Alger sönghátíð í ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2015 10:00 Helga Bryndís, Hrólfur og Björg leika og syngja í Strandarkirkju á sunnudaginn Vísir/GVA Þetta er alger sönghátíð í ár og ég er ánægð með hvað fólk er áhugasamt um að syngja í Strandarkirkju“ segir Björg Þórhallsdóttir söngkona, sem stendur fyrir tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi. Hún segir söng hljóma sérstaklega vel í kirkjunni því hún gefi svo fallegan hljómbotn. „Það er líka gaman að geta flutt þar falleg ljóð eftir íslensk og erlend skáld.“ Hrólfur Sæmundsson baritón og Helga Bryndís Magnúsdóttir, sem leikur á píanó, orgel og harmóníum, koma fram með Björgu á fyrstu tónleikunum nú á sunnudaginn sem hefjast klukkan 14. Rómantíkin er í öndvegi því fluttar verða söngperlur um rómantíkina og frá rómantíska tímabilinu. Björg segir sumarið kalla á slíkar áherslur; náttúran, veðrið og birtan. Dr. Pétur Pétursson mun hefja samkomuna á því að segja í stuttu máli frá kirkjunni og ljósi engilsins sem birtist sjófarendum í sjávarháska. Tónleikarnir eru rétt innan við klukkutíma að lengd, að sögn Bjargar. „Kirkjubekkirnir bjóða eiginlega ekki upp á meira,“ segir hún en bendir á að fólk geti tekið með sér púða til að gera setuna enn bærilegri.Björg hefur sjálf haldið sumartónleika í Strandarkirkju frá árinu 2006 og segir þá hafa orðið kveikjuna að hátíðinni Englar og menn, sem nú er haldin í fjórða skipti „Þetta byrjaði smátt en hefur undið upp á sig. Mér þótti svo einstakt að syngja í þessu magnaða guðshúsi og fólki þótti vænt um að fá tilefni til að fara þangað og hlýða á tónlist. Selvogurinn er sjarmerandi og sunnudagsbíltúr þangað getur sameinað náttúruskoðun, tónlistarupplifun, fræðslu um helgi staðarins og hressingu heimamanna í T-búðinni eða Pylsuvagninum.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta er alger sönghátíð í ár og ég er ánægð með hvað fólk er áhugasamt um að syngja í Strandarkirkju“ segir Björg Þórhallsdóttir söngkona, sem stendur fyrir tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi. Hún segir söng hljóma sérstaklega vel í kirkjunni því hún gefi svo fallegan hljómbotn. „Það er líka gaman að geta flutt þar falleg ljóð eftir íslensk og erlend skáld.“ Hrólfur Sæmundsson baritón og Helga Bryndís Magnúsdóttir, sem leikur á píanó, orgel og harmóníum, koma fram með Björgu á fyrstu tónleikunum nú á sunnudaginn sem hefjast klukkan 14. Rómantíkin er í öndvegi því fluttar verða söngperlur um rómantíkina og frá rómantíska tímabilinu. Björg segir sumarið kalla á slíkar áherslur; náttúran, veðrið og birtan. Dr. Pétur Pétursson mun hefja samkomuna á því að segja í stuttu máli frá kirkjunni og ljósi engilsins sem birtist sjófarendum í sjávarháska. Tónleikarnir eru rétt innan við klukkutíma að lengd, að sögn Bjargar. „Kirkjubekkirnir bjóða eiginlega ekki upp á meira,“ segir hún en bendir á að fólk geti tekið með sér púða til að gera setuna enn bærilegri.Björg hefur sjálf haldið sumartónleika í Strandarkirkju frá árinu 2006 og segir þá hafa orðið kveikjuna að hátíðinni Englar og menn, sem nú er haldin í fjórða skipti „Þetta byrjaði smátt en hefur undið upp á sig. Mér þótti svo einstakt að syngja í þessu magnaða guðshúsi og fólki þótti vænt um að fá tilefni til að fara þangað og hlýða á tónlist. Selvogurinn er sjarmerandi og sunnudagsbíltúr þangað getur sameinað náttúruskoðun, tónlistarupplifun, fræðslu um helgi staðarins og hressingu heimamanna í T-búðinni eða Pylsuvagninum.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira