Aron: Mér leið illa inn á vellinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 21:28 Aron Pálmarsson náði ekki að skora gegn Króatíu í kvöld. Vísir/Valli „Afhroð er bara fínt orð yfir þetta. Þeir jörðuðu okkur frá byrjun og við áttum ekki breik í sókninni,“ sagði Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Strákarnir okkar eru úr leik á EM eftir niðurlægjandi tap gegn króatíska liðinu, en ekkert minna en eitt stig dugði til í kvöld. „Við áttum engin svör við þessari 3-2-1 vörn þeirra og þetta var búið eftir korter,“ sagði Aron sem spilaði vafalítið sinn versta landsleik á ferlinum. Aron skoraði ekki mark úr fimm skotum og tapaði boltanum þrisvar sinnum. „Við vorum búnir að fara yfir þetta og vissum hvernig vörn þeir spiluðu en þeir gjörsamlega jörðuðu okkur. Mér leið illa að vera inn á og spila á móti þeim í sókninni, ég skal viðurkenna það,“ sagði Aron. Andleysið virkaði algjört hjá íslenska liðinu í kvöld. „Fyrir leik var allt í góðu og allir vel stemmdir. Svo fáum við bara tusku í andlitið og maður lítur á stöðuna og sér bara 7-2,“ sagði Aron. „Þá tökum við leikhlé og reynum að snúa þessu við en þá fer þetta í 11-2. Það tekur helvíti mikið á að sjá þetta gerast og finna fyrir þessu. Þetta var hræðilegt og alveg til skammar hvernig við spiluðum í dag.“ Tapið í dag gerði út um vonir strákanna okkar að komast á Ólympíuleikana í Ríó 2016. „Við eigum ekki einu sinni séns á að komast á Ólympíuleikana. Það er ömurlegt - alveg hræðilegt. Maður hefði viljað styttra sumarfrí í sumar út af Ólympíuleikunum en maður verður bara að horfa á það í sjónvarpinu. Djöfull á það eftir að vera svekkjandi,“ sagði Aron Pálmarsson. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
„Afhroð er bara fínt orð yfir þetta. Þeir jörðuðu okkur frá byrjun og við áttum ekki breik í sókninni,“ sagði Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Strákarnir okkar eru úr leik á EM eftir niðurlægjandi tap gegn króatíska liðinu, en ekkert minna en eitt stig dugði til í kvöld. „Við áttum engin svör við þessari 3-2-1 vörn þeirra og þetta var búið eftir korter,“ sagði Aron sem spilaði vafalítið sinn versta landsleik á ferlinum. Aron skoraði ekki mark úr fimm skotum og tapaði boltanum þrisvar sinnum. „Við vorum búnir að fara yfir þetta og vissum hvernig vörn þeir spiluðu en þeir gjörsamlega jörðuðu okkur. Mér leið illa að vera inn á og spila á móti þeim í sókninni, ég skal viðurkenna það,“ sagði Aron. Andleysið virkaði algjört hjá íslenska liðinu í kvöld. „Fyrir leik var allt í góðu og allir vel stemmdir. Svo fáum við bara tusku í andlitið og maður lítur á stöðuna og sér bara 7-2,“ sagði Aron. „Þá tökum við leikhlé og reynum að snúa þessu við en þá fer þetta í 11-2. Það tekur helvíti mikið á að sjá þetta gerast og finna fyrir þessu. Þetta var hræðilegt og alveg til skammar hvernig við spiluðum í dag.“ Tapið í dag gerði út um vonir strákanna okkar að komast á Ólympíuleikana í Ríó 2016. „Við eigum ekki einu sinni séns á að komast á Ólympíuleikana. Það er ömurlegt - alveg hræðilegt. Maður hefði viljað styttra sumarfrí í sumar út af Ólympíuleikunum en maður verður bara að horfa á það í sjónvarpinu. Djöfull á það eftir að vera svekkjandi,“ sagði Aron Pálmarsson.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira