Hjálmlaus lífsstíll Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 8. maí 2015 06:00 Átakið Hjólað í vinnuna hófst með pompi og prakt í fyrradag. Líkt og um náttúrulögmál væri að ræða hófst strax umræða um hjálmleysi þátttakenda í stað þess að fjalla um hinn stórkostlega samfélagslega ávinning sem hlýst af auknum hjólreiðum. Það er af nægu að taka í þeim efnum en hjólreiðar leiða til sparnaðar í heimilisrekstri, þær draga úr umhverfiskostnaði samfélagsins, stuðla að auknu heilbrigði og geta sparað milljarða í viðhaldi vegakerfisins. Það er líka öruggt og fljótlegt að hjóla á milli staða, sama hvort fólk er með hjálm á höfðinu eða ekki. Hætturnar í samfélaginu leynast víða og fólk getur fengið höfuðhögg við ótrúlegustu aðstæður. Samt hneykslast enginn á hjálmleysi fólks í daglegu amstri. Ef einhver vill hafa skoðun á því hvort ég hjóla með hjálm eða ekki ætti viðkomandi með réttu að hafa skoðun á því hvort ég nota hjálm frá morgni til kvölds, óháð því hvað ég er að gera. Höfuðhögg sem fólk verður fyrir inni í bílunum sínum valda mun fleiri dauðsföllum árlega en höfuðhögg vegna hjólreiða. Það er öllum í hag að hjólreiðar verði hluti af daglegu amstri fólks og til að svo megi verða þarf að skilgreina þær upp á nýtt í huga fólks. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að setja sig í stellingar og brynja sig með öryggisbúnaði til að stíga upp á hjól frekar en það vill. Raunverulegt öryggi vegfarenda, hvort sem þeir eru gangandi eða hjólandi, felst í fjöldanum. Því fleiri sem hjóla, þeim mun öruggari verða hjólreiðar. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk hjólar ekki með hjálm í öllum helstu hjólreiðaborgum heims. Staðreyndin er sú að þrýstingur á hjálmnotkun hjólreiðafólks dregur úr hjólreiðum og skapar því meiri hættu en minni fyrir þá sem hjóla á annað borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Átakið Hjólað í vinnuna hófst með pompi og prakt í fyrradag. Líkt og um náttúrulögmál væri að ræða hófst strax umræða um hjálmleysi þátttakenda í stað þess að fjalla um hinn stórkostlega samfélagslega ávinning sem hlýst af auknum hjólreiðum. Það er af nægu að taka í þeim efnum en hjólreiðar leiða til sparnaðar í heimilisrekstri, þær draga úr umhverfiskostnaði samfélagsins, stuðla að auknu heilbrigði og geta sparað milljarða í viðhaldi vegakerfisins. Það er líka öruggt og fljótlegt að hjóla á milli staða, sama hvort fólk er með hjálm á höfðinu eða ekki. Hætturnar í samfélaginu leynast víða og fólk getur fengið höfuðhögg við ótrúlegustu aðstæður. Samt hneykslast enginn á hjálmleysi fólks í daglegu amstri. Ef einhver vill hafa skoðun á því hvort ég hjóla með hjálm eða ekki ætti viðkomandi með réttu að hafa skoðun á því hvort ég nota hjálm frá morgni til kvölds, óháð því hvað ég er að gera. Höfuðhögg sem fólk verður fyrir inni í bílunum sínum valda mun fleiri dauðsföllum árlega en höfuðhögg vegna hjólreiða. Það er öllum í hag að hjólreiðar verði hluti af daglegu amstri fólks og til að svo megi verða þarf að skilgreina þær upp á nýtt í huga fólks. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að setja sig í stellingar og brynja sig með öryggisbúnaði til að stíga upp á hjól frekar en það vill. Raunverulegt öryggi vegfarenda, hvort sem þeir eru gangandi eða hjólandi, felst í fjöldanum. Því fleiri sem hjóla, þeim mun öruggari verða hjólreiðar. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk hjólar ekki með hjálm í öllum helstu hjólreiðaborgum heims. Staðreyndin er sú að þrýstingur á hjálmnotkun hjólreiðafólks dregur úr hjólreiðum og skapar því meiri hættu en minni fyrir þá sem hjóla á annað borð.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun