Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. janúar 2016 05:00 Henriette Reker, borgarstjóri í Köln, vakti furðu fyrir ráðleggingar sínar. vísir/epa Lögreglan í Köln sætir nú gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot, sem tugir eða hundruð kvenna urðu fyrir á gamlárskvöld þar í borg. Thomas de Maiziere innanríkisráðherra hefur tekið undir gagnrýnina og krefst skýringa. „Svona getur lögreglan ekki starfað,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. „Ég vil fá skýringar sem fyrst,“ sagði hann: „Var þetta skipulagt, voru þetta virkilega Norður-Afríkumenn og hvernig var hægt að fullyrða daginn eftir að allt hefði gengið friðsamlega fyrir sig?" Þá hafa ummæli borgarstjórans í Köln, Henriette Reker, vakið furðu og gagnrýni á samfélagsmiðlum, en hún sagði konur þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð við aðstæður sem þessar. Lögreglan í Köln hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Framvegis verði séð til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum, sérstaklega á kjötkveðjuhátíðartímanum sem fram undan er. Meðal annars verði settar upp fleiri eftirlitsmyndavélar, tryggt verði að nægur mannafli sé á vakt og hann fái fyrirmæli um að grípa fyrr inn í. Þá verði mönnum, sem áður hafa vakið athygli lögreglu vegna svipaðra brota, meinað að fara inn á ákveðnar götur. Lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir yfirlýsingar um að árásarmennirnir hafi almennt verið af arabískum eða norðurafrískum uppruna. Þessar yfirlýsingar hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. André Schulz, formaður félags þýskra lögreglumanna (BDK), segir ekkert nýtt við það að hópar afbrotamanna safnist saman við aðalbrautarstöðina í Köln og geri þar óskunda. Það tengist yfirleitt skipulagðri glæpastarfsemi: „Hin svokallaða uppátroðsla brotamanna, sem oft eru frá Norður-Afríku eða Balkanskaga, fellur undir gengjaglæpi og er alls ekkert nýtt fyrirbæri í glæpaheiminum,“ er haft eftir honum á fréttasíðu vikublaðsins Die Zeit. Wolfgang Albers, lögreglustjóri í Köln, segist alls ekki ætla að segja af sér vegna málsins, þótt á hann sé þrýst. Og de Maiziere innanríkisráðherra hefur á móti verið gagnrýndur fyrir að tala til lögreglunnar með þeim hætti sem hann gerði. Hundruð manna hafa mótmælt í vikunni vegna málsins fyrir utan lestarstöðina. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Lögreglan í Köln sætir nú gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot, sem tugir eða hundruð kvenna urðu fyrir á gamlárskvöld þar í borg. Thomas de Maiziere innanríkisráðherra hefur tekið undir gagnrýnina og krefst skýringa. „Svona getur lögreglan ekki starfað,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. „Ég vil fá skýringar sem fyrst,“ sagði hann: „Var þetta skipulagt, voru þetta virkilega Norður-Afríkumenn og hvernig var hægt að fullyrða daginn eftir að allt hefði gengið friðsamlega fyrir sig?" Þá hafa ummæli borgarstjórans í Köln, Henriette Reker, vakið furðu og gagnrýni á samfélagsmiðlum, en hún sagði konur þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð við aðstæður sem þessar. Lögreglan í Köln hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Framvegis verði séð til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum, sérstaklega á kjötkveðjuhátíðartímanum sem fram undan er. Meðal annars verði settar upp fleiri eftirlitsmyndavélar, tryggt verði að nægur mannafli sé á vakt og hann fái fyrirmæli um að grípa fyrr inn í. Þá verði mönnum, sem áður hafa vakið athygli lögreglu vegna svipaðra brota, meinað að fara inn á ákveðnar götur. Lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir yfirlýsingar um að árásarmennirnir hafi almennt verið af arabískum eða norðurafrískum uppruna. Þessar yfirlýsingar hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. André Schulz, formaður félags þýskra lögreglumanna (BDK), segir ekkert nýtt við það að hópar afbrotamanna safnist saman við aðalbrautarstöðina í Köln og geri þar óskunda. Það tengist yfirleitt skipulagðri glæpastarfsemi: „Hin svokallaða uppátroðsla brotamanna, sem oft eru frá Norður-Afríku eða Balkanskaga, fellur undir gengjaglæpi og er alls ekkert nýtt fyrirbæri í glæpaheiminum,“ er haft eftir honum á fréttasíðu vikublaðsins Die Zeit. Wolfgang Albers, lögreglustjóri í Köln, segist alls ekki ætla að segja af sér vegna málsins, þótt á hann sé þrýst. Og de Maiziere innanríkisráðherra hefur á móti verið gagnrýndur fyrir að tala til lögreglunnar með þeim hætti sem hann gerði. Hundruð manna hafa mótmælt í vikunni vegna málsins fyrir utan lestarstöðina.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira