Þjálfari Grindavíkur reiður: Þetta er íþróttahús en ekki „menningarhús“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2016 09:45 Jóhann Þór Ólafsson hefur engan húmor fyrir þrettándagleði degi fyrir leik hjá sér. vísir/stefán Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, ritar mikinn reiðipistil á Grindavík.net í dag þar sem hann skammast yfir notkun á Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Jóhann er ósáttur við að geta ekki æft á réttum tíma á miðvikudaginn, daginn fyrir fyrsta leik Grindvíkinga í Dominos-deildinni á nýju ári en þeir mæta FSu á fimmtudaginn. Þannig er mál með vexti að þrettándagleði fer fram í Röstinni á miðvikudaginn þegar Grindvíkingar eiga að æfa og vill Jóhann að þessi hátíð verði færð svo hún trufli ekki íþróttastarfið hjá Grindavík. „Samkvæmt okkar stundartöflu æfum við kl. 19.30 á þriðjudag en það er kvennaleikur í húsinu kl 19.15 og æfum við eftir hann ef að samkomulag næst við aðra flokka um tímann eftir leikinn,“ segir Jóhann um aðstöðuleysið.Jóhann messar yfir sínum mönnum gegn Stjörnunni fyrr í vetur.vísir/ernirEr þetta bara sjálfsagt? „Svo er æfing kl 18.00 á miðvikudag. En nú er búið að setja á þrettándagleði í húsið sem að hefst kl. 18.00. Þetta þýðir að við getum ekki hafið æfingu fyrr en eftir þessa gleði sem að verður aldrei fyrr en 20.30.“ „Hinsvegar á kvennaliðið æfingu á þessum tíma og þurfum við þjálfararnir að semja um salinn á þessum frábæra tíma. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott og í raun fáranlegt,“ segir Jóhann. Jóhann spyr sig hvers vegna það sé sjálfsagt að íþróttaæfingar víki fyrir þreéttándagleði þegar verið er að reyna að halda úti metnaðarfullu starfi. Hann bendir á að hægt sé að halda þrettándagleðina í sölum víðsvegar um Grindavíkurbæ. „Er það bara sjálfsagt mál hjá þeim sem þetta ákveða að við lúffum bara fyrir þessu? Það er s.s flott mál að hægt sé að nota íþróttahúsið í annað en bara þessar inni íþróttir en eiga íþróttirnar ekki að vera í forgang?“ segir hann. „Þetta er íþróttahús númer 1,2 og 3 og „menningarhús“ númer 4,5 og 6. Eða það er allavega mitt mat. Það er nóg stapp eins og áður sagði um tíma þó að það þurfi ekki að vera að bæta þessu ofan á líka,“ segir Jóhann Þór Ólafsson.Jón Axel Guðmundsson er sonur Guðmundar og stjarna í Grindavíkurliðinu.vísir/stefánGoðsögn sammála Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður og Íslandsmeistari með Grindavík, tekur undir með Jóhanni sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Jóhanni framan af vetri. Guðmundur deilir pistlinum á Facebook-síðu sinni og segir: „Ótrúlegt að stjórnendur hjá Grindavíkurbær ákveði að þrettándagleðin sé í íþróttahúsinu daginn fyrir leik hjá meistaraflokk, án þess að athuga hvað er í gangi í húsinu.“ „Íþróttaatburðir og mikilvægar æfingar dag fyrir leik eiga að hafa forgang í íþróttahúsinu. Nema það sé kannski orðið aukahlutverk þessa mannvirkis? Það er ágæt veðurspá á miðvikudaginn. Svona viðburðir eiga að vera utandyra en færa hugsanlega inn í sal ef stefnir í vitlaust veður,“ segir Guðmundur Bragason. Dominos-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, ritar mikinn reiðipistil á Grindavík.net í dag þar sem hann skammast yfir notkun á Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Jóhann er ósáttur við að geta ekki æft á réttum tíma á miðvikudaginn, daginn fyrir fyrsta leik Grindvíkinga í Dominos-deildinni á nýju ári en þeir mæta FSu á fimmtudaginn. Þannig er mál með vexti að þrettándagleði fer fram í Röstinni á miðvikudaginn þegar Grindvíkingar eiga að æfa og vill Jóhann að þessi hátíð verði færð svo hún trufli ekki íþróttastarfið hjá Grindavík. „Samkvæmt okkar stundartöflu æfum við kl. 19.30 á þriðjudag en það er kvennaleikur í húsinu kl 19.15 og æfum við eftir hann ef að samkomulag næst við aðra flokka um tímann eftir leikinn,“ segir Jóhann um aðstöðuleysið.Jóhann messar yfir sínum mönnum gegn Stjörnunni fyrr í vetur.vísir/ernirEr þetta bara sjálfsagt? „Svo er æfing kl 18.00 á miðvikudag. En nú er búið að setja á þrettándagleði í húsið sem að hefst kl. 18.00. Þetta þýðir að við getum ekki hafið æfingu fyrr en eftir þessa gleði sem að verður aldrei fyrr en 20.30.“ „Hinsvegar á kvennaliðið æfingu á þessum tíma og þurfum við þjálfararnir að semja um salinn á þessum frábæra tíma. Þetta finnst mér alls ekki nógu gott og í raun fáranlegt,“ segir Jóhann. Jóhann spyr sig hvers vegna það sé sjálfsagt að íþróttaæfingar víki fyrir þreéttándagleði þegar verið er að reyna að halda úti metnaðarfullu starfi. Hann bendir á að hægt sé að halda þrettándagleðina í sölum víðsvegar um Grindavíkurbæ. „Er það bara sjálfsagt mál hjá þeim sem þetta ákveða að við lúffum bara fyrir þessu? Það er s.s flott mál að hægt sé að nota íþróttahúsið í annað en bara þessar inni íþróttir en eiga íþróttirnar ekki að vera í forgang?“ segir hann. „Þetta er íþróttahús númer 1,2 og 3 og „menningarhús“ númer 4,5 og 6. Eða það er allavega mitt mat. Það er nóg stapp eins og áður sagði um tíma þó að það þurfi ekki að vera að bæta þessu ofan á líka,“ segir Jóhann Þór Ólafsson.Jón Axel Guðmundsson er sonur Guðmundar og stjarna í Grindavíkurliðinu.vísir/stefánGoðsögn sammála Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður og Íslandsmeistari með Grindavík, tekur undir með Jóhanni sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Jóhanni framan af vetri. Guðmundur deilir pistlinum á Facebook-síðu sinni og segir: „Ótrúlegt að stjórnendur hjá Grindavíkurbær ákveði að þrettándagleðin sé í íþróttahúsinu daginn fyrir leik hjá meistaraflokk, án þess að athuga hvað er í gangi í húsinu.“ „Íþróttaatburðir og mikilvægar æfingar dag fyrir leik eiga að hafa forgang í íþróttahúsinu. Nema það sé kannski orðið aukahlutverk þessa mannvirkis? Það er ágæt veðurspá á miðvikudaginn. Svona viðburðir eiga að vera utandyra en færa hugsanlega inn í sal ef stefnir í vitlaust veður,“ segir Guðmundur Bragason.
Dominos-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira