndum framhaldsskóla! Gott að vita að börnunum eru kennd fræðin af hlutleysi og yfirvegun.“ Mér finnst svo sem ekkert skrýtið að einhverjum hægrimönnum hafi misboðið framsetningin, en á skjáskotinu mátti sjá glæru með grunngildum vinstrimanna stilltum upp á móti gildum hægrimanna. Fólki sem flokkað er til vinstri voru þarna eignuð hugtök eins og mannréttindi, félagshyggja og jafnrétti, á meðan hægrafólkið var látið sitja uppi með eignarréttinn, einstaklingshyggjuna og ójöfnuðinn. Vinstrið fyrir réttlætið, hægrið um óréttlætið, gæti hafa verið slagorð glærunnar. Alþjóðahyggja og trú á rökhyggju voru einnig mál vinstrimanna í þessu námsefni á meðan þjóðernishyggja og vantrú á rökhyggju voru eignaðar hægrinu. Sjálfur hef ég talið mig lengst af hallast frekar á hægrivæng stjórnmála en vinstri þar sem ég er til að mynda hlynntur öllu einkaframtaki og frábið mér alla forræðishyggju stjórnvalda í hvaða mynd sem hún kann að birtast. Sennilega yrði ég best flokkaður sem frjálshyggjumaður. Þó næ ég ekki að skilgreina mig í þann flokk hægrimanna sem birtist á umræddri glæru félagsfræðikennarans í Ármúla. En í því felst kannski einmitt vandamálið. Hægristefnan á Íslandi í dag á fátt skylt við einstaklingsfrelsið og í raun gera þeir flokkar sem teljast vera á hægrivæng stjórnmála á Íslandi í dag lítið til að gera mér auðveldara að haga lífi mínu eins og ég myndi kjósa. Fáir útvaldir vinir og vandamenn helstu stjórnmálaleiðtoga fá að kaupa félög í eigu ríkisins á spottprís eingöngu til þess að greiða sér hundruð milljóna í arð augnablikum síðar. Matvörur, klæðnaður og aðrar nauðsynjar að utan fást ekki nema á okurverði sökum tolla og skatta því eins og allir vita er nauðsynlegt að vernda þá miklu gæðavöru sem framleidd er hér á landi. Að lokum megum við svo vera þakklát fyrir trúfrelsið og rökhyggjuna sem fylgt hefur miðaldastofnunum á borð við þjóðkirkjuna. Þar er hornsteinninn auðvitað einstaklingsfrelsi. Guði sé lof fyrir það.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun