Chris Evans hótaði að hætta í Top Gear 25. janúar 2016 10:28 Chris Evans, nýr aðalþáttastjórnandi Top Gear. Sá er tekur við keflinu í Top Gear bílaþáttunum, Chris Evans hefur nú þegar hótað því að hætta að fara fyrir þáttagerðinni vegna sífelldra afskipta yfirstjórnar BBC. Chris Evans gerði þriggja ára samning við BBC og hefur nú þegar starfað í 6 mánuði við undirbúning og framleiðslu nýrra þátta. Chris telur sig ekki fá það frjálsræði við gerð þáttanna sem honum var lofað og fyrri þáttastjórnendur höfðu. Nú þegar hafa nokkrir lykilstarfsmenn BBC sem komu að Top Gear framleiðslunni hætt vegna þess að þeim líkaði ekki að vinna með Chris Evans og hans hópi. Chris Evans á að hafa á tímapunkti hótað að ef ákveðnir starfsmenn BBC hættu ekki í vinnslunni myndi hann hætta sjálfur. Svo virðist sem rafmagnað loft sé nú við gerð nýrra þátta en vonandi mun það ekki breyta áformum um dagsetningar á sýningum þeirra. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent
Sá er tekur við keflinu í Top Gear bílaþáttunum, Chris Evans hefur nú þegar hótað því að hætta að fara fyrir þáttagerðinni vegna sífelldra afskipta yfirstjórnar BBC. Chris Evans gerði þriggja ára samning við BBC og hefur nú þegar starfað í 6 mánuði við undirbúning og framleiðslu nýrra þátta. Chris telur sig ekki fá það frjálsræði við gerð þáttanna sem honum var lofað og fyrri þáttastjórnendur höfðu. Nú þegar hafa nokkrir lykilstarfsmenn BBC sem komu að Top Gear framleiðslunni hætt vegna þess að þeim líkaði ekki að vinna með Chris Evans og hans hópi. Chris Evans á að hafa á tímapunkti hótað að ef ákveðnir starfsmenn BBC hættu ekki í vinnslunni myndi hann hætta sjálfur. Svo virðist sem rafmagnað loft sé nú við gerð nýrra þátta en vonandi mun það ekki breyta áformum um dagsetningar á sýningum þeirra.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent