Sameinumst! du du du du Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. janúar 2016 07:00 Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við forsetaembættinu fyrir 20 árum var hann ekki ósvipaður forverum sínum. Hann var virðulegur, kom vel fyrir í útlöndum og var ekki farinn að líkjast Turkmenbashi á neinn hátt. Reyndar fór hann í taugarnar á gömlum andstæðingum sínum í pólitík en það er víst erfitt að finna forseta sem allir geta verið sammála um. Eða hvað? Nú er Ólafur á förum og hafa nokkrir þegar verið orðaðir við embættið. Ég sé hins vegar engan í fljótu bragði sem talist gæti „óumdeildur“. Andri Snær er eldklár hugsjónamaður en hann fer í taugarnar á stóriðjusinnuðum hægrimönnum. Þorgrímur Þráinsson er fínn í fótbolta en hann fer í taugarnar á femínistum og reykingafólki. Aðrir tilheyra svo flokkunum „hafa ekki áhuga“ og „ná ekki einu prósenti“. Þar sem allir í heiminum eru pínu gallaðir spyr ég mig að því hvort við ættum kannski að slá þessu bara upp í kæruleysi og hafa tvo forseta. Tveir ófullkomnir einstaklingar geta nefnilega verið fantagott tvíeyki. Sem dæmi um það má nefna Lennon og McCartney, Thelmu og Louise, Halla og Ladda. Best væri auðvitað ef einstaklingarnir væru eins ólíkir og mögulegt er þannig að markhópurinn sé sem breiðastur. Ég nefni nokkur möguleg tvíeyki sem gætu sameinað ólíkar fylkingar: Davíð Oddsson og Björk, Páll Óskar og Gylfi Ægisson, Eiður Svanberg og Erpur Eyvindarson. Rósa Ingólfs og Barði í Bang Gang. Þið skiljið hvert ég er að fara. Ef þú fílar ekki annan þá fílarðu líklega hinn. Og ef okkur tekst að gera alla Íslendinga 50% ánægða erum við á grænni grein. Heimskulegt? Kannski. Dýrt? Alveg örugglega. Versta hugmynd Íslandssögunnar? Langt því frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við forsetaembættinu fyrir 20 árum var hann ekki ósvipaður forverum sínum. Hann var virðulegur, kom vel fyrir í útlöndum og var ekki farinn að líkjast Turkmenbashi á neinn hátt. Reyndar fór hann í taugarnar á gömlum andstæðingum sínum í pólitík en það er víst erfitt að finna forseta sem allir geta verið sammála um. Eða hvað? Nú er Ólafur á förum og hafa nokkrir þegar verið orðaðir við embættið. Ég sé hins vegar engan í fljótu bragði sem talist gæti „óumdeildur“. Andri Snær er eldklár hugsjónamaður en hann fer í taugarnar á stóriðjusinnuðum hægrimönnum. Þorgrímur Þráinsson er fínn í fótbolta en hann fer í taugarnar á femínistum og reykingafólki. Aðrir tilheyra svo flokkunum „hafa ekki áhuga“ og „ná ekki einu prósenti“. Þar sem allir í heiminum eru pínu gallaðir spyr ég mig að því hvort við ættum kannski að slá þessu bara upp í kæruleysi og hafa tvo forseta. Tveir ófullkomnir einstaklingar geta nefnilega verið fantagott tvíeyki. Sem dæmi um það má nefna Lennon og McCartney, Thelmu og Louise, Halla og Ladda. Best væri auðvitað ef einstaklingarnir væru eins ólíkir og mögulegt er þannig að markhópurinn sé sem breiðastur. Ég nefni nokkur möguleg tvíeyki sem gætu sameinað ólíkar fylkingar: Davíð Oddsson og Björk, Páll Óskar og Gylfi Ægisson, Eiður Svanberg og Erpur Eyvindarson. Rósa Ingólfs og Barði í Bang Gang. Þið skiljið hvert ég er að fara. Ef þú fílar ekki annan þá fílarðu líklega hinn. Og ef okkur tekst að gera alla Íslendinga 50% ánægða erum við á grænni grein. Heimskulegt? Kannski. Dýrt? Alveg örugglega. Versta hugmynd Íslandssögunnar? Langt því frá.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun