Apple hefur á heimsvísu kallað inn ferðahátalara sem nefnast Beats Pill XL vegna hættu á að rafhlaða þeirra ofhitni og valdi eldhættu.
Fram kemur á vef Mannvirkjastofnunar, sem vekur athygli á innköllun Apple, að hátalararnir hafi verið seldir um heim allan frá því í byrjun síðasta árs. Fólk gæti því hafa keypt hátalara þessarar tegundar á ferðalögum erlendis eða í verslunum sem selja Apple-varning hér á landi.
Leiðbeiningar um skil á vörunni er að finna á vef Apple.
Eldhætta af ferðahátalara
Óli Kristján Ármannsson skrifar
