Hyundai pallbíll í farvatninu Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2016 09:46 Hyundai HCD-15 Santa Cruze. Hyundai segir að það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær þessi Hyundai HCD-15 Santa Cruze tilraunbíll verður að framleiðslubíl fyrirtækisins. Þennan bíl er Hyundai að sýna núna á bílsýningunni í Detroit og þar hefur hann vakið athygli. Hyundai í Bandaríkjunum hefur mikinn áhuga á því að þessi bíll verði framleiddur en þar bíða menn eftir grænu ljósi frá höfuðstöðvunum í S-Kóreu. Talið er afar líklegt að framleiðslu hans verði. Þessi pallbíll myndi fá sama undirvagn og nýr Tucson jepplingur Hyundai og hann gæti orðið fyrsti bíll Hyundai með dísilvél sem boðinn yrði í Bandaríkjunum. Hann myndi keppa þar við bíla eins og Chevrolet Colorado, GMC Canyon, Toyota Tacoma og Honda Ridgeline, þrátt fyrir að hann yrði þeirra minnstur. Það telur Hyundai að sé bara kostur þar sem fleiri og fleiri kjósi minni pallbíla. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent
Hyundai segir að það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær þessi Hyundai HCD-15 Santa Cruze tilraunbíll verður að framleiðslubíl fyrirtækisins. Þennan bíl er Hyundai að sýna núna á bílsýningunni í Detroit og þar hefur hann vakið athygli. Hyundai í Bandaríkjunum hefur mikinn áhuga á því að þessi bíll verði framleiddur en þar bíða menn eftir grænu ljósi frá höfuðstöðvunum í S-Kóreu. Talið er afar líklegt að framleiðslu hans verði. Þessi pallbíll myndi fá sama undirvagn og nýr Tucson jepplingur Hyundai og hann gæti orðið fyrsti bíll Hyundai með dísilvél sem boðinn yrði í Bandaríkjunum. Hann myndi keppa þar við bíla eins og Chevrolet Colorado, GMC Canyon, Toyota Tacoma og Honda Ridgeline, þrátt fyrir að hann yrði þeirra minnstur. Það telur Hyundai að sé bara kostur þar sem fleiri og fleiri kjósi minni pallbíla.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent