Þurfa dýralækni með hitamæli Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Gunnar Bergmann Jónsson. Fréttablaðið/Vilhelm „Við verðum að bíða og sjá hvað verður með framvinduna,“ segir Gunnar Bergmann, eigandi Hrefnuveiðimanna. Hann segir allt til reiðu að halda til veiða, en hrefnuveiðitímabilið hefur oft hafist um þessar mundir, hins vegar setji yfirstandandi verkfall dýralækna þó líklega ákveðið strik í reikninginn. „Maður áttar sig svo sem ekki alveg á hvað er í uppsiglingu, en það er ljóst að dýralæknaverkfallið sem núna er í gangi hefur áhrif á okkur,“ segir hann, en reglur í kring um hrefnuveiðarnar séu á þann veg að í raun sé litið á báta þeirra eins og sláturhús. „Við þurfum að kalla til dýralækni til að stinga hitamæli í kjötið þegar það kemur inn til vinnslu.“ Gunnar segir Hrefnuveiðimenn ekkert byrjaða að veiða enn sem komið er, þeir séu þó alveg klárir í að byrja hvenær sem er, en veiðar hafi alla jafna hafist í fyrrihluta maímánaðar. Á meðan á verkfalli dýralækna stendur er því hrefnukjöt í hópi þeirra afurða sem ekki enda á grillum landsmanna með hækkandi sól og betra veðri. Önnur áhrif segir Gunnar líkast til lítil á starfsemina. Flutningar á afurðum séu ekki meiri en svo að þeir geti annast þá sjálfir. „Við þurfum ekki á þjónustu annarra að halda, þannig séð. Starfsfólk hjá okkur er ekkert að fara í verkfall, sjómenn eða aðrir.“Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum í birtir með annarri umfjöllun um kjarabaráttu. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á [email protected]. Verkfall 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Við verðum að bíða og sjá hvað verður með framvinduna,“ segir Gunnar Bergmann, eigandi Hrefnuveiðimanna. Hann segir allt til reiðu að halda til veiða, en hrefnuveiðitímabilið hefur oft hafist um þessar mundir, hins vegar setji yfirstandandi verkfall dýralækna þó líklega ákveðið strik í reikninginn. „Maður áttar sig svo sem ekki alveg á hvað er í uppsiglingu, en það er ljóst að dýralæknaverkfallið sem núna er í gangi hefur áhrif á okkur,“ segir hann, en reglur í kring um hrefnuveiðarnar séu á þann veg að í raun sé litið á báta þeirra eins og sláturhús. „Við þurfum að kalla til dýralækni til að stinga hitamæli í kjötið þegar það kemur inn til vinnslu.“ Gunnar segir Hrefnuveiðimenn ekkert byrjaða að veiða enn sem komið er, þeir séu þó alveg klárir í að byrja hvenær sem er, en veiðar hafi alla jafna hafist í fyrrihluta maímánaðar. Á meðan á verkfalli dýralækna stendur er því hrefnukjöt í hópi þeirra afurða sem ekki enda á grillum landsmanna með hækkandi sól og betra veðri. Önnur áhrif segir Gunnar líkast til lítil á starfsemina. Flutningar á afurðum séu ekki meiri en svo að þeir geti annast þá sjálfir. „Við þurfum ekki á þjónustu annarra að halda, þannig séð. Starfsfólk hjá okkur er ekkert að fara í verkfall, sjómenn eða aðrir.“Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum í birtir með annarri umfjöllun um kjarabaráttu. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á [email protected].
Verkfall 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira