Volvo V90 wagon í allri sinni dýrð Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 10:52 Sterkar og afgerandi línur í afturenda Volvo V90. Teknikens Värld Fyrstu myndirnar af Volvo V90 langbaknum streyma nú um síður alnetsins, en þessum myndum var lekið af hollenska miðlinum Teknikens Värld. Áður hafa sést myndir af systurbílnum S90 með hefðbundnu skotti (sedan). Afturendi Volvo V90 wagon vekur eftirtekt fyrir sterkar línur, mikið hallandi afturrúðu og afar stór ljós sem teygja sig lanleiðinina uppí þak bílsins. Volvo V90 wagon er arftaki hins vinsæla V70 bíls sem selst hefur vel í Evrópu, ekki síst í heimalandinu Svíþjóð. Volvo V90 kemur á markað eftir nokkra mánuði og þá af 2017 árgerð. Eitthvað seinna kemur svo að V90 Cross Country, bíls með meiri veghæð, brettaköntum og hlífðarplötum sem hæfa bíl sem fær á að vera að takast á við meiri torfærur. Vélbúnaður V90 verður sá sami og í S90 og XC90 jeppanum, eingöngu fjögurra strokka vélar í mismunandi útfærslum, allt að 407 hestöfl með rafmótorum til aðstoðar. Líklegt þykir að Volvo muni sýna þennan nýja V90 wagon bíl á bílasýningunni í Genf í mars. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent
Fyrstu myndirnar af Volvo V90 langbaknum streyma nú um síður alnetsins, en þessum myndum var lekið af hollenska miðlinum Teknikens Värld. Áður hafa sést myndir af systurbílnum S90 með hefðbundnu skotti (sedan). Afturendi Volvo V90 wagon vekur eftirtekt fyrir sterkar línur, mikið hallandi afturrúðu og afar stór ljós sem teygja sig lanleiðinina uppí þak bílsins. Volvo V90 wagon er arftaki hins vinsæla V70 bíls sem selst hefur vel í Evrópu, ekki síst í heimalandinu Svíþjóð. Volvo V90 kemur á markað eftir nokkra mánuði og þá af 2017 árgerð. Eitthvað seinna kemur svo að V90 Cross Country, bíls með meiri veghæð, brettaköntum og hlífðarplötum sem hæfa bíl sem fær á að vera að takast á við meiri torfærur. Vélbúnaður V90 verður sá sami og í S90 og XC90 jeppanum, eingöngu fjögurra strokka vélar í mismunandi útfærslum, allt að 407 hestöfl með rafmótorum til aðstoðar. Líklegt þykir að Volvo muni sýna þennan nýja V90 wagon bíl á bílasýningunni í Genf í mars.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent