Óvissa meðal sjúklinga út af verkfalli Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. maí 2015 07:30 Fyrsti dagur verkfalls hjúkrunarfræðinga var í gær en um 2.100 hjúkrunarfræðingar eru í verkfalli. Veittar hafa verið undanþágur fyrir um 500 starfsígildi meðan á verkfalli stendur til að sinna brýnustu þörf. Það var mikill erill á deild 12E á Landspítalanum þegar Fréttablaðið leit þar við í gær. Deildin er hjarta-, lungna- og augnskurðdeild en flestir sjúklingar þar eru hjarta- og lungnasjúklingar. Kolbrún GísladóttirBitnar verst á þeim sem bíða Ríflega helmingur deildarinnar er lokaður meðan á verkfalli stendur og í gær var búið að fresta tveimur stórum aðgerðum og tveimur verður frestað í dag. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru að bíða eftir aðgerð,“ segir Kolbrún Gísladóttir, deildarstjóri 12E. Ásamt henni eru á vakt þennan fyrsta verkfallsdag þrír hjúkrunarfræðingar og einn þeirra á sérstakri undanþágu en miðað er við að tveir séu að störfum meðan á verkfalli stendur. Fleiri sjúkraliðar eru að störfum en vanalega en þeir mega ekki sinna störfum hjúkrunarfræðinga, eins og að gefa lyf, sáraskiptingum eða sjá einir um umönnun mikið veikra sjúklinga, að sögn Kolbrúnar. „En auðvitað bitnar ástandið mest á þeim sem bíða heima. Biðlistinn lengist og þetta er fólk sem er að bíða eftir hjartaaðgerð eða lungnaaðgerðum með krabbamein. Sumir eru komnir yfir þær „kríteríur“ á biðtíma sem við viljum vera með,“ segir Kolbrún. Mikið álag „Þeir sem liggja hér inni fá þá þjónustu sem þeir þurfa en öðruvísi umönnun, það eru fleiri sjúkraliðar núna af öðrum deildum sem eru lokaðar en þeir sinna ekki störfum hjúkrunarfræðinga og það er því mikið álag á þeim hjúkrunarfræðingum sem eru á vakt.“ Kolbrún segir erfitt að hringja í fólk sem átti að koma í aðgerð og segja því að þurft hafi að fresta henni. „Þetta verður alvarlegra eftir því sem tíminn líður, allt þetta fólk þarf að komast í aðgerð. Svo koma sumarfríin og þá er líka minna gert en á veturna því þá fer starfsfólk í sumarfrí,“ segir Kolbrún og síminn hringir. Nóg að gera Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar hafa í nægu að snúastVÍSIR/VILHELMReyna að tryggja öryggi Það er greinilega í mörg horn að líta. Þar sem Kolbrún er deildarstjóri ber hún ábyrgð á því að öryggi sjúklinga sé tryggt og þarf að fara fram á undanþágur til þess að fá fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa telji hún öryggi sjúklinga ógnað. Undanþágan er þá afgreidd af sérstakri undanþágunefnd sem metur hvort þörf sé á henni. Á ganginum hittum við fyrir annan hjúkrunarfræðing sem er á hlaupum á milli herbergja sjúklinga. „Við þurfum að fylgjast með öryggi sjúklinganna og maður gerir sitt besta í að tryggja það,“ segir Ásta Júlía Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún segist skynja óöryggi meðal sjúklinga með ástandið. „En við reynum að segja þeim að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur. Við pössum upp á að öryggi þeirra verði ekki stefnt í voða og vonandi tekst það,“ segir Ásta. Hún segir vakt dagsins hafa gengið ágætlega þó vissulega hafi hún verið annasöm. Um morguninn hafi þó stefnt í það að vaktin yrði mun annasamari þar sem færa átti tvo sjúklinga af gjörgæslu yfir á deildina til þeirra. Það varð þó ekki úr vegna þess að þeir voru of veikir til að fara af gjörgæslu. Reyna að halda ró sinni „Þetta býr til spennu í umhverfinu, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum, en það reyna samt allir að halda ró sinni,“ segir Ásta og tekur fram að ástandið á deildinni geti breyst mjög hratt. Þar geti komið inn sjúklingar sem þurfi á bráðri aðstoð að halda. „Ef það kemur eitthvað brátt inn þá þarf að bregðast við því. Þetta er mjög eldfimt og reynir á ástandið,“ segir Ásta sem er þó bjartsýn á að samningar náist. „Það nást samningar en við vitum ekki hvenær og ég er ekki bjartsýn á að það náist samningar strax. Ég hef áhyggjur af því að þessi spítali þolir ekki langa bið, það gengur ekki í langan tíma. Kannski nokkra daga en þá er þolmörkum örugglega náð,“ segir hún. Verkfall 2016 