Börn og fullorðnir saman í jóga Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. janúar 2016 10:00 Fyrsta sunnudag í mánuði er krakkajóga á Kex Hostel. Fréttablaðið/Ernir Heimilislegir sunnudagar eru haldnir alla sunnudaga á Kexi hosteli. Þar er boðið upp á fjölbreytta fjölskyldudagskrá. „Mér fannst vanta fjölskyldudagskrá um helgar sem væru svona fastur liður. Ég byrjaði á þessu fyrir fjórum árum en flutti síðan erlendis í tvö ár en byrjaði aftur þegar ég kom heim og núna er þetta annar veturinn þar sem þetta hefur verið fastur liður,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona sem stendur fyrir Heimilislegum sunnudögum á Kexi hosteli. Á hverjum sunnudegi er í boði dagskrá sem ætluð er börnum og foreldrum þeirra. „Við erum með fjölbreytta dagskrá. Fyrsta sunnudag í mánuði er alltaf krakkajóga. Síðan höfum við fengið Ævar vísindamann, Línu Langsokk, Leikhópinn Lottu og fleiri góða í heimsókn. Við höfum líka oft verið með tónleika og fáum reglulega til okkar listamenn sem kynna starf sitt. Meðal annars myndlistarmenn, leikara og leikstjóra,“ segir Nanna Kristín en einnig hefur verið krakkabíó og krakkadjass svo eitthvað sé nefnt. „Við reynum að hafa viðburði sem foreldrar geta líka tekið þátt í. Krökkunum finnst rosalega skemmtilegt þegar foreldrarnir leika með. Kex er þægilegur staður, þar er líka góður veitingastaður fyrir bæði börn og fullorðna þannig að það er hægt að fá sér að borða líka,“ segir hún. Um helgina verður krakkajóga og er fólk hvatt til þess að taka jógadýnur með sér ef það getur. Heimilslegir sunnudagar hefjast alltaf klukkan 13 og það er frítt inn. Heilsa Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið
Heimilislegir sunnudagar eru haldnir alla sunnudaga á Kexi hosteli. Þar er boðið upp á fjölbreytta fjölskyldudagskrá. „Mér fannst vanta fjölskyldudagskrá um helgar sem væru svona fastur liður. Ég byrjaði á þessu fyrir fjórum árum en flutti síðan erlendis í tvö ár en byrjaði aftur þegar ég kom heim og núna er þetta annar veturinn þar sem þetta hefur verið fastur liður,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona sem stendur fyrir Heimilislegum sunnudögum á Kexi hosteli. Á hverjum sunnudegi er í boði dagskrá sem ætluð er börnum og foreldrum þeirra. „Við erum með fjölbreytta dagskrá. Fyrsta sunnudag í mánuði er alltaf krakkajóga. Síðan höfum við fengið Ævar vísindamann, Línu Langsokk, Leikhópinn Lottu og fleiri góða í heimsókn. Við höfum líka oft verið með tónleika og fáum reglulega til okkar listamenn sem kynna starf sitt. Meðal annars myndlistarmenn, leikara og leikstjóra,“ segir Nanna Kristín en einnig hefur verið krakkabíó og krakkadjass svo eitthvað sé nefnt. „Við reynum að hafa viðburði sem foreldrar geta líka tekið þátt í. Krökkunum finnst rosalega skemmtilegt þegar foreldrarnir leika með. Kex er þægilegur staður, þar er líka góður veitingastaður fyrir bæði börn og fullorðna þannig að það er hægt að fá sér að borða líka,“ segir hún. Um helgina verður krakkajóga og er fólk hvatt til þess að taka jógadýnur með sér ef það getur. Heimilslegir sunnudagar hefjast alltaf klukkan 13 og það er frítt inn.
Heilsa Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið