Besta tenniskona heims, Serena Williams, er komin í úrslit á opna ástralska mótinu.
Williams vann auðveldan sigur, 6-0 og 6-4, á Agnieszka Radwanska í undanúrslitunum í nótt.
Williams vann þrjú af fjórum stóru mótunum á síðasta ári en menn voru óvissir um getu hennar fyrir þetta mót.
Hún hafði ekki spilað síðan í undanúrslitum á US Open og hnéð á henni var sagt ekki vera nógu gott. Hún er líka orðin 34 ára og margir héldu að hennar tími væri að verða liðin.
Hún skreið í gegnum fyrsta leikinn í Ástralíu en hefur síðan verið í miklu stuði og ekki tapað einu setti.
Vinni hún úrslitaleikinn gegn Angelique Kerber þá mun hún jafna met Steffi Graf og vinna sinn 22. risatitil.