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Fyrsti dagur verkfalls hjúkrunarfræðinga var í gær en um 2.100 hjúkrunarfræðingar eru í verkfalli. Veittar hafa verið undanþágur fyrir um 500 starfsígildi meðan á verkfalli stendur til að sinna brýnustu þörf. Það var mikill erill á deild 12E á Landspítalanum þegar Fréttablaðið leit þar við í gær. Deildin er hjarta-, lungna- og augnskurðdeild en flestir sjúklingar þar eru hjarta- og lungnasjúklingar. Kolbrún GísladóttirBitnar verst á þeim sem bíða Ríflega helmingur deildarinnar er lokaður meðan á verkfalli stendur og í gær var búið að fresta tveimur stórum aðgerðum og tveimur verður frestað í dag. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru að bíða eftir aðgerð,“ segir Kolbrún Gísladóttir, deildarstjóri 12E. Ásamt henni eru á vakt þennan fyrsta verkfallsdag þrír hjúkrunarfræðingar og einn þeirra á sérstakri undanþágu en miðað er við að tveir séu að störfum meðan á verkfalli stendur. Fleiri sjúkraliðar eru að störfum en vanalega en þeir mega ekki sinna störfum hjúkrunarfræðinga, eins og að gefa lyf, sáraskiptingum eða sjá einir um umönnun mikið veikra sjúklinga, að sögn Kolbrúnar. „En auðvitað bitnar ástandið mest á þeim sem bíða heima. Biðlistinn lengist og þetta er fólk sem er að bíða eftir hjartaaðgerð eða lungnaaðgerðum með krabbamein. Sumir eru komnir yfir þær „kríteríur“ á biðtíma sem við viljum vera með,“ segir Kolbrún. Mikið álag „Þeir sem liggja hér inni fá þá þjónustu sem þeir þurfa en öðruvísi umönnun, það eru fleiri sjúkraliðar núna af öðrum deildum sem eru lokaðar en þeir sinna ekki störfum hjúkrunarfræðinga og það er því mikið álag á þeim hjúkrunarfræðingum sem eru á vakt.“ Kolbrún segir erfitt að hringja í fólk sem átti að koma í aðgerð og segja því að þurft hafi að fresta henni. „Þetta verður alvarlegra eftir því sem tíminn líður, allt þetta fólk þarf að komast í aðgerð. Svo koma sumarfríin og þá er líka minna gert en á veturna því þá fer starfsfólk í sumarfrí,“ segir Kolbrún og síminn hringir. Nóg að gera Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar hafa í nægu að snúastVÍSIR/VILHELMReyna að tryggja öryggi Það er greinilega í mörg horn að líta. Þar sem Kolbrún er deildarstjóri ber hún ábyrgð á því að öryggi sjúklinga sé tryggt og þarf að fara fram á undanþágur til þess að fá fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa telji hún öryggi sjúklinga ógnað. Undanþágan er þá afgreidd af sérstakri undanþágunefnd sem metur hvort þörf sé á henni. Á ganginum hittum við fyrir annan hjúkrunarfræðing sem er á hlaupum á milli herbergja sjúklinga. „Við þurfum að fylgjast með öryggi sjúklinganna og maður gerir sitt besta í að tryggja það,“ segir Ásta Júlía Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún segist skynja óöryggi meðal sjúklinga með ástandið. „En við reynum að segja þeim að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur. Við pössum upp á að öryggi þeirra verði ekki stefnt í voða og vonandi tekst það,“ segir Ásta. Hún segir vakt dagsins hafa gengið ágætlega þó vissulega hafi hún verið annasöm. Um morguninn hafi þó stefnt í það að vaktin yrði mun annasamari þar sem færa átti tvo sjúklinga af gjörgæslu yfir á deildina til þeirra. Það varð þó ekki úr vegna þess að þeir voru of veikir til að fara af gjörgæslu. Reyna að halda ró sinni „Þetta býr til spennu í umhverfinu, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum, en það reyna samt allir að halda ró sinni,“ segir Ásta og tekur fram að ástandið á deildinni geti breyst mjög hratt. Þar geti komið inn sjúklingar sem þurfi á bráðri aðstoð að halda. „Ef það kemur eitthvað brátt inn þá þarf að bregðast við því. Þetta er mjög eldfimt og reynir á ástandið,“ segir Ásta sem er þó bjartsýn á að samningar náist. „Það nást samningar en við vitum ekki hvenær og ég er ekki bjartsýn á að það náist samningar strax. Ég hef áhyggjur af því að þessi spítali þolir ekki langa bið, það gengur ekki í langan tíma. Kannski nokkra daga en þá er þolmörkum örugglega náð,“ segir hún.
Verkfall 2016 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira