Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2016 00:01 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er afar ánægður með þennan samning. Vísir/Getty Viðskiptaþvingunum á Íran hefur verið aflétt eftir að eftirlitsaðilar höfðu staðfest að yfirvöld þar í landi hefðu farið eftir samningi sem er hannaður til að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna. Haft er eftir Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, að samningurinn muni stuðla að aukinni friðsæld í Íran og á alþjóðavettvangi. Með því að aflétta viðskiptaþvingunum á Íran losna eignir upp á milljarði dala og verður hægt að selja olíu sem er unnin í landinu á alþjóðavísu. Íranir hafa ávallt haldið því fram að nýting þeirra á kjarnorku sé friðsamur gjörningur en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir andstæðinga samkomulagsins telja það ekki ganga nógu langt til að tryggja að Íranir geti ekki framleitt kjarnavopn. Forseti Íran, Hassan Rouhani, fagnaði þessum áfanga í dag og þakkaði þjóðinni fyrir þolinmæðina sem hún hefur sýnt í þessu máli. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur fyrirskipað að viðskiptaþvingunum gegn Íran, í tengslum við þróun kjarnavopna, verði aflétt. Kerry fundaði með utanríkisráðherra Íran í Vín í Austurríki þar sem þeir ræddu hvort möguleiki væri á að aflétta viðskiptaþvingunum. Kerry sagði að Íran hefði tekið mikilvæg skref í átt að samkomulagi sem margir hefðu efast um að yfirvöld þar í landi myndu taka. „Í þakkarskyni munu Bandaríkin og Evrópusambandið aflétta viðskiptaþvingunum og auka þannig tækifæri írönsku þjóðarinnar. Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ Tengdar fréttir Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Viðskiptaþvingunum á Íran hefur verið aflétt eftir að eftirlitsaðilar höfðu staðfest að yfirvöld þar í landi hefðu farið eftir samningi sem er hannaður til að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna. Haft er eftir Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, að samningurinn muni stuðla að aukinni friðsæld í Íran og á alþjóðavettvangi. Með því að aflétta viðskiptaþvingunum á Íran losna eignir upp á milljarði dala og verður hægt að selja olíu sem er unnin í landinu á alþjóðavísu. Íranir hafa ávallt haldið því fram að nýting þeirra á kjarnorku sé friðsamur gjörningur en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir andstæðinga samkomulagsins telja það ekki ganga nógu langt til að tryggja að Íranir geti ekki framleitt kjarnavopn. Forseti Íran, Hassan Rouhani, fagnaði þessum áfanga í dag og þakkaði þjóðinni fyrir þolinmæðina sem hún hefur sýnt í þessu máli. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur fyrirskipað að viðskiptaþvingunum gegn Íran, í tengslum við þróun kjarnavopna, verði aflétt. Kerry fundaði með utanríkisráðherra Íran í Vín í Austurríki þar sem þeir ræddu hvort möguleiki væri á að aflétta viðskiptaþvingunum. Kerry sagði að Íran hefði tekið mikilvæg skref í átt að samkomulagi sem margir hefðu efast um að yfirvöld þar í landi myndu taka. „Í þakkarskyni munu Bandaríkin og Evrópusambandið aflétta viðskiptaþvingunum og auka þannig tækifæri írönsku þjóðarinnar. Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“
Tengdar fréttir Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15