Sérstakir staðir sem breyta öllu Magnús Guðmundsson skrifar 12. júní 2015 12:00 Akranesviti er einn þeirra staða þar sem Anna hyggur á tónleika í sumar. Anna Jónsdóttir sópran mun nú í sumar leggja land undir fót og halda tónleika víðs vegar um landið. Tónleikaferðina nefnir hún Uppi og niðri og þar í miðju og er hún farin í kjölfar útgáfu hljómdisksins VAR sem hefur að geyma íslensk þjóðlög, hljóðrituð í Akranesvita og í lýsistanki í Djúpavík. Í tónleikaferðinni ætlar Anna að syngja þjóðlög án meðleiks á óvenjulegum stöðum í anda hljómdisksins. „Þar má nefna Klettshelli í Vestmannaeyjum, Kirkjuna í Dimmuborgum, verksmiðjuna á Hjalteyri, Stefánshelli í Borgarfirði, Grímsey, Vatnshelli á Snæfellsnesi, Akranesvita, Garðskagavita, Djúpavík og fleiri staði. Það er yndislegt að geta flutt þessa fallegu tónlist í umhverfi sem er engu líkt. Að stíga út úr hefðbundnum tónleikasal og koma sér fyrir hjá áhorfendum. Við óvenjulegar aðstæður og með því að syngja án meðleiks skapast sérstakt andrúmsloft og náin tengsl við áheyrendur. Mér finnst gott að segja svolítið frá lögunum, því ef það er saga á bak við þau er eins og bæði ég og áheyrendur verði fyrir sterkari áhrifum. Sérstaða staðanna gefur líka upplifuninni meira vægi. Það er óneitanlega sérstakt að standa í yfirgefinni verksmiðju eða í helli sem er bara lýstur með kertaljósi og þannig fær maður öðruvísi tilfinningu fyrir þjóðararfinum og því sem var.“ Alls eru áætlaðir um fimmtán tónleikar og því um að gera að fylgjast vel með hvar Anna ber niður með þjóðlögin í sumar. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Anna Jónsdóttir sópran mun nú í sumar leggja land undir fót og halda tónleika víðs vegar um landið. Tónleikaferðina nefnir hún Uppi og niðri og þar í miðju og er hún farin í kjölfar útgáfu hljómdisksins VAR sem hefur að geyma íslensk þjóðlög, hljóðrituð í Akranesvita og í lýsistanki í Djúpavík. Í tónleikaferðinni ætlar Anna að syngja þjóðlög án meðleiks á óvenjulegum stöðum í anda hljómdisksins. „Þar má nefna Klettshelli í Vestmannaeyjum, Kirkjuna í Dimmuborgum, verksmiðjuna á Hjalteyri, Stefánshelli í Borgarfirði, Grímsey, Vatnshelli á Snæfellsnesi, Akranesvita, Garðskagavita, Djúpavík og fleiri staði. Það er yndislegt að geta flutt þessa fallegu tónlist í umhverfi sem er engu líkt. Að stíga út úr hefðbundnum tónleikasal og koma sér fyrir hjá áhorfendum. Við óvenjulegar aðstæður og með því að syngja án meðleiks skapast sérstakt andrúmsloft og náin tengsl við áheyrendur. Mér finnst gott að segja svolítið frá lögunum, því ef það er saga á bak við þau er eins og bæði ég og áheyrendur verði fyrir sterkari áhrifum. Sérstaða staðanna gefur líka upplifuninni meira vægi. Það er óneitanlega sérstakt að standa í yfirgefinni verksmiðju eða í helli sem er bara lýstur með kertaljósi og þannig fær maður öðruvísi tilfinningu fyrir þjóðararfinum og því sem var.“ Alls eru áætlaðir um fimmtán tónleikar og því um að gera að fylgjast vel með hvar Anna ber niður með þjóðlögin í sumar.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira