Rétta stemningin var til staðar Jónas Sen skrifar 6. janúar 2016 10:30 Agnes Tanja Thorsteins söngkona og Agnes Löve píanóleikari. Visir/Vilhelm Tónlist Söngtónleikar Agnes Thorsteins flutti lög eftir Faure, Strauss, Rakmaninoff og fleiri. Agnes Löve lék á píanó. Hannesarholti Sunnudaginn 3. janúar. Agnes Thorsteins mezzósópran vakti athygli með debúttónleikum sínum í Norræna húsinu fyrir tæpum tveimur árum. Hún sýndi mikinn listrænan þroska fyrir manneskju sem enn er í námi, en hún er um þessar mundir að ljúka BA-námi erlendis. Núna steig hún aftur fram á svið, að þessu sinni í Hannesarholti. Á dagskránni voru aðallega rómantísk lög. Rétt eins og á debúttónleikunum lék amma hennar, Agnes Löve, á píanóið. Tónleikarnir hófust á tilkynningu. Söngkonan var nýstigin upp úr flensu og röddin ekki alveg í toppformi. Það var leiðinlegt. Vissulega heyrði maður að söngurinn var ekki alveg í fókus, sumir tónarnir voru örlítið bjagaðir. Engu að síður var gaman á að hlýða. Agnes sýndi það enn og aftur að hún er listakona hvað sem tæknilegum atriðum leið. Túlkunin var yfirleitt sannfærandi. Sérstaklega fallegt var Les Berceaux eftir Fauré. Þetta er nokkuð drungalegt lag, en ákaflega hrífandi. Það er þrungið tilfinningu sem ekki er hægt að útskýra, en Agnes kom henni prýðilega til skila. Amma hennar spilaði líka afskaplega fallega á píanóið. Leikurinn var blæbrigðaríkur og hástemmdur. Útkoman var mögnuð. Einnig mætti nefna Draum op. 8 nr. 5 eftir Rakmaninoff, sem var hugljúfur. Aría úr La Clemenza di Tito eftir Mozart var jafnframt skemmtileg og Seguidilla úr Carmen var lífleg. Ávallt var píanóleikurinn mjúkur og fágaður og rann vel saman við sönginn. Og þá að slæmu fréttunum. Va tacito e nascosto úr Júlíusi Sesari og Sta nell' ircana úr Alcinu eftir Händel voru ekki fullnægjandi. Þetta er tónlist sem krefst gífurlega nákvæmrar raddbeitingar, léttleika og jafnvægis. Þessum eiginleikum var ábótavant. Sennilega spilaði flensan bannsetta þarna inn í. Aðeins alheilbrigð manneskja getur komið svona krefjandi tónlist almennilega til skila. Í lokin fáein orð um tónleikasalinn. Undirritaður hefur farið nokkrum sinnum á söngtónleika í Hannesarholti og það verður að segjast eins og er að einsöngur hljómar ekkert sérstaklega vel þar. Endurómunin er of lítil, söngurinn verður gjarnan þurr og stundum leiðinlega harður. Agnes hljómaði töluvert betur í Norræna húsinu, því er ekki að neita. Þrátt fyrir þetta er óhætt að fullyrða að Agnes er spennandi söngkona og ég hlakka til að heyra meira í henni er fram líða stundir. Niðurstaða: Agnes Thorsteins er glæsileg söngkona og hún gerði margt fallega á tónleikunum. Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Söngtónleikar Agnes Thorsteins flutti lög eftir Faure, Strauss, Rakmaninoff og fleiri. Agnes Löve lék á píanó. Hannesarholti Sunnudaginn 3. janúar. Agnes Thorsteins mezzósópran vakti athygli með debúttónleikum sínum í Norræna húsinu fyrir tæpum tveimur árum. Hún sýndi mikinn listrænan þroska fyrir manneskju sem enn er í námi, en hún er um þessar mundir að ljúka BA-námi erlendis. Núna steig hún aftur fram á svið, að þessu sinni í Hannesarholti. Á dagskránni voru aðallega rómantísk lög. Rétt eins og á debúttónleikunum lék amma hennar, Agnes Löve, á píanóið. Tónleikarnir hófust á tilkynningu. Söngkonan var nýstigin upp úr flensu og röddin ekki alveg í toppformi. Það var leiðinlegt. Vissulega heyrði maður að söngurinn var ekki alveg í fókus, sumir tónarnir voru örlítið bjagaðir. Engu að síður var gaman á að hlýða. Agnes sýndi það enn og aftur að hún er listakona hvað sem tæknilegum atriðum leið. Túlkunin var yfirleitt sannfærandi. Sérstaklega fallegt var Les Berceaux eftir Fauré. Þetta er nokkuð drungalegt lag, en ákaflega hrífandi. Það er þrungið tilfinningu sem ekki er hægt að útskýra, en Agnes kom henni prýðilega til skila. Amma hennar spilaði líka afskaplega fallega á píanóið. Leikurinn var blæbrigðaríkur og hástemmdur. Útkoman var mögnuð. Einnig mætti nefna Draum op. 8 nr. 5 eftir Rakmaninoff, sem var hugljúfur. Aría úr La Clemenza di Tito eftir Mozart var jafnframt skemmtileg og Seguidilla úr Carmen var lífleg. Ávallt var píanóleikurinn mjúkur og fágaður og rann vel saman við sönginn. Og þá að slæmu fréttunum. Va tacito e nascosto úr Júlíusi Sesari og Sta nell' ircana úr Alcinu eftir Händel voru ekki fullnægjandi. Þetta er tónlist sem krefst gífurlega nákvæmrar raddbeitingar, léttleika og jafnvægis. Þessum eiginleikum var ábótavant. Sennilega spilaði flensan bannsetta þarna inn í. Aðeins alheilbrigð manneskja getur komið svona krefjandi tónlist almennilega til skila. Í lokin fáein orð um tónleikasalinn. Undirritaður hefur farið nokkrum sinnum á söngtónleika í Hannesarholti og það verður að segjast eins og er að einsöngur hljómar ekkert sérstaklega vel þar. Endurómunin er of lítil, söngurinn verður gjarnan þurr og stundum leiðinlega harður. Agnes hljómaði töluvert betur í Norræna húsinu, því er ekki að neita. Þrátt fyrir þetta er óhætt að fullyrða að Agnes er spennandi söngkona og ég hlakka til að heyra meira í henni er fram líða stundir. Niðurstaða: Agnes Thorsteins er glæsileg söngkona og hún gerði margt fallega á tónleikunum.
Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira