Ford lokar í Japan og Indónesíu Finnur Thorlacius skrifar 25. janúar 2016 16:29 Ford mun ekki kynna fleiri bíla í Indónesíu. Ford Motors Co. hefur tekið ákvörðun um að loka allri sinni starfsemi í Japan og Indónesíu á þessu ári þar sem fyrirtækið sér enga leið til þess að starfsemi þar skapi arð. Það þýðir að öllum söluumboðum sem selt hafa Ford og Lincoln bíla verður lokað en Ford hefur líka verið með rekstur þróunarmiðstöðvar í Japan og verður henni lokað líka. Ford hefur sent öllum starfsmönnum í þessum tveimur löndum bréf um málið. Ford þarf samt sem áður að útvega tilhlýðilega þjónustu við eigendur Ford og Lincoln bíla í löndunum og þar verður áfram hægt að kaupa varahluti og Ford þarf að sinna lögbundinni ábyrgð þeirra bíla sem það á við. Ford segist lengi hafa leitað leiða til að reka arðsama starfsemi í þessum löndum, en það sé algerlega ómögulegt og að fyrirtækið hafi ekki áhuga á að tapa stöðugt peningum þarna. Ford kemur með þessari ákvörðun í kjölfar GM sem lokaði allri starfsemi í SA-Asíu í fyrra. Toyota er með ráðandi stöðu á bílamarkaði í Indónesíu og notar hið ódýra bílamerki sitt, Daihatsu, óspart til að þjóna lítt efnuðum bílkaupendum þar. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent
Ford Motors Co. hefur tekið ákvörðun um að loka allri sinni starfsemi í Japan og Indónesíu á þessu ári þar sem fyrirtækið sér enga leið til þess að starfsemi þar skapi arð. Það þýðir að öllum söluumboðum sem selt hafa Ford og Lincoln bíla verður lokað en Ford hefur líka verið með rekstur þróunarmiðstöðvar í Japan og verður henni lokað líka. Ford hefur sent öllum starfsmönnum í þessum tveimur löndum bréf um málið. Ford þarf samt sem áður að útvega tilhlýðilega þjónustu við eigendur Ford og Lincoln bíla í löndunum og þar verður áfram hægt að kaupa varahluti og Ford þarf að sinna lögbundinni ábyrgð þeirra bíla sem það á við. Ford segist lengi hafa leitað leiða til að reka arðsama starfsemi í þessum löndum, en það sé algerlega ómögulegt og að fyrirtækið hafi ekki áhuga á að tapa stöðugt peningum þarna. Ford kemur með þessari ákvörðun í kjölfar GM sem lokaði allri starfsemi í SA-Asíu í fyrra. Toyota er með ráðandi stöðu á bílamarkaði í Indónesíu og notar hið ódýra bílamerki sitt, Daihatsu, óspart til að þjóna lítt efnuðum bílkaupendum þar.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent