Defender nr. 2.000.000 fór á 80 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 09:09 Land Rover Defenderinn boðinn upp. Nú þegar Land Rover er að hætta að framleiða Defender, hinn eiginlega Land Rover, stóð það næstum á sléttu að verksmiðjur Land Rover í Solihull verksmiðjunni í Bretlandi framleiddu alls tvær milljónir slíkra bíla. Sá sem var með framleiðslunúmerið 2.000.000 var síðan boðinn upp hjá Bonhams uppboðsfyrirtækinu og mun afraksturinn renna til góðgerðarmála. Bílinn keypti ónefndur auðmaður í Quatar og með kaupum hans er þessi bíll líklega dýrasti Land Rover sem seldur hefur verið. Það eru Rauði Krossinn og Red Crescent Societies sem njóta góðs af kaupverðinu og verður fénu varið til að berjast gegn náttúruvá í SA-Nepal og til verndunar villtu dýralífi í Meru þjóðgarðinum í Kenýa. Bíllinn sem Quatar-búinn keypti er reyndar engin venjuleg útgáfa af Land Rover Defender, en hann er með óvenju ríkulegri innréttingu, með ágröfnu korti af Red Wharf Bay, þar sem hugmyndin að smíði hans á að eiga uppruna sinn og að sjálfsögðu er einnig ígrafin plata í innréttingu bílsins sem greinir frá því að þetta sé framleiðslubíll nr. 2.000.000. Þá er einnig álplata fest inní bílinn með nöfnum allra þeirra starfmanna sem tóku þátt í smíði hans. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent
Nú þegar Land Rover er að hætta að framleiða Defender, hinn eiginlega Land Rover, stóð það næstum á sléttu að verksmiðjur Land Rover í Solihull verksmiðjunni í Bretlandi framleiddu alls tvær milljónir slíkra bíla. Sá sem var með framleiðslunúmerið 2.000.000 var síðan boðinn upp hjá Bonhams uppboðsfyrirtækinu og mun afraksturinn renna til góðgerðarmála. Bílinn keypti ónefndur auðmaður í Quatar og með kaupum hans er þessi bíll líklega dýrasti Land Rover sem seldur hefur verið. Það eru Rauði Krossinn og Red Crescent Societies sem njóta góðs af kaupverðinu og verður fénu varið til að berjast gegn náttúruvá í SA-Nepal og til verndunar villtu dýralífi í Meru þjóðgarðinum í Kenýa. Bíllinn sem Quatar-búinn keypti er reyndar engin venjuleg útgáfa af Land Rover Defender, en hann er með óvenju ríkulegri innréttingu, með ágröfnu korti af Red Wharf Bay, þar sem hugmyndin að smíði hans á að eiga uppruna sinn og að sjálfsögðu er einnig ígrafin plata í innréttingu bílsins sem greinir frá því að þetta sé framleiðslubíll nr. 2.000.000. Þá er einnig álplata fest inní bílinn með nöfnum allra þeirra starfmanna sem tóku þátt í smíði hans.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent