Koenigsegg Agera RS uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 10:12 Koenigsegg Agera RS. motorauthority.com Þeir sem höfðu hugsað sér að kaupa eintak af hinum sænska ofurbíl Koenigsegg Agera RS eru orðnir of seinir, hann er uppseldur og verða ekki framleidd nema 25 eintök af honum. Fyrir hvert eintak þessa 1.160 hestafla bíls þarf reyndar að reiða fram kringum 260 milljónir króna, en nóg virðist vera til af fólki sem ekki munar um það. Þessi Koenigsegg Agera RS er bíll sem er skotið á milli hins 1.124 hestafla Koenigsegg Agera R og Koenigsegg One:1 sem er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Kaupendur þessara 25 eintaka á bílnum er meðal annars að finna í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan, Kína, Taiwan, Singapore, Malasíu, Saudi-Arabíu, Quatar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Koenigsegg Agera RS er 2,8 sekúndur í hundraðið, en enn athygliverðara er að hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða og hámarkshraðinn er 440 km/klst. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent
Þeir sem höfðu hugsað sér að kaupa eintak af hinum sænska ofurbíl Koenigsegg Agera RS eru orðnir of seinir, hann er uppseldur og verða ekki framleidd nema 25 eintök af honum. Fyrir hvert eintak þessa 1.160 hestafla bíls þarf reyndar að reiða fram kringum 260 milljónir króna, en nóg virðist vera til af fólki sem ekki munar um það. Þessi Koenigsegg Agera RS er bíll sem er skotið á milli hins 1.124 hestafla Koenigsegg Agera R og Koenigsegg One:1 sem er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Kaupendur þessara 25 eintaka á bílnum er meðal annars að finna í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan, Kína, Taiwan, Singapore, Malasíu, Saudi-Arabíu, Quatar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Koenigsegg Agera RS er 2,8 sekúndur í hundraðið, en enn athygliverðara er að hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða og hámarkshraðinn er 440 km/klst.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent