Aumur fjölmiðill sem ekki gagnrýnir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. júlí 2015 07:00 Forsætisráðherra ritaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Í greininni birtist kunnuglegt stef – þessi furðulega blanda af samsæriskenningasmíð og viðkvæmni sem ráðherranum er svo töm. Greinin ber titilinn „Markmið leiðréttingarinnar náðust að fullu“. Efni hennar fjallar eins og fyrirsögnin gefur til kynna að mestu um leiðréttinguna og efnahagslegar og pólitískar afleiðingar hennar. Sigmundur lætur ekki þar við sitja heldur hnýtir í fjölmiðlaumfjöllun um málið. Í þetta skiptið segir hann fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna, „hvort heldur þeir tjái sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins“ eiga erfitt með að sætta sig við vel heppnaða leiðréttingu. Hann heldur svo áfram og uppnefnir dálk sem í daglegu tali kallast Frá degi til dags sem „stjórnarandstöðudálk“. Fjölmargir blaðamenn starfa hjá 365. Þar fer mislit hjörð með mismunandi skoðanir. Eftir því sem flóran er fjölbreyttari er von á betri árangri. Margir skrifa pistilinn Frá degi til dags. Aldrei hefur nokkurt þeirra verið spurt um hvað eða hvort yfir höfuð þau kjósa. Ógerlegt er að skipa þessu fólki á einn pólitískan bás. Fagfólk lætur ekki skoðanir lita umfjöllun sína í fréttum. Að halda öðru fram er atvinnurógur. Um dálkaskrif og leiðara gilda önnur lögmál. Maður skyldi ætla að forsætisráðherra þekkti þau. Hlutverk fjölmiðla er að veita valdinu aðhald. Það er aumur fjölmiðill sem ekki gagnrýnir aðgerðir ráðamanna. Óhjákvæmilega hallar þar á ríkisstjórn, enda öllu erfiðara að dæma stjórnarandstöðu sem hefur fá tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif. Fréttablaðið er ekki eini miðillinn sem flækist fyrir forsætisráðherra. Hann og flokkssystkini hans hafa lengi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Sigmundur lét hafa eftir sér að fréttaflutningur RÚV um ESB-mál litaðist af því að vinstrisinnað fólk leitaði frekar í fjölmiðlastörf! Við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dró Sigmundur heldur ekki þann lærdóm að vanda þyrfti meðferð valds, heldur að ástæða væri til að hafa áhyggjur af umræðunni – eins og umræðan hefði brotið á hælisleitendunum. Samflokksmenn hans kynda undir. Karl Garðarsson alþingismaður segir forsætisráðherra verða fyrir pólitísku einelti og hatursumræðu. Þetta háttalag er undarlegt. Ráðherrann hefur mörg vopn á hendi til að snúa aðstæðum sér í vil. Hann vann gríðarlegan kosningasigur síðast á grundvelli loforða um skuldaleiðréttingu og harðrar afstöðu til kröfuhafa bankanna. Hann hefur verið fylginn sér í hvoru tveggja, og í grófum dráttum staðið við stóru orðin. Fólk greinir á um hvort leiðréttingin var réttlát eða skynsamleg. En enginn getur efast um að Sigmundur hafði lýðræðislegt umboð til að hrinda henni í framkvæmd. Sigmundur er sá íslenski stjórnmálamaður sem helst getur stært sig af því að standa við stóru orðin. Vilji hann vinna annan kosningasigur þarf hann að minna kjósendur á eigin orðheldni. Það hlýtur að vera vænlegra til árangurs en að kveinka sér stanslaust undan umræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Forsætisráðherra ritaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Í greininni birtist kunnuglegt stef – þessi furðulega blanda af samsæriskenningasmíð og viðkvæmni sem ráðherranum er svo töm. Greinin ber titilinn „Markmið leiðréttingarinnar náðust að fullu“. Efni hennar fjallar eins og fyrirsögnin gefur til kynna að mestu um leiðréttinguna og efnahagslegar og pólitískar afleiðingar hennar. Sigmundur lætur ekki þar við sitja heldur hnýtir í fjölmiðlaumfjöllun um málið. Í þetta skiptið segir hann fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna, „hvort heldur þeir tjái sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins“ eiga erfitt með að sætta sig við vel heppnaða leiðréttingu. Hann heldur svo áfram og uppnefnir dálk sem í daglegu tali kallast Frá degi til dags sem „stjórnarandstöðudálk“. Fjölmargir blaðamenn starfa hjá 365. Þar fer mislit hjörð með mismunandi skoðanir. Eftir því sem flóran er fjölbreyttari er von á betri árangri. Margir skrifa pistilinn Frá degi til dags. Aldrei hefur nokkurt þeirra verið spurt um hvað eða hvort yfir höfuð þau kjósa. Ógerlegt er að skipa þessu fólki á einn pólitískan bás. Fagfólk lætur ekki skoðanir lita umfjöllun sína í fréttum. Að halda öðru fram er atvinnurógur. Um dálkaskrif og leiðara gilda önnur lögmál. Maður skyldi ætla að forsætisráðherra þekkti þau. Hlutverk fjölmiðla er að veita valdinu aðhald. Það er aumur fjölmiðill sem ekki gagnrýnir aðgerðir ráðamanna. Óhjákvæmilega hallar þar á ríkisstjórn, enda öllu erfiðara að dæma stjórnarandstöðu sem hefur fá tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif. Fréttablaðið er ekki eini miðillinn sem flækist fyrir forsætisráðherra. Hann og flokkssystkini hans hafa lengi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Sigmundur lét hafa eftir sér að fréttaflutningur RÚV um ESB-mál litaðist af því að vinstrisinnað fólk leitaði frekar í fjölmiðlastörf! Við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dró Sigmundur heldur ekki þann lærdóm að vanda þyrfti meðferð valds, heldur að ástæða væri til að hafa áhyggjur af umræðunni – eins og umræðan hefði brotið á hælisleitendunum. Samflokksmenn hans kynda undir. Karl Garðarsson alþingismaður segir forsætisráðherra verða fyrir pólitísku einelti og hatursumræðu. Þetta háttalag er undarlegt. Ráðherrann hefur mörg vopn á hendi til að snúa aðstæðum sér í vil. Hann vann gríðarlegan kosningasigur síðast á grundvelli loforða um skuldaleiðréttingu og harðrar afstöðu til kröfuhafa bankanna. Hann hefur verið fylginn sér í hvoru tveggja, og í grófum dráttum staðið við stóru orðin. Fólk greinir á um hvort leiðréttingin var réttlát eða skynsamleg. En enginn getur efast um að Sigmundur hafði lýðræðislegt umboð til að hrinda henni í framkvæmd. Sigmundur er sá íslenski stjórnmálamaður sem helst getur stært sig af því að standa við stóru orðin. Vilji hann vinna annan kosningasigur þarf hann að minna kjósendur á eigin orðheldni. Það hlýtur að vera vænlegra til árangurs en að kveinka sér stanslaust undan umræðunni.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun