Aníta öflug í að slá þessi eldgömlu Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 06:00 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/EPA Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur gert það að vana sínum að færa gömul Íslandsmet inn í nútímann og eitt slíkt bættist í hópinn á afar sterku móti í Hengelo í Hollandi um helgina. Aníta hljóp þá 1000 metra hlaup á 2:36,63 mínútum og bætti tæplega 33 ára gamalt met FH-ingsins Ragnheiðar Ólafsdóttur frá árinu 1982. Aníta endaði í fimmta sæti í hlaupinu, sem var stjörnum hlaðið, en rétt á undan henni var hin breska Jenny Meadows. Aníta átti flottan endasprett í hlaupinu og var á endanum aðeins einni sekúndu frá því að bæta Evrópumet unglinga í greininni. Evrópumetið er 2:35,4 mínútur og í eigu hinnar sovésku Irinu Nikitina (1979) og hinnar austurþýsku Katrin Wühn (1984). Aníta hefur nú bætt yfir 28 ára gömul Íslandsmet í fimm greinum innan- og utanhúss því áður hafði hún bætt metin í 800 metra hlaupunum inni og úti, 1500 metra hlaupinu inni og 1000 metra hlaupinu inni. Umrædd Ragnheiður Ólafsdóttir átti þrjú af þessum fimm metum og hún á líka metið í 1500 metra hlaupi sem gæti verið í hættu á Smáþjóðaleikunum í næsta mánuði gangi allt upp hjá Anítu. Ragnheiður setti það Íslandsmet 24. apríl 1987. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessi fimm eldgömlu Íslandsmet sem Anítu hefur slegið frá 2012. Eins og öll þessi met þá var Aníta að bæta líka aldursflokkametin 18-19 ára og 20-22 ára. Aníta er fædd árið 1996 og er því enn gjaldgeng í báða flokka. Sunnudagurinn var svo flottur fyrir íslenskar frjálsíþróttakonur því Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti þegar hún kastaði 58,43 metra í Kaplakrika.Eldgömlu metin sem Aníta Hinriksdóttir hefur slegið frá árinu 2012:34 ár, 10 mánuðir og 29 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 15. desember 2012 í Reykjavík. Metið var 2:52,1 mínútur en Aníta hljóp á 2:43,22 mínútum.34 ár, 10 mánuðir og 25 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 21. janúar 2012 í Reykjavík. Metið var 2:09,72 mínútur en Aníta hljóp á 2:05,96 mínútum. Aníta hefur bætt það fimm sinnum; er 2:01,56 mín. í dag.32 ár, 10 mánuðir og 11 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. maí 2015 í Hengelo í Hollandi. Metið var 2:44,6 mínútur en Aníta hljóp á 2:36,63 mínútum. 31 ár, 11 mánuðir og 26 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 27. janúar 2013 í Reykjavík. Metið var 4:21,49 mínútur en Aníta hljóp á 4:19,57mínútum. Aníta hefur bætt það einu sinni síðan; er 4:19,31 mín. í dag.28 ár, 10 mánuðir og 22 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. júní 2012 í Mannheim í Þýskalandi. Metið var 2:04,90 mínútur en Aníta hljóp á 2:04,79 mínútum. Aníta hefur bætt það fjórum sinnum; er 2:00,49 mín. í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur gert það að vana sínum að færa gömul Íslandsmet inn í nútímann og eitt slíkt bættist í hópinn á afar sterku móti í Hengelo í Hollandi um helgina. Aníta hljóp þá 1000 metra hlaup á 2:36,63 mínútum og bætti tæplega 33 ára gamalt met FH-ingsins Ragnheiðar Ólafsdóttur frá árinu 1982. Aníta endaði í fimmta sæti í hlaupinu, sem var stjörnum hlaðið, en rétt á undan henni var hin breska Jenny Meadows. Aníta átti flottan endasprett í hlaupinu og var á endanum aðeins einni sekúndu frá því að bæta Evrópumet unglinga í greininni. Evrópumetið er 2:35,4 mínútur og í eigu hinnar sovésku Irinu Nikitina (1979) og hinnar austurþýsku Katrin Wühn (1984). Aníta hefur nú bætt yfir 28 ára gömul Íslandsmet í fimm greinum innan- og utanhúss því áður hafði hún bætt metin í 800 metra hlaupunum inni og úti, 1500 metra hlaupinu inni og 1000 metra hlaupinu inni. Umrædd Ragnheiður Ólafsdóttir átti þrjú af þessum fimm metum og hún á líka metið í 1500 metra hlaupi sem gæti verið í hættu á Smáþjóðaleikunum í næsta mánuði gangi allt upp hjá Anítu. Ragnheiður setti það Íslandsmet 24. apríl 1987. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessi fimm eldgömlu Íslandsmet sem Anítu hefur slegið frá 2012. Eins og öll þessi met þá var Aníta að bæta líka aldursflokkametin 18-19 ára og 20-22 ára. Aníta er fædd árið 1996 og er því enn gjaldgeng í báða flokka. Sunnudagurinn var svo flottur fyrir íslenskar frjálsíþróttakonur því Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti þegar hún kastaði 58,43 metra í Kaplakrika.Eldgömlu metin sem Aníta Hinriksdóttir hefur slegið frá árinu 2012:34 ár, 10 mánuðir og 29 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 15. desember 2012 í Reykjavík. Metið var 2:52,1 mínútur en Aníta hljóp á 2:43,22 mínútum.34 ár, 10 mánuðir og 25 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 21. janúar 2012 í Reykjavík. Metið var 2:09,72 mínútur en Aníta hljóp á 2:05,96 mínútum. Aníta hefur bætt það fimm sinnum; er 2:01,56 mín. í dag.32 ár, 10 mánuðir og 11 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. maí 2015 í Hengelo í Hollandi. Metið var 2:44,6 mínútur en Aníta hljóp á 2:36,63 mínútum. 31 ár, 11 mánuðir og 26 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 27. janúar 2013 í Reykjavík. Metið var 4:21,49 mínútur en Aníta hljóp á 4:19,57mínútum. Aníta hefur bætt það einu sinni síðan; er 4:19,31 mín. í dag.28 ár, 10 mánuðir og 22 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. júní 2012 í Mannheim í Þýskalandi. Metið var 2:04,90 mínútur en Aníta hljóp á 2:04,79 mínútum. Aníta hefur bætt það fjórum sinnum; er 2:00,49 mín. í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira