Málar hápólitískan kolkrabba á húsvegg Guðrún Ansnes skrifar 18. júní 2015 10:00 Edda er mikil listakona og mun setjast á skólabekk í haust þar sem hún ætlar að leggja grafíska hönnun fyrir sig. Vísir/Stefán „Ég bjó Kolmar til fyrir löngu síðan, en þetta er einhvers konar barnabókafígúra sem mig langar að setja í bók seinna meir, við pabbi erum að skoða þetta allt,“ segir Edda Karólína Ævarsdóttir listakona sem stendur fyrir þessari nýju viðbót við miðborgina. Pabbi Eddu er Ævar Örn Jósepsson rithöfundur, sem fram til þessa hefur aðallega skrifað glæpasögur fyrir fullorðna, svo sem Blóðberg og Svartir englar. Kolkrabbinn er enn í vinnslu og kemur til með að verða fjögurra metra hár þegar verkinu verður lokið og sölsar því undir sig mikið pláss á Lokastíg 18. „Hér voru framkvæmdir í gangi svo stillansarnir voru hér. Íbúi hússins, Dagur Gunnarsson , spurðu hvort ég vildi ekki bara skreyta vegginn eftir að hafa séð málverk eftir mig af kolkrabbanum, svo ég sló auðvitað til, en Múr og Mál settu upp stillansa fyrir mig, og Kópal sá um auka málningu,“ útskýrir Edda. Kolkrabbinn höfðar þó ekki aðeins til ungu kynslóðarinnar, því hann er einnig rammpólitískur. „Kolmar endurspeglar líka þetta kolkrabbaríki sem við búum í, þar sem fáar ættir taka yfir allt og teygja anga sína býsna langt.“ Hún tekur þó skýrt fram að það sé auðvitað í höndum hvers og eins að túlka Kolmar og fólk megi velta tilvist hans fyrir sér á alla mögulega vegu, þetta sé einungis hennar hugmyndir um kolkrabbann Kolmar. Edda nýtir hverja stund eftir vinnudaginn því hún starfar í textílvöruversluninni Vouge en stefnir á nám við Listaháskólann í haust. „Ég fer eftir vinnu á kvöldin þegar ekki rignir,“ segir hún og viðurkennir fúslega að verkið hafi vaxið henni töluvert í augum eftir að hún tók upp pensilinn. „Ég fékk eiginlega sjokk þegar ég byrjaði að grunna þetta og velti alvarlega fyrir mér út í hvað ég væri búin að koma mér. En þetta er ógeðslega gaman og ekki verra þegar það er komin svona góð mynd á þetta allt saman.“ Edda segir ferðamenn gríðarlega áhugasama um Kolmar, en hún segist afar ánægð með hvert myndin stefnir. „Mér finnst þetta rosalega flott þó ég segi sjálf frá,“ segir listakonan hæstánægð að lokum. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég bjó Kolmar til fyrir löngu síðan, en þetta er einhvers konar barnabókafígúra sem mig langar að setja í bók seinna meir, við pabbi erum að skoða þetta allt,“ segir Edda Karólína Ævarsdóttir listakona sem stendur fyrir þessari nýju viðbót við miðborgina. Pabbi Eddu er Ævar Örn Jósepsson rithöfundur, sem fram til þessa hefur aðallega skrifað glæpasögur fyrir fullorðna, svo sem Blóðberg og Svartir englar. Kolkrabbinn er enn í vinnslu og kemur til með að verða fjögurra metra hár þegar verkinu verður lokið og sölsar því undir sig mikið pláss á Lokastíg 18. „Hér voru framkvæmdir í gangi svo stillansarnir voru hér. Íbúi hússins, Dagur Gunnarsson , spurðu hvort ég vildi ekki bara skreyta vegginn eftir að hafa séð málverk eftir mig af kolkrabbanum, svo ég sló auðvitað til, en Múr og Mál settu upp stillansa fyrir mig, og Kópal sá um auka málningu,“ útskýrir Edda. Kolkrabbinn höfðar þó ekki aðeins til ungu kynslóðarinnar, því hann er einnig rammpólitískur. „Kolmar endurspeglar líka þetta kolkrabbaríki sem við búum í, þar sem fáar ættir taka yfir allt og teygja anga sína býsna langt.“ Hún tekur þó skýrt fram að það sé auðvitað í höndum hvers og eins að túlka Kolmar og fólk megi velta tilvist hans fyrir sér á alla mögulega vegu, þetta sé einungis hennar hugmyndir um kolkrabbann Kolmar. Edda nýtir hverja stund eftir vinnudaginn því hún starfar í textílvöruversluninni Vouge en stefnir á nám við Listaháskólann í haust. „Ég fer eftir vinnu á kvöldin þegar ekki rignir,“ segir hún og viðurkennir fúslega að verkið hafi vaxið henni töluvert í augum eftir að hún tók upp pensilinn. „Ég fékk eiginlega sjokk þegar ég byrjaði að grunna þetta og velti alvarlega fyrir mér út í hvað ég væri búin að koma mér. En þetta er ógeðslega gaman og ekki verra þegar það er komin svona góð mynd á þetta allt saman.“ Edda segir ferðamenn gríðarlega áhugasama um Kolmar, en hún segist afar ánægð með hvert myndin stefnir. „Mér finnst þetta rosalega flott þó ég segi sjálf frá,“ segir listakonan hæstánægð að lokum.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira