Á snjóbretti á götum New York Finnur Thorlacius skrifar 25. janúar 2016 12:19 Í öllum þeim snjó sem kyngt hefur niður á austurströnd Bandaríkjanna um helgina er náttúrulega kjörið að draga fram brimbrettið og láta draga sig á öflugum jeppa á keðjum um götur New York. Það fannst honum að minnsta kosti þessum ævintýramanni. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að það finnst líka mörgum gangandi vegfarendum í New York sem fögnuðu honum ákaft á leið sinni gegnum Manhattan. Í lok mynskeiðsins má þó sjá að ekki voru allir eins hrifnir af uppátækinu, en þar sést hvar brettabrunarinn fer framhjá lögreglubíl sem samstundis kveikir á sírenunum og leggur á stað á eftir honum. Stundum verður lífið bara að vera skemmtilegt og vonandi fannst lögreglumönnunum það líka. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent
Í öllum þeim snjó sem kyngt hefur niður á austurströnd Bandaríkjanna um helgina er náttúrulega kjörið að draga fram brimbrettið og láta draga sig á öflugum jeppa á keðjum um götur New York. Það fannst honum að minnsta kosti þessum ævintýramanni. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að það finnst líka mörgum gangandi vegfarendum í New York sem fögnuðu honum ákaft á leið sinni gegnum Manhattan. Í lok mynskeiðsins má þó sjá að ekki voru allir eins hrifnir af uppátækinu, en þar sést hvar brettabrunarinn fer framhjá lögreglubíl sem samstundis kveikir á sírenunum og leggur á stað á eftir honum. Stundum verður lífið bara að vera skemmtilegt og vonandi fannst lögreglumönnunum það líka.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent