Þingmaður segir starfsmenn Landsbankans upplifa vanlíðan við störf sín alla daga Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. janúar 2016 15:53 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sendi Landsbanknum erindi og spurði hvort ekki standi fyrir dyrum að skipta um stjórnendur í bankanum. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að stór hluti starfsmanna Landsbankans upplifi vanlíðan við störf sín alla daga. Þetta sagði hann á þingi í dag þar sem hann ræddi um vantraust almennings á Landsbankanum og stjórnendum eftir fréttir af sölu Borgunar. „Siðferðisbrestir í íslensku samfélagi eru sífellt meira áberandi og nánast áþreifanlegir í daglegu lífi okkar. Siðferði í stjórnkerfinu hrakar samkvæmt mælingum og þar ganga fremstir í flokki stjórnendur fjármálastofnana,“ sagði hann í ræðu sinni og vísaði annars vegar til sölu Arion banka á hlutum í Símanum og svo viðskipta Landsbankans með hluti í Borgun. „Yfirmenn Landsbankans hafa ekki axlað ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sem sköðuðu bankann sem kominn er í ruslflokk í augum fólksins í landinu. En bankinn þarf að spara til að ná til baka axarsköftunum í stjórn bankans og hvert lýta yfirmenn bankans þá? Jú þeir höggva á garðann þar sem hann er lægstur,“ sagði Ásmundur. Tók hann dæmi af uppsögn spastísks manns úr útibúi bankans í Reykjanesbæ. Maðurinn, sem Ásmundur sagði að hefði verið nýkominn aftur til starfa í bankanum eftir að hafa lent í bílslysi, hafi verið látinn hætta; annaðhvort með því að skrifa undir starfslokasamning eða með uppsögn. Ásmundur furðaði sig á þessu og sagðist hafa sent stjórn bankans erindi. „Ég sendi þá spurningu til stjórnar Landsbankans hvort ekki standi fyrir dyrum skipulagsbreytingar í efstu lögum bankans. Þar sitja stjórnendur sem eru rúnir öllu trausti almennings og stór hluti starfsmanna upplifir vanlíðan við störf sín alla daga,“ sagði hann á þinginu. Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að stór hluti starfsmanna Landsbankans upplifi vanlíðan við störf sín alla daga. Þetta sagði hann á þingi í dag þar sem hann ræddi um vantraust almennings á Landsbankanum og stjórnendum eftir fréttir af sölu Borgunar. „Siðferðisbrestir í íslensku samfélagi eru sífellt meira áberandi og nánast áþreifanlegir í daglegu lífi okkar. Siðferði í stjórnkerfinu hrakar samkvæmt mælingum og þar ganga fremstir í flokki stjórnendur fjármálastofnana,“ sagði hann í ræðu sinni og vísaði annars vegar til sölu Arion banka á hlutum í Símanum og svo viðskipta Landsbankans með hluti í Borgun. „Yfirmenn Landsbankans hafa ekki axlað ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sem sköðuðu bankann sem kominn er í ruslflokk í augum fólksins í landinu. En bankinn þarf að spara til að ná til baka axarsköftunum í stjórn bankans og hvert lýta yfirmenn bankans þá? Jú þeir höggva á garðann þar sem hann er lægstur,“ sagði Ásmundur. Tók hann dæmi af uppsögn spastísks manns úr útibúi bankans í Reykjanesbæ. Maðurinn, sem Ásmundur sagði að hefði verið nýkominn aftur til starfa í bankanum eftir að hafa lent í bílslysi, hafi verið látinn hætta; annaðhvort með því að skrifa undir starfslokasamning eða með uppsögn. Ásmundur furðaði sig á þessu og sagðist hafa sent stjórn bankans erindi. „Ég sendi þá spurningu til stjórnar Landsbankans hvort ekki standi fyrir dyrum skipulagsbreytingar í efstu lögum bankans. Þar sitja stjórnendur sem eru rúnir öllu trausti almennings og stór hluti starfsmanna upplifir vanlíðan við störf sín alla daga,“ sagði hann á þinginu.
Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira