Vinnur með litaðan vefnað í snjóhvítu landslagi Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2016 11:00 Í dag kl. 17 verður opnaður fyrsti viðburður listárs Skaftfells á nýju ári þegar hollenski gestalistamaðurinn Lola Bezemer sýnir nýtt verk í Bókabúðinni – verkefnarými. Lola Bezemer er fædd 1988 í Nijmegen í Hollandi en hún útskrifaðist úr myndlistardeild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2013. Á meðan á námi hennar stóð stundaði hún nám sem skiptinemi eina önn í Listaháskóla Íslands. Hún hefur sýnt í Þýskalandi, Íslandi, Hollandi, Rúmeníu, Svíþjóð og Sviss. Nýlega hlaut hún styrk fyrir unga upprennandi listamenn úr Mondrian-sjóðnum. Í verkum sínum einbeitir Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg eða málar á hvítan striga er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi. Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni og draga fram ólíka eiginleika efnisins. Innsetningin sýnir hvernig efnið geislar í ljósinu og virðist stöðugt en í myndbandinu endurspeglar efnið ljósið og hreyfist kröftuglega. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Í dag kl. 17 verður opnaður fyrsti viðburður listárs Skaftfells á nýju ári þegar hollenski gestalistamaðurinn Lola Bezemer sýnir nýtt verk í Bókabúðinni – verkefnarými. Lola Bezemer er fædd 1988 í Nijmegen í Hollandi en hún útskrifaðist úr myndlistardeild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2013. Á meðan á námi hennar stóð stundaði hún nám sem skiptinemi eina önn í Listaháskóla Íslands. Hún hefur sýnt í Þýskalandi, Íslandi, Hollandi, Rúmeníu, Svíþjóð og Sviss. Nýlega hlaut hún styrk fyrir unga upprennandi listamenn úr Mondrian-sjóðnum. Í verkum sínum einbeitir Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg eða málar á hvítan striga er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi. Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni og draga fram ólíka eiginleika efnisins. Innsetningin sýnir hvernig efnið geislar í ljósinu og virðist stöðugt en í myndbandinu endurspeglar efnið ljósið og hreyfist kröftuglega.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira