Mígandi spilling Frosti Logason skrifar 28. janúar 2016 07:00 Ég varð vitni að heldur óskemmtilegri uppákomu í þessari viku. Einn gestur sundlaugarinnar sem ég sæki reglulega ákvað upp á sitt eindæmi, í sturtuklefa karlaklefans, að vippa litla vininum úr skýlunni og míga ofan í sturtubotninn. Hann að vísu sneri baki í okkur hina – fjóra karlmenn sem horfðu forviða á aðfarirnar, en gerði þó enga aðra tilraun til þess að hylja athæfi sitt. Þegar neongul hlandbunan hafði skolast ofan í niðurfallið smellti hann buxnastrengnum utan um sig miðjan og tölti út í laug líkt og ekkert væri sjálfsagðara. Í örfáar sekúndur hugleiddi ég hvort rétt væri að skerast í leikinn, löðrunga manninn þéttingsfast í grímuna og spyrja hvurn andskotann hann væri að hugsa. En eins og við Íslendingar yfirleitt gerum, hélt ég mig til hlés og hugleiddi hvernig uppeldi þessa unga manns hefði greinilega misheppnast gjörsamlega. Hvers eiga menn jú að gjalda, sem aldir voru upp á tíunda áratug síðustu aldar? Ungir menn sem þekkja ekkert annað en spillingu, frændhygli og einkavinavæðingu. Ég hugsaði um hlutafjárútboð Símans, Borgunarmálið, ógegnsæi og milljarðahagnað útvaldra. Hvaða áhrif hefur slík grímulaus spilling á unga óharðnaða drengi sem læra einfaldlega það sem fyrir þeim er haft? Eftir á að hyggja er ég nefnilega þrátt fyrir allt þakklátur. Þakklátur fyrir að ungi maðurinn hafi ekki snúið sér að okkur hinum í sturtunni og látið heita þvagbununa standa beint yfir andlit okkar. Hann hefði jafnvel getað hlegið að okkur á sama tíma. Líkt og þeir gera sem maka nú krókinn á kostnað samfélagsins og gera ekki einu sinni tilraunir til þess að fela það. Það er þó hægt að vera þakklátur fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Ég varð vitni að heldur óskemmtilegri uppákomu í þessari viku. Einn gestur sundlaugarinnar sem ég sæki reglulega ákvað upp á sitt eindæmi, í sturtuklefa karlaklefans, að vippa litla vininum úr skýlunni og míga ofan í sturtubotninn. Hann að vísu sneri baki í okkur hina – fjóra karlmenn sem horfðu forviða á aðfarirnar, en gerði þó enga aðra tilraun til þess að hylja athæfi sitt. Þegar neongul hlandbunan hafði skolast ofan í niðurfallið smellti hann buxnastrengnum utan um sig miðjan og tölti út í laug líkt og ekkert væri sjálfsagðara. Í örfáar sekúndur hugleiddi ég hvort rétt væri að skerast í leikinn, löðrunga manninn þéttingsfast í grímuna og spyrja hvurn andskotann hann væri að hugsa. En eins og við Íslendingar yfirleitt gerum, hélt ég mig til hlés og hugleiddi hvernig uppeldi þessa unga manns hefði greinilega misheppnast gjörsamlega. Hvers eiga menn jú að gjalda, sem aldir voru upp á tíunda áratug síðustu aldar? Ungir menn sem þekkja ekkert annað en spillingu, frændhygli og einkavinavæðingu. Ég hugsaði um hlutafjárútboð Símans, Borgunarmálið, ógegnsæi og milljarðahagnað útvaldra. Hvaða áhrif hefur slík grímulaus spilling á unga óharðnaða drengi sem læra einfaldlega það sem fyrir þeim er haft? Eftir á að hyggja er ég nefnilega þrátt fyrir allt þakklátur. Þakklátur fyrir að ungi maðurinn hafi ekki snúið sér að okkur hinum í sturtunni og látið heita þvagbununa standa beint yfir andlit okkar. Hann hefði jafnvel getað hlegið að okkur á sama tíma. Líkt og þeir gera sem maka nú krókinn á kostnað samfélagsins og gera ekki einu sinni tilraunir til þess að fela það. Það er þó hægt að vera þakklátur fyrir það.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun