Frumsýning á Baldursbrá Magnús Guðmundsson skrifar 22. júlí 2015 14:30 Gunnsteinn Ólafsson er annar höfunda Baldursbrár. Visir/Arnþór Það má segja að óperuveturinn á Íslandi skelli á strax í ágústlok en ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu þann 29. ágúst. Baldursbrá var flutt á tvennum tónleikum sumarið 2014 og tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrst íslenskra barnasöngleikja. En að þessu sinni er á ferðinni heilstæð sviðsuppfærsla og er sýningin samstarfsverkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óperunnar og Hörpu. Gunnsteinn Ólafsson segir að tónlistin í Baldursbrá byggi að hluta á íslenskum þjóðlögum, bæði rímnalögum og þulum, en einnig bregði fyrir rappi og fjörlegum dönsum. „Óperan segir frá Baldursbrá sem kynnist sposkum Spóa. Þau ákveða að fara saman upp á fjallstind til þess að njóta útsýnisins en það reynist ekki einfalt mál. Þau fá Rebba til að flytja blómið upp á efstu eggjar þar sem hræðilegur hrútur eigrar um í leit að æti. Yrðlingar Rebba reyna að fella Hrútinn en það reynist þeim þrautin þyngri. Líf Baldursbrár hangir á bláþræði og hún þarf að komast aftur heim í lautina sína sem fyrst. En hver kemur þá til bjargar?” Söngvarar eru Fjóla Nikulásdóttir í hlutverki Baldursbrár, Eyjólfur Eyjólfsson í hlutverki Spóa, Jón Svavar Jósefsson er Rebbi, Davíð Ólafsson syngur Hrútinn og ellefu börn eru í hlutverki yrðlinga. 16 manna kammersveit leikur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Leikstjóri sýningarinnar er Sveinn Einarsson, leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson, búninga hannar Kristina Berman og Messíana Tómasdóttir gerir grímur. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það má segja að óperuveturinn á Íslandi skelli á strax í ágústlok en ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu þann 29. ágúst. Baldursbrá var flutt á tvennum tónleikum sumarið 2014 og tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrst íslenskra barnasöngleikja. En að þessu sinni er á ferðinni heilstæð sviðsuppfærsla og er sýningin samstarfsverkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óperunnar og Hörpu. Gunnsteinn Ólafsson segir að tónlistin í Baldursbrá byggi að hluta á íslenskum þjóðlögum, bæði rímnalögum og þulum, en einnig bregði fyrir rappi og fjörlegum dönsum. „Óperan segir frá Baldursbrá sem kynnist sposkum Spóa. Þau ákveða að fara saman upp á fjallstind til þess að njóta útsýnisins en það reynist ekki einfalt mál. Þau fá Rebba til að flytja blómið upp á efstu eggjar þar sem hræðilegur hrútur eigrar um í leit að æti. Yrðlingar Rebba reyna að fella Hrútinn en það reynist þeim þrautin þyngri. Líf Baldursbrár hangir á bláþræði og hún þarf að komast aftur heim í lautina sína sem fyrst. En hver kemur þá til bjargar?” Söngvarar eru Fjóla Nikulásdóttir í hlutverki Baldursbrár, Eyjólfur Eyjólfsson í hlutverki Spóa, Jón Svavar Jósefsson er Rebbi, Davíð Ólafsson syngur Hrútinn og ellefu börn eru í hlutverki yrðlinga. 16 manna kammersveit leikur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Leikstjóri sýningarinnar er Sveinn Einarsson, leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson, búninga hannar Kristina Berman og Messíana Tómasdóttir gerir grímur.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira