Vissi að ég myndi verja lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 16. janúar 2016 06:00 Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri með félögum sínum í gær. Vísir/Valli Svona á að byrja stórmót. Háspennuleikur og eins marks sigur á Noregi gefur strákunum okkar byr í seglin fyrir svaðilför þeirra í Póllandi á næstu misserum. Þessi magnaði sigur hlýtur að gefa liðinu styrk og kraft. Þetta var ekki alltaf fallegt en það skiptir ekki máli þegar stigin fara til Íslands. Eftir ótrúlega spennu undir lokin var Björgvin Páll Gústavsson hetjan er hann varði lokaskot leiksins frá Sander Sagosen. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði Björgvin Páll og brosti allan hringinn eftir leikinn. Hann mátti sannarlega við því. Varði vel í leiknum og þegar mest á reyndi. „Það var voða lítið að fara í gegnum hausinn á mér þarna í restina. Mér fannst að strákarnir ættu skilið að ég myndi verja þennan bolta miðað við vörnina sem þeir voru að spila í leiknum. Ég átti að verja skotin úr hornunum. Það gekk ekki neitt og því tók ég bara síðasta boltann í staðinn,“ sagði Björgvin glottandi og enn hátt uppi. Lái honum hver sem vill.Lifir fyrir svona leiki „Tilfinningin er ótrúlega góð og þetta er fullkomin byrjun á mótinu. Maður lifir fyrir svona leiki og ég tala nú ekki um gegn frændþjóð. Þetta var bara yndislegt og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir framhaldið.“ Þó að Björgvin Páll hafi verið hetjan í lokin þá var Aron Pálmarsson stjarnan í Spodek-höllinni í kvöld og stjarna hans skein skært. Hann dró íslenska liðið áfram og því virtist fyrirmunað að skora á löngum tíma nema hann skoraði eða byggi til mark. Aron er orðinn hreint út sagt ótrúlega góður handboltamaður og búinn að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims.Eitt hraðaupphlaupsmark Ísland fékk aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi og hornaspilið var ekkert. Strákarnir komu sér einnig í góðar stöður í leiknum. Hefðu átt að drepa leikinn fyrr og voru sjálfum sér verstir er þeir komust loksins í góða stöðu. Það var einnig mjög áhugavert að íslenska liðið var betra manni færra en manni fleiri. Þó að sigurinn hafi verið góður þá á liðið mun meira inni. Það er alltaf gott að vinna og eiga meira inni. Það var aftur á móti mjög jákvætt að Aron landsliðsþjálfari skyldi keyra á öllu liðinu og það með góðum árangri. Þrír línumenn komu við sögu og allir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Guðmundur Hólmar þreytti frumraun sína á stórmóti og var magnaður lengstum. Reynsluleysið varð honum þó að falli á mikilvægum tímapunkti undir lokin en hann lærir af því. Þarna er að fæðast framtíðarmaður í vörn Íslands.Koma jafnvel einhverjum á óvart Eins og Björgvin Páll sagði þá var þetta fullkomin byrjun á mótinu. Strákarnir fengu þann byr sem þeir vildu fá í seglin og haldi þeir rétt á spilunum er ekkert því til fyrirstöðu að liðið nái virkilega góðum árangri á þessu móti og komi jafnvel einhverjum á óvart. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Svona á að byrja stórmót. Háspennuleikur og eins marks sigur á Noregi gefur strákunum okkar byr í seglin fyrir svaðilför þeirra í Póllandi á næstu misserum. Þessi magnaði sigur hlýtur að gefa liðinu styrk og kraft. Þetta var ekki alltaf fallegt en það skiptir ekki máli þegar stigin fara til Íslands. Eftir ótrúlega spennu undir lokin var Björgvin Páll Gústavsson hetjan er hann varði lokaskot leiksins frá Sander Sagosen. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði Björgvin Páll og brosti allan hringinn eftir leikinn. Hann mátti sannarlega við því. Varði vel í leiknum og þegar mest á reyndi. „Það var voða lítið að fara í gegnum hausinn á mér þarna í restina. Mér fannst að strákarnir ættu skilið að ég myndi verja þennan bolta miðað við vörnina sem þeir voru að spila í leiknum. Ég átti að verja skotin úr hornunum. Það gekk ekki neitt og því tók ég bara síðasta boltann í staðinn,“ sagði Björgvin glottandi og enn hátt uppi. Lái honum hver sem vill.Lifir fyrir svona leiki „Tilfinningin er ótrúlega góð og þetta er fullkomin byrjun á mótinu. Maður lifir fyrir svona leiki og ég tala nú ekki um gegn frændþjóð. Þetta var bara yndislegt og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir framhaldið.“ Þó að Björgvin Páll hafi verið hetjan í lokin þá var Aron Pálmarsson stjarnan í Spodek-höllinni í kvöld og stjarna hans skein skært. Hann dró íslenska liðið áfram og því virtist fyrirmunað að skora á löngum tíma nema hann skoraði eða byggi til mark. Aron er orðinn hreint út sagt ótrúlega góður handboltamaður og búinn að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims.Eitt hraðaupphlaupsmark Ísland fékk aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi og hornaspilið var ekkert. Strákarnir komu sér einnig í góðar stöður í leiknum. Hefðu átt að drepa leikinn fyrr og voru sjálfum sér verstir er þeir komust loksins í góða stöðu. Það var einnig mjög áhugavert að íslenska liðið var betra manni færra en manni fleiri. Þó að sigurinn hafi verið góður þá á liðið mun meira inni. Það er alltaf gott að vinna og eiga meira inni. Það var aftur á móti mjög jákvætt að Aron landsliðsþjálfari skyldi keyra á öllu liðinu og það með góðum árangri. Þrír línumenn komu við sögu og allir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Guðmundur Hólmar þreytti frumraun sína á stórmóti og var magnaður lengstum. Reynsluleysið varð honum þó að falli á mikilvægum tímapunkti undir lokin en hann lærir af því. Þarna er að fæðast framtíðarmaður í vörn Íslands.Koma jafnvel einhverjum á óvart Eins og Björgvin Páll sagði þá var þetta fullkomin byrjun á mótinu. Strákarnir fengu þann byr sem þeir vildu fá í seglin og haldi þeir rétt á spilunum er ekkert því til fyrirstöðu að liðið nái virkilega góðum árangri á þessu móti og komi jafnvel einhverjum á óvart.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti