Aron: Mér leið illa inn á vellinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 21:28 Aron Pálmarsson náði ekki að skora gegn Króatíu í kvöld. Vísir/Valli „Afhroð er bara fínt orð yfir þetta. Þeir jörðuðu okkur frá byrjun og við áttum ekki breik í sókninni,“ sagði Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Strákarnir okkar eru úr leik á EM eftir niðurlægjandi tap gegn króatíska liðinu, en ekkert minna en eitt stig dugði til í kvöld. „Við áttum engin svör við þessari 3-2-1 vörn þeirra og þetta var búið eftir korter,“ sagði Aron sem spilaði vafalítið sinn versta landsleik á ferlinum. Aron skoraði ekki mark úr fimm skotum og tapaði boltanum þrisvar sinnum. „Við vorum búnir að fara yfir þetta og vissum hvernig vörn þeir spiluðu en þeir gjörsamlega jörðuðu okkur. Mér leið illa að vera inn á og spila á móti þeim í sókninni, ég skal viðurkenna það,“ sagði Aron. Andleysið virkaði algjört hjá íslenska liðinu í kvöld. „Fyrir leik var allt í góðu og allir vel stemmdir. Svo fáum við bara tusku í andlitið og maður lítur á stöðuna og sér bara 7-2,“ sagði Aron. „Þá tökum við leikhlé og reynum að snúa þessu við en þá fer þetta í 11-2. Það tekur helvíti mikið á að sjá þetta gerast og finna fyrir þessu. Þetta var hræðilegt og alveg til skammar hvernig við spiluðum í dag.“ Tapið í dag gerði út um vonir strákanna okkar að komast á Ólympíuleikana í Ríó 2016. „Við eigum ekki einu sinni séns á að komast á Ólympíuleikana. Það er ömurlegt - alveg hræðilegt. Maður hefði viljað styttra sumarfrí í sumar út af Ólympíuleikunum en maður verður bara að horfa á það í sjónvarpinu. Djöfull á það eftir að vera svekkjandi,“ sagði Aron Pálmarsson. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
„Afhroð er bara fínt orð yfir þetta. Þeir jörðuðu okkur frá byrjun og við áttum ekki breik í sókninni,“ sagði Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Strákarnir okkar eru úr leik á EM eftir niðurlægjandi tap gegn króatíska liðinu, en ekkert minna en eitt stig dugði til í kvöld. „Við áttum engin svör við þessari 3-2-1 vörn þeirra og þetta var búið eftir korter,“ sagði Aron sem spilaði vafalítið sinn versta landsleik á ferlinum. Aron skoraði ekki mark úr fimm skotum og tapaði boltanum þrisvar sinnum. „Við vorum búnir að fara yfir þetta og vissum hvernig vörn þeir spiluðu en þeir gjörsamlega jörðuðu okkur. Mér leið illa að vera inn á og spila á móti þeim í sókninni, ég skal viðurkenna það,“ sagði Aron. Andleysið virkaði algjört hjá íslenska liðinu í kvöld. „Fyrir leik var allt í góðu og allir vel stemmdir. Svo fáum við bara tusku í andlitið og maður lítur á stöðuna og sér bara 7-2,“ sagði Aron. „Þá tökum við leikhlé og reynum að snúa þessu við en þá fer þetta í 11-2. Það tekur helvíti mikið á að sjá þetta gerast og finna fyrir þessu. Þetta var hræðilegt og alveg til skammar hvernig við spiluðum í dag.“ Tapið í dag gerði út um vonir strákanna okkar að komast á Ólympíuleikana í Ríó 2016. „Við eigum ekki einu sinni séns á að komast á Ólympíuleikana. Það er ömurlegt - alveg hræðilegt. Maður hefði viljað styttra sumarfrí í sumar út af Ólympíuleikunum en maður verður bara að horfa á það í sjónvarpinu. Djöfull á það eftir að vera svekkjandi,“ sagði Aron Pálmarsson.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira