Chris Evans hótaði að hætta í Top Gear 25. janúar 2016 10:28 Chris Evans, nýr aðalþáttastjórnandi Top Gear. Sá er tekur við keflinu í Top Gear bílaþáttunum, Chris Evans hefur nú þegar hótað því að hætta að fara fyrir þáttagerðinni vegna sífelldra afskipta yfirstjórnar BBC. Chris Evans gerði þriggja ára samning við BBC og hefur nú þegar starfað í 6 mánuði við undirbúning og framleiðslu nýrra þátta. Chris telur sig ekki fá það frjálsræði við gerð þáttanna sem honum var lofað og fyrri þáttastjórnendur höfðu. Nú þegar hafa nokkrir lykilstarfsmenn BBC sem komu að Top Gear framleiðslunni hætt vegna þess að þeim líkaði ekki að vinna með Chris Evans og hans hópi. Chris Evans á að hafa á tímapunkti hótað að ef ákveðnir starfsmenn BBC hættu ekki í vinnslunni myndi hann hætta sjálfur. Svo virðist sem rafmagnað loft sé nú við gerð nýrra þátta en vonandi mun það ekki breyta áformum um dagsetningar á sýningum þeirra. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent
Sá er tekur við keflinu í Top Gear bílaþáttunum, Chris Evans hefur nú þegar hótað því að hætta að fara fyrir þáttagerðinni vegna sífelldra afskipta yfirstjórnar BBC. Chris Evans gerði þriggja ára samning við BBC og hefur nú þegar starfað í 6 mánuði við undirbúning og framleiðslu nýrra þátta. Chris telur sig ekki fá það frjálsræði við gerð þáttanna sem honum var lofað og fyrri þáttastjórnendur höfðu. Nú þegar hafa nokkrir lykilstarfsmenn BBC sem komu að Top Gear framleiðslunni hætt vegna þess að þeim líkaði ekki að vinna með Chris Evans og hans hópi. Chris Evans á að hafa á tímapunkti hótað að ef ákveðnir starfsmenn BBC hættu ekki í vinnslunni myndi hann hætta sjálfur. Svo virðist sem rafmagnað loft sé nú við gerð nýrra þátta en vonandi mun það ekki breyta áformum um dagsetningar á sýningum þeirra.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent